Vertu vatnið vinur minn

Síðan ég tók við God’s Will og opnaði fyrir það sem hún stendur fyrir, hefur streymt til mín innsæi á hluti sem ég hef hvergi séð ritað um eða neina halda fram. Svo fór ég að rannsaka netið.

img-coll-0108Þar sá ég að undir teppi meginmiðlunar og hins lögleidda „menntakerfis” var straumur af fólki að segja sömu hluti, segja frá sams konar innsæi, ekki bara í okkar samtíma heldur í samtíma fortíðar einnig.

Svo lenti ég í fjaðrafoki elítunnar, fyrst í dómskerfinu þar sem ég fékk að kynnast því af fyrstu hendi að lagakerfið hefur engan áhuga á sannleika og heiðri heldur að stimpla eins og þeir komast upp með hvern þann sem þeim sýnist; því ég var dæmdur fyrir tvo glæpi en drýgði bara annan þeirra.

Þá sá ég hvernig dómendur geta dæmt og komast upp með að dæma í samræmi við skoðanir sínar og trú og geta túlka sönnunarbyrði að geðþótta; þetta er hvergi sýnt. Þetta hef ég ekki ritað bók um enn, en mun gera í fyllingu tímans og draga fram hluti á borð við það hvernig Alþingi hefur brotið eigin stjórnarskrá með því að úthluta nefnd það vald að þyngja dóma.

Síðan lenti ég í fjaðrafoki stofnana kerfisins þegar ég var hjá Fiskistofu – en um það hef ég ritað ítarlega í „Varðmenn kvótans” þar sem ég komst að því sama og hjá dómskerfinu, að yfirmenn stofnana eru þeir sem halda um valdið en ekki þeir sem við kjósum til Þings eða stjórnar. Að við höfum verið dáleidd til að *trúa* á faglega ábyrgð og faglega starfshætti stofnana, sem sannanlega eru aðeins orðin tóm á alla breiðsíðuna.

Síðar kynntist ég því hvernig stofnanir ríkis og bæja geta sniðgengið skyldu sína til að vera bágstöddum sú stoð sem þeir eiga að vera, en geta þess í stað svipt þig forsendum til framfærslu og stutt við að þú missir heimili þitt en á sama tíma skýlt sér á bak við þöggun eða lagalegt og stofnanakennt orðagjálfur og meira og jafnvel beitt þig fasískum stjórnarháttum.

Aftur hef ég ekki ritað mikið um þann þátt en mun líklega hafa það með í bókinni um dómsferilinn, efni sem mig langar ekki að skrifa um en einn daginn mun þó gera – ef Guð og heilsa leyfir.

í dag sé ég hvernig ég tilheyri vaxandi og stórum fjölda fólks sem hefur ekki rödd í meginmiðlum en vinnur af alefli niðri í grasrótinni að berjast fyrir sjálfsmenntun, að viðhalda góðum gildum heimsmenningar, að reyna af alefli að ýta við steinrunninni dáleiðslu fjöldans og þó við séum nær öll ósammála um næstum allt, að það er einmitt hið góða, því við erum öll sammála um eitthvað ógurlega gott sem enginn getur skilgreint.

Síðustu daga hef ég verið að grúska í margra klukkutíma safni af efni þar sem fólk er að gera ótrúlega góða og framúrstefnulega hluti sem byggjast á fyirirlestrum Rudolf Steiner fyrir meira en öld.

Hugmyndir sem enn í dag eru mílur á undan samtíma okkar, hluti sem ég fór að skoða því ég frétti utan að mer að hann var að fjalla um hluti sem ég fór að hugsa um í fyrra og kannaði utan að mér í fyrra þegar ég var úti á landsbyggðinni, hluti sem ég vissi ekki að neinn væri að fjalla um.

Ég er þakklátur, ekki bara fyrir að ég vaknaði, heldur að ég var vakinn. Það er mér trúarleg upplifun, en verulega kærleiksaukandi. Málið er að ég er fokreiður; yfir öllum þeim blekkingum og áróðri sem hefur verið beitt áratugum saman til að temja og leiða huga minn!

Hin gengna hetja kvikmynda og bardagalista, Bruce Lee, var eitt sinn spurður á hverju tækni hans byggðist. Ástæðan var tvíþætt, bæði sú að hann kunni skil á mismunandi stefnum í bardagalist en einnig því að hann ekki bara blandaði þeim saman eftir hentugleikum heldur að sumt var nýtt og ferskt hjá honum eins og það fæddist eftir þörfum.

Svar hans var á þessa leið; „vertu vatnið vinur minn, vertu vatnið.” Þessi setning hans ber þess greinileg merki að hann var – svo sem ég er sjálfur – aðdáandi andlegs spekings sem hét Jiddu Krishnamurti og kenndi andlega hugsun óháð trúarbragða en hið síðarnefnda er ekki óskylt mínum eigin kenningum.

Í hverju því sem ég tek mér fyrir hendur, í áþreifanlegum veruleika, hugrænum eða andlegum reyni ég að tileinka mér flæði vatnsins og þess innsæis sem því fylgir. Þannig séð veit ég ekki hvort grein þessi skilar vitrænni hugsun eða innsæi, heldur að ég hafði þörf fyrir að tjá það sem hér er sagt.

Þetta sama á við um þá hugsjón sem ég nefni Skammtalýðræði; að barátta fólks fyrir beinu lýðræði hefst í samræðu en ekki umræðu og að vald virkar ekki á lýðinn ef lýðurinn óhlýðnast, en að sama skapi verður barist gegn lýðnum og hann bugaður eða kúgaður ef hann streitist á móti.

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.