Hin neikvæða pjulla

Lífið hefur húmor, Guð hefur húmor. Góðir menn hafa húmor. Femínistar hafa húmor á óskalista framtíðarnámskeiða í réttviðhorfaskólanum, en ekki ofarlega í forgangi. Húmor skiptir þannig máli hjá öllum.

Kynlíf hefur alltaf átt sín eigin lögmál og rík að kímni. Enda er kynlíf háalvarlegt fyrirbæri sem náttúran notar til að viðhalda sjálfri sér. Eitt af því sem er skemmtilegt við kynlíf er að það krefst vissrar greindar. Þegar þú spyrð konu „viltu koma heim að skoða myndir með mér“ er hún vís til að svara kímin „kannski, ef þú verður góður. “

Svo er undir manninum komið hvort hann skilur þetta sem já, kannski, eða nei.

Sjálfsvirðing og húmor fyrir sjálfum sér, að ekki sé talað um: Að túlka milli línanna skilur á milli, þeirra sem skoða myndir og þeirra sem eignast minningar.

Femínistar hafa oft skrafað um píkuna. Vilja þeir meina að öll skrif um píkur séu neikvæð. Ég man nú ekki öll nöfnin sem píkan hefur, jú eitt, pjulla. Ég tek ekkert eftir þessum nöfnum, því neikvæðu orðin eru hluti af kímni náttúrunnar. Sama og í dæminu hér að framan, þú lest eitthvað jákvætt á milli línanna. Pjulla eða eitthvað neikvætt, er líklega ávísun á eitthvað gott, komistu lengra en í myndaalbúmið.

Sjálfum finnst mér öll orð um pjullur frekar drífandi – túlkuð á réttan hátt.

Þetta er þó ekki á kennsluskrá í framtíðarnámskeiði réttviðhorfaskólans.

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.