Tag Archives: Lárétt hugsun

Piparkökuhúsið og Hrafnagúndi

img-coll-0502

Sumir halda að ég sé eitthvað á móti Guðna Th. Alls ekki, af og frá. Ég hef lesið sumt eftir hann og hann er ágætur penni, skrifar frekar persónulegan stíl en fágaðan, þó dálítið litlausan. Allir sem ég þekki sem hafa hitt hann, bera honum vel söguna. Hann er ægivel giftur, þó mér finnist fáránlegt að forsetafrú sé útlendingur (hvort heldur Dorrit eða Elíza) þá eru þær báðar framúrskarandi sem … Lesa meira


Þegar djöflum er boðið í vírusa-dans

img-coll-0590

Þú gengur einhversstaðar innan um fólk, eða bara hvar sem er, og eitthvað ósýnilegt í loftinu getur komist að þér og drepið þig. Þannig líður mörgum í dag. Jafnvel þó hægt sé að rökræða það í drasl og sýna fram á að kvíðinn sé óraunsær, þá er hann raunverulegur í vitund þess sem kvíðir, og hann stjórnar hegðun hans. Kvíði er þegar við óttumst eitthvað sem er óáþreifanlegt eða óvitrænt … Lesa meira


Sósíalisminn er tvöhundruð ára og hugsanlega úreltur

img-coll-1174

Fyrir fáeinum árum vorum við tveir félagarnir að spjalla við þáverandi nágranna okkar. Mann sem er á svipuðum aldri og við og starfar sem þúsundþjalasmiður hjá öflugu fyrirtæki. Hann er einn af þessum snillingum sem er „hagur á tré og járn.“ Hann er týpan sem er vaknaður og byrjaður að vinna á meðan við hinir erum að rumska og hann fer út að sópa innkeyrsluna á meðan við hinir erum … Lesa meira


EES frá 1662

img-coll-0953

Sumarið 1662 hélt elítan á Íslandi svonefndan Kópavogsfund þar sem tveir æðstu embættismenn Íslenska Þjóðveldisins skrifuðu undir erfðahollustu við konung Danmerkur. Síðan riðu þeir til Alþingis á Þingvöllum og fengu hollustusamninginn viðurkenndan og þar með lögfestan. Sagt er að þeir hafi skrifað undir samninginn undir hótun vopnavalds frá sendimanni konungs og kannski er það rétt. Íslensku embættismennirnir voru þó ekki einir á ferð, því ævinlega þegar lögsögumenn og goðar riðu … Lesa meira


Segð og Orðræða í sögu hugsunar og málfars

img-coll-0266

Þegar Morgunblaðið íslenskaði enska orðið Browser sem Vafra, líkaði sumum vel og öðrum miður. Sjálfur var ég hrifnari af heitinu Gramsari en það kom frá manni sem notar Vafra mikið við að gramsa á Netinu. Ég reyndi um tíma að nota orðið Rápari því það var rétt orð samkvæmt Tölvuorðasafni Íslenskrar málefndar. Ég gafst þó upp á að reyna að ýta við lesendum Morgunblaðsins og áheyrendum þessara lesenda. Vafri er … Lesa meira


Ríki er hugmynd sem er trúað

myndband

Ég hef lengi reynt að benda fólki á að ríkiskerfi er hugmynd sem virkar raunveruleg vegna trúar allra þeirra sem trúa hugmyndinni. Einnig að Trú er hugtak sem merkir hugmynd sem er trúað en hefur ekkert með metafýsík að gera. Einnig þá staðreynd að hugmynd sem er trúað, mun stjórna þeim sem trúir. Öll umræða um nær allt sem til er í veruleika okkar nútímafólks, eða nútímafólks liðinna alda, getur fallið undir … Lesa meira


Af vændi og nöfnum

myndband

Þegar elítan ræðir um vændi notar hún aldrei nafngiftina „Íslenskar hórur“ og hún forðast af alefli að skilgreina „Leyndardóminn um vændi.“ Í umræðunni (eða spunanum) þykir vill tvennt gleymast: Annars vegar hvar séu mörk þess að Valdstjórnin eigi að hafa algjört vald yfir persónu þinni og líkama? Hins vegar hvers vegna Valdstjórnin hefur nú þegar eignarhald á nafngift þinni? Þá mætti spyrja sig hvort kennitala og varnarþing Valdstjórnar sé skilgreint í Stjórnarskrá … Lesa meira


Nýtt heimsskipulag er tálsýn

img-coll-0178

Hugmyndin að „The New World Order“ (NWO) og endurtekning þessarar hugmyndar í gegnum söguna er blekking. Í fáein ár hef ég bara haft þetta á tilfinningunni en ekki séð hvernig ég gæti rökstutt það. Þetta hugtak er vel þekkt í gegnum nær allar mýtur síðustu sex þúsund ár. Hún er ekki ótengd þrá fólks í breytingar. Þrá sem oft er óraunhæf því sjaldan er rætt eða hannað hvernig breytingarnar eiga … Lesa meira


Vertu vatnið vinur minn

img-coll-0108

Síðan ég tók við God’s Will og opnaði fyrir það sem hún stendur fyrir, hefur streymt til mín innsæi á hluti sem ég hef hvergi séð ritað um eða neina halda fram. Svo fór ég að rannsaka netið. Þar sá ég að undir teppi meginmiðlunar og hins lögleidda „menntakerfis” var straumur af fólki að segja sömu hluti, segja frá sams konar innsæi, ekki bara í okkar samtíma heldur í samtíma … Lesa meira


Vindmyllur hugans og útvíkkun á vitund

img-coll-0165

Í skammtatilveru þá er allt vitund. Atómið hefur vitund rétt eins og blómið, sólin eða ég – þú. Þegar þú neytir einhvers tekur þú þátt í vitund þess. Því getur vitund hveitijurtar – og frumuminni hennar – haft áhrif á þína vitund, og tilfinningar eða greind – þegar hennar er neytt. Skynjunarlyf eru með vissar ábendar varðandi þetta eins og Terence McKenna hefur margbent á og bókin “The Doors of … Lesa meira


Með tillann á gikknum

tviburar

Maðurinn er eina spendýrið sem lýgur til um siðferði sitt og beitir evklíðskri rökfræði til sjálfsblekkingar. Sem óbeint sannar að sem tegund erum við á gelgjuskeiði. Því miður er unglingurinn með hlaupið í túlanum og tillann á gikknum. Fyrir þá sem gleymt hafa Rúmfræði 101 (sem er rýmisfræði en ekki rúmafræði) þá er Evklíðsk lína dregin á milli tveggja punkta og er línan óendanleg í tvær áttir. Tvívídd er þegar … Lesa meira


Lýgi sem er trúað verður sannleikur

img-coll-0007

Í áratugi hefur lýðurinn verið dáleiddur til að leita eftir afþreyingu og að eyða tíma sínum og hugsun í eftirsókn eftir vellíðan og ágóða sjálfsins. Í slíkum spuna hverfur grundvöllur samfélagsins úr augsýn og þar með úr hugsýn. Meðan hugur þinn sér ekki að stjórnarskráin er undirstaða eða sáttmáli þjóðar um hvernig hún mótar eigin samfélag þá ert þú ekki að eyða orku þinni í að móta samfélagið heldur þeir … Lesa meira


Festa er bumbum betri

gudjon-img--0045

Margmenni á Austurvelli birtist ekki á þann hátt að gangandi vegfarendur fái hugmynd á gönguferð í miðbænum. Hver einustu fjöldamótmæli, hérlendis sem erlendis, eru skipulögð í grasrót. Það er gert þannig að maður ræðir við mann og eru þeir yfirleitt meðlimir í grasrótarhóp. Þannig var bumbubyltingin fyrir fjórum árum. Búsáhaldabyltingin var skipulögð af fáeinum málefnahópum vinstra megin við línuna. Þetta veit hver sá sem rýnt hefur í hverjir voru helstu ræðumenn, hverjir … Lesa meira


Skapandi hjátrú

gudjon-img--0028

Í Afríku er mikið um veiðþjófnað á þrennum dýrategundum. Kannski eru þær fleiri en ég veit um þessar þrjár: Górillur til að selja á þeim hendurnar. Fílar til að setja tennurnar á píanó. Nashyrningar til að auka kyngetu fáeinna fávita. Helsta lækningin við þessari forsmá er ofbeldi. Górillur eru í útrýmingarhættu (98% sama DNA og við). Nashyrningar og fílar eru einnig í hættu. Svo eðlilega er bannað að veiða þessu … Lesa meira


Sannleiks og sáttanefnd

img-coll-0020

Sannleiks og sáttanefnd, fyrir gerendur og þolendur kynofbeldis, gæti orðið farvegur fyrir gríðarlega heilun og bata fyrir allt samfélagið.  Þar getur manneskja stigið fram og segir „ég kem með þessa játningu til að undirstrika að ég er veikur maður og ég þarf hjálp“. Hún hefur vissulega unnið öðrum einstaklingum tjón og skaða. Sjálfur er ég fórnarlamb og myndi vilja opna fyrir farveg sannleiks og sáttanefndar. Þar sem gerendur jafnt sem … Lesa meira


Hin neikvæða pjulla

022

Lífið hefur húmor, Guð hefur húmor. Góðir menn hafa húmor. Femínistar hafa húmor á óskalista framtíðarnámskeiða í réttviðhorfaskólanum, en ekki ofarlega í forgangi. Húmor skiptir þannig máli hjá öllum. Kynlíf hefur alltaf átt sín eigin lögmál og rík að kímni. Enda er kynlíf háalvarlegt fyrirbæri sem náttúran notar til að viðhalda sjálfri sér. Eitt af því sem er skemmtilegt við kynlíf er að það krefst vissrar greindar. Þegar þú spyrð … Lesa meira