Egó er atóm í sameind rotnandi heims

Samfélag án innihalds veit ekki hvaðan það kemur, hvar það er, hvert það stefnir, né heldur hvers vegna. Það hefur enga getu til að skapa sér ríkan tilgang og ef það reynir það mun það valda meiri skaða en venjulega.

Nóg er hve miklum skaða það veldur venjulega.

Sem betur fer eru atóm slíks samfélags á sama róli nema dreift skipulega um greinar trésins, upptekin við að rífast um hver sé á bestu greininni og þeir fáu sem sjá tréð eru skrýtnu atómin sem sjá hvernig hin gætu myndað heilbrigðar sameindir.

Vaknandi egó hristast venjulega úr trénu og fara að spásséra eftir það á milli trjánna. Með tímanum komast þeir út úr skóginum og byrja að sjá; en enginn veit hvað þeir sjá því þeir hvorki eru skildir af atómum né vilja þeir koma aftur inn í skóginn.

Í veröld án innihalds sem sannfærir sjálfa sig um greind sína með yfirgnæfandi orðagjálfri má er jafn rík að innsæi eins og væru meginmiðlar og menntunarelíta send til tunglsins til að grafa eftir gulli hins tvívíða og mælanlega veruleika.

Samtímamenning er ekki bara háð skyndibitafæði, pakkamat og verksmiðjufóðri; heldur á hið sama við um andlega næringu. Eðli næringar sem ekki er lifandi birtist best á því að þú nærist ekki og þarft því sífellt að bæta á þig bita, hvort heldur líkamlega eða andlega.

Sönn næring er staðgóð og ef þú nærist andlega af staðgóðu fóðri þá styrkist þú og vex. Svo hvernig veistu ef þú hefur fundið staðgóða andlega næringu?

Mesti spámaður eingyðistrúarinnar, Jósúa Maríuson, útskýrði þetta betur en ég með eftirfarandi setningu. „Það sem mengar manninn, er ekki það sem fer inn um varirnar heldur út af þeim.“

 

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.