Veruleiki er þversnið af dulhyggju allra samtímis

Það er sterk tilhneiging meðal fólks að trúa því að „þú sért það sem þú trúir” og einnig að sú sýn sem þú hugsar mest um sé sú sýn sem þú dregur fram í dagsljósið. Sé þetta rétt hugnast mér lítt hvað fólk er mest að hugsa um.

img-coll-0136Alls staðar virðist spilling, eigingirni, þröngsýni, ofbeldi í orði og æði, ábyrgðarlausar ástir og umfram allt taumlaus sjálfselsk græðgi og sinnuleysi. Það er veröldin sem við erum bundin í.

Sé þetta tvennt rétt þá er aðeins ein leið til að breyta veröldinni – og þar með samfélaginu – í eitthvað sem gott er að búa í, og gott fyrir bæði jörðina og alheiminn. Að breyta hugsun okkar fyrst og síðast.

Vandinn er sá að sjaldan ef aldrei hafa fundist tvær manneskjur til að sameinast um skýra hugsun, hvað þá að stefna sköpunarkrafti hennar í sömu átt. Á meðan það ástand varir verður veraldarsagan háð sköpunarmætti hinnar fönguðu sálar. Henni til góðs.

Samsærið mikla sem ég oft gef í skyn að sé eina samsærið sem vert sé að rýna í, byggist á þessari sýn. Reyndar er annað samsæri í skugga hins fyrra. Annað þeirra er byggt á fyrringu og hitt á tálsýn.

Annað þeirra til að halda þér á leikvellinum á meðan mannkynið er barn en hitt er taumlaus ódulin illska.

Spírall tímans er skilvinda þar sem hver hringur er svo stór að þú sérð ekki hvar hver snúningur hefst eða endar. Saga þess mannkyns sem þú heldur að þú sért hluti af er aðeins búið að taka hálfan snúning en þú getur ekki haft yfirsýn yfir meira en tuttugu til þrjátíu aldir í þeim snúning, sem hefur þó staðið yfir í hátt í tvöhundruð aldir.

Til að skilja betur hvað átt er við hér (mundu orðin tálsýn og fyrring) skaltu íhuga að minni núverandi menningar hófst fyrir þrjátíu öldum eða þar um bil. Ímyndaðu þér því næst að eitthvað stórt gerist sem eyðir menningunni. Slíkt hefur gerst um það bil sex sinnum í sögu jarðar og er á ensku nefnt Cataclysm.

Segjum að ein milljón manna lifi af; hve mikið af þekkingu okkar á vísindum og tækni myndi lifa af eina kynslóð? Hve mikið af tækni okkar, byggingum og tólum, yrði finnanlegt og nýtilegt eftir tuttugu aldir, eða um það bil sem akuryrkja myndi endurfæðast?

Segjum að tíu öldum eftir að akuryrkja endurfæðist myndi ritlist finnast upp að nýju og smáspírall innan stóra spíralsins myndi hefjast að nýju?

Því það er alltaf spírall inni í spíral, rétt eins og í spírölum DNA og „string theory.“ Hversu hratt myndi sú endurfædda menning ná að fljúga til tunglsins? Myndu fyrstu tunglfararnir koma til baka með ameríska fánann sem er þar núna og segja „aliens voru á jörðinni á undan okkur?“

Segjum að endingu að þetta hafi gerst nokkrum sinnum áður. Segjum að á tímum risaeðlanna hafi verið til tvífætt viti borin menning. Aftur er tímaspírallinn það sem blekkir þig. Það eru sextíuogfimm milljón ár síðan þær hurfu og þær áttu hundraðogþrjátíu milljón ár. Við erum varla komin fram, í samanburði.

Hinn blekkti og dáleiddi hugur sér því sem næst aldrei út fyrir borðstokk sjálfselskuvitundar heimskunnar.

Ég hef áður sagt og mun segja þér aftur að allur veruleiki þinn og sýn byggist á trú, þá meina ég ekki guð eða Guð eða guði eða morgundaginn; heldur trú þinni á þær hugmyndir sem móta hug þinn, afstöðu og gjörðir.

Trú er hugtak sem táknar hugsun sem þú átt erfitt með að útskýra, erfitt með að sanna, en hefur þó meðtekið yfir allan vafa og bæði stjórnar lífi þínu og hvernig sköpunarkraftur sálar þinnar tekur höndum saman við sama kraft annarra til að skapa þann ytri heim sem þú býrð í.

Er rangt að stela? Er rangt að ljúga? Er rétt að kjósa? Er rangt að særa aðra? Svona má halda lengi áfram; er óhjákvæmilegt að sniðganga skatta valdboðunar?

 

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.