Plöntugull er dulið þeim sem það stjórnar

Vissir þú að hér áður fyrr var megnið af Heróíni heimsins framleitt úr Ópíum frá Afganistan? Vissir þú að Talíbanar bönnuðu framleiðslu á Ópíumi og framfylgdu því?

img-coll-0183Vissir þú að Ópíumframleiðsla og Heróínsala er milljarða viðskipi og er komin aftur í gang? Er þetta lykt af samsæri? Sumir segja það en ég ætla að trúa Mogganum og Kastljósi um þetta enn um sinn.

Læt hér inn til gamans tengil yfir á Wikipedia um Opium framleiðslu og annan tengil í graf sem sýnir að Ópíum framleiðsla hvarf á einu ári, skömmu fyrir innrás Vesturheimshrepps í Afganistan.

Tökum snúning á að þetta sé samsæri en stækkum þá sjóndeildina. Fyrst mæli ég með athugun á hempsteadprojectheart.com um Hamp sem á ensku nefnist Hemp. Einnig bendi ég á Hempcar verkefnið sem er verulega áhugavert.

Á öllum þessum tenglum – hvort sem þeir eru lesnir gjörsamlega eða bara stiklað á stóru – birtist ein samstæð mynd séu punktarnir raktir saman. Bætum þá við lyfjasamsteypunum sem fjölmiðlar benda þér sjaldan á.

Samkvæmt Encyclopedia Britannica fæddust öll þessi fyrirtæki á síðari hluta nítjándu aldar og margir hafa rakið fæðingu þeirra og fjármögnun til John D. Rockefeller. Margir halda að hann hafi einungis verið olíukóngur en það er ofureinföldun.

Ég hef áður skrifað grein á logostal.com þar sem ég held því fram að Spænska veikin hafi ekki aðeins verið skæður faraldur heldur beinlínis verið afleiðing af slæmu bóluefni sem gefið var hermönnum undir því yfirskyni að verja þá farsóttum í skotgröfum.

Hér má skjóta inn áhuga fólks á skynjunarlyfjum s.s. áróðri Terence McKenna og einnig að Mýtusaga heimsins er stútfull af notkun plöntu afurða á borð við Ópíum, Meskalín, Kannabis, Alkóhól og Lótusblómum.

Leggjum nú saman punktana sem gefnir eru í skyn hér bæði í máli og tenglum:

Fólk er sjúkt í efni og lyf sem hafa áhrif á heilsu þess eða skynjun. Þá treystir fólk í blindni hinu faglega orðagjálfri sem segir því að treysta þeim sem gefa því slík efni, svo fremi að þau komi frá löggjafanum.

Ef farið er ofan í saumana á þessum punktum þá sjáum við mynd sem hvergi er útskýrð. Öll lyf eiga uppruna sinn í náttúrulegum jurtum en þér hefur verið bannað að sækja í þessar jurtir og þau gerð ólögleg – undir því yfirskyni að það sé þér fyrir bestu.

Á sama tíma er skuggahlið stórfyrirtækja og herir ásamt lögreglu lögjafans – valdhafa sem þú hefur samþykkt meðvitað sem ómeðvitað – að nota sömu efni og gefa þér gegn gjaldi. Ég er viljandi að gefa meira í skyn og útskýra minna – því engin þekking og enginn skilningur getur verið neins virði án sjálfmenntunar.

Rétt eins og með Hampolíu og Repjulíu; þú getur sett hana beint á Díselbílinn þinn og hægt er að rækta hamp og repju hvar sem er – eða því sem næst – en ef þú gerðir það færi Olíumafían á hausinn.

Hve margir vita að Rockefeller mafían er bæði á bak við Olíumafíuna og Lyfjamafíuna? Hve margir vita að J. P. Morgan fjármagnaði hann og að annað Rnafn fjármagnaði Morgan?

Prófaðu að tengja punktana og mála með því mynd af heiminum. Gáðu eftir því sem ekki er sagt og kafaðu því næst dýpra, farðu niðurfyrir glópagullið.

 

 

 

This entry was posted in Samsæriskenningar and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.