Ótti við Guð

Jesú sagði á sínum tíma „hver sá sem trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ Þetta eru mögnuð orð og gott að trúa þeim. Þeir sem trúa þeim trúa að þeir muni lifa að eilífu. Vera alltaf til, og að það kosti ekki neitt.

Viltu fá allt fyrir ekkert?

Jesú sagði einnig „hver sá sem vill bjarga lífi sínu mun glata því og hver sá sem fórnar því mun öðlast það“. Ég leyfi mér smá umorðun hér, og veðja á fyrirgefningu. Á öðrum stað segir erkiengillinn Mikael (sem er líka Jesús) „betra er þér að vera kaldur en hálfvolgur“ og enn annars staðar segir hann að hver sá sem játi trú á sig þurfi að gera það sem Jesú gerir.

Ég gæti vitnað í Jesú í allan dag. Af nógu er að taka. Eins og segir í Jóhannesar guðspjalli, hann sagði nóg til að fylla margar bækur.

Jesús var réttur og sléttur trésmiður. Hann hafði lært iðn sína af föður sínum og var frá smábæ sem ekki þótti tilkomumikill. Samfélagið sem hann ólst upp í trúði því að hann væri ekki einu sinni sonur mannsins sem ól hann upp. Í því samfélagi þótti slíkt jafngilda útskúfun og jafnvel dauðasök móður hans. Hann gerði uppreisn gegn viðteknum skoðunum þeirra sem stýrðu hans samtíma-samfélagi og hikaði ekki að láta lífið fyrir trúarskoðanir sínar.

Viltu enn vera kristinn maður og gera eins og hann gerði?

Ég var skírður í hina Lútersk Evangelísku þjóðkirkju sem smábarn. Staðfesti skírn mína við fermingu. Sagði mig úr þjóðkirkjunni tvítugur og skírðist niðurdýfingarskírn sama ár, sem kristinn maður. Fyrir niðurdýfingu þurfti ég að læra heilmikið úr Biblíunni og standast þungt próf. Ég stóð prófið með glans og skírðist glaður.

Svo fékk ég minn fyrsta trúarvanda (Crisis of Faith). Ég fór að efast um að góður Guð myndi neita okkar unga og fallega fólki um inngöngu í Guðsríki vegna einhverra þátta sem öldungar eða prelátar segðu. Ég leyfði mér ennfremur að efast um að kristíndómurinn væri „allt fyrir ekkert“ og ég braut lögin.

Ég braut reglurnar og hóf að rífast við Guð. Ég áleit sem svo, að algóður Guð myndi skilja að ég vildi fá raunhæf og góð svör. Ef meiningin væri góð. Þar sem þú trúir með lífsbreytni, þá er rifrildið þannig líka.

Síðan eru liðin rúm tuttugu ár og ég hef lært margt fleira en góða Biblíu. Ég hef komist að mörgu og um margt af því mun ég fjalla. Sumt af því kemur fram í hljóðbókinni minni (God’s Will) en um það má fjalla síðar. Hér vil ég drepa á óttanum:

Ég tók eftir því að ýmsir kristnir menn eru á móti ýmsum hugmyndum, bara vegna þess að þær eru á skjön við Biblíuna. Þeir geta rætt þessar hugmyndir sínar fram og aftur. Ennfremur eiga þeir það til að hafna vinum og öðrum vegna þessara hugmynda. Allt þetta er í góðu lagi.

Einnig rakst ég á þá einstöku staðreynd, að þessir sömu menn höfðu nær enga þekkingu á því sem Jesú kenndi. Ef vitnað var í Nýja Testamentið, og jafnvel hið gamla, var mjög sjaldgæft að hinn sannkristni maður þekkti ritningarstaðinn. Þeir sem voru að gagnrýna mína kristni, þekktu sjálfir ekki orð Krists.

Þegar nánar var að gáð kom í ljós að allar þessar hugmyndir byggðust á ótta. Óttanum við að missa eilífa lífið!

Fjöldi kristinna manna játar kristna trú, og er það vel. Hversu margir gera það af náungakærleika eða Guðsást? Hversu margir gera það til að öðlast eilíft líf?

Þykir þér minna vænt um barnið þitt ef það er ósammála þér og býður þér að rökræða skoðanir þínar? Heldur þú að Guð muni hafna þér ef þú þorir að fórna eilífa lífinu til að finna sannleika Guðs? Heldur þú að Guð sé lífandi allt í kringum þig, eða bundinn í bók?

Þorirðu að taka sénsinn á Guði?

 

*

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>