Læmingjar eru jánei systkini valdaklíkunnar

Lygar og áróður þeirra sem eiga völdin – og þáttaka þeirra sem hafa völdin – eru versti viðbjóður sem ég hef orðið vitni að. Ég hef grúskað í hverju sem mig langar að grúska í frá því ég man eftir mér eins og saklaus kurrandi ugla, voða gaman, stjarfdáleiddur.

Svo varð ég einn daginn uppiskroppa með meginefni og fór að grúska í utangarðsefni og fann jafnvel utangarðsefni sem utangarðsfólkið hefur ekki rekist á, og smátt og smátt sér maður allt heimsþorpið eins og það er. Ekki nóg með það heldur fór hið mannlega eðli að ljúkast upp.

Þar rís viðurstyggðin, sem er verri en hinn versti viðbjóður.

Læminginn sem situr við tjóðurstaurinn og þykist vera örn; sjö milljarðar þeirra. Stjarfir egóhausar, rífandi kjaft hver um annan þveran, stingandi hvert annað á hol á bak við gljábónað yfirborðið, siðlaust inn að beinmerg í uppstrílaðri messunni sem áður var í kirkjunni en en núna í þröngsýnum darwinisma sem enginn skilur.

Því ef þú tryðir Darwinismanum þá sæirðu að þú verður að deyja út til þess að eitthvað betra taki við og þú sæir líka að allir þínir misbrestir eru stökkbreytingar sem náttúran þarf að afmá, en þú heldur þó að þú sért gull og gersemi og þar sem þú stóðst sögupróf í skóla og kannt faðirvorið, og hatar nasista eða íslam eða bolsévika eða eitthvað annað í kjúinu, að þetta reddast allt saman, og skiptir um afþreyingu.

Með öðrum orðum; við erum læmingjasvínið.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.