Frelsi frá kvíðaröskun

Vorið 2001 fékk ég vægt taugaáfall, sem er svosem ekki í frásögur færandi. Ég var hins vegar lánsamur hvað snerti ráðgjöf því góður vinur tók eftir þessu og benti mér á úrræði.

Það er ekki öllum gefið að taka eftir hvað bærist innra með vinum sínum enda höfum við öll grímur. Á þessum árum var aðalstarf mitt að kenna vefsíðugerð og forritun.

Ég kunni því vel að fela hvað bærðist hið innra og sinna þeim hlutverkum sem við var búist. Við kunnum þetta auðvitað öll og líklega þú betur en ég.

Vinafólk og kunningjar hafa oft sagt mér að ég hafi óvenju opinskátt viðmót og auðvelt sé að lesa í hvernig mér líði dags daglega. Sitt sýnist hverjum, kannski sá fólk í vinnu og víðar að ég var á barmi taugaáfalls, kannski ekki.

Það sem mér fannst á þessum tíma áhugavert var hversu fáir Íslendingar – í það minnsta svo ég vissi til – væru meðvitaðir um gildi samtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Mér var þetta vor ráðlagt að leita mér aðstoðar fagmanns og finna mér samtalsmeðferð og ég fór eftir þeim ráðum. Margir í mínu tengslaneti hafa síðar farið samskonar leið.

Öll sem eitt segjum við „þetta er hið besta sem ég hef gert fyrir mig“.

Hér verður ekki lagt mat á hvort fólk eigi almennt að tala við sálfræðing, né heldur hvort það sé hið besta sem þú getur fyrir sjálfa(n) þig gert. Hitt er óumrætt, að sá tími sem manneskja leitar inn í eigin dulheima og skilur þær hvatir sem þar búa, því betra vald fær hún yfir eigin tilveru og farvegi lífshamingju. Slík vinna með fagmanni er hins vegar fokdýr og ekki á allra færi. Ég var svo lánsamur árin 2001 til 2003 að geta leyft mér þann munað.

Nú voru æskuár mín enginn dans á rósum. Eitt sinn var unglingsárum mínum lýst af fagmanni sem „uppskrift að sálfræðilegu stórslysi“ ég hélt  að hann væri að grínast en eftir því sem þekking mín hefur aukist og dýpkast læðist að mér sá grunur að honum hafi verið alvara. Myndi það skýra hvernig framangreind ár voru farvegur slæmra kvíðakasta.

Nú er taugaáfall ekki til samkvæmt læknisfræðilegri skilgreiningu en það er til í málfari götunnar. Hálfu öðru ári eftir að ég hóf að sækja til fagmanns um aðstoð við vanlíðan fékk ég fyrsta kvíðakastið. Kvíðaköst eru ekkert grín og lýsa sér á mismunandi veg hjá fólki. Karlmenn upplifa þau oft sem aðkenningu að hjartsláttartruflunum og skelfast við tilhugsun um yfirvofandi hjartaáfall, það er þó aðeins ein birting þessa ástands.

Hver svo sem birtingin er á kvíðaköstum eru þau jafnan skelfileg, svo sem nafnið ætti að benda til. Eitt af því sem mörgum kann að koma á óvart, sem ekki þekkja til þessarar reynslu, er að þau eru eins og toppur á borgarísjaka. Þú sérð bara 20% því restin er undir yfiborðinu. Oft er margra ára aðdragandi að tímabili kvíðakasta. Oft eru þeir sem upplifa þau vanir að lifa við stöðugan kvíða og þekkja ekki mörkin.

Haustið sem ég fékk fyrsta ofsalega kvíðakastið komu þau í fyrstu aðeins tvisvar í viku. Vorið eftir voru þau farin að koma daglega og rúmu ári síðar datt það aftur niður í tvisvar í viku. Satt best að segja var ég orðinn vonlítill tveim árum síðar hvort þeim myndi nokkru sinni linna. Í dag finnst mér það skondin minning.

Það eru til tvær leiðir til að lækna kvíðaköst. Sú fyrri er farvegur í samtalsmeðferð hjá fagmanni. Hin er í Ferli hins jákvæða vilja. Ég geri mér ljóst hversu stór þessi fullyrðing er, enda útlærður í kvíða

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.