Tag Archives: Hjólfar hugans
Hryðjuverk hugans
Fyrir hálfum þriðja áratug var ég meðlimur í trúfélagi sem lagði stund á hryðjuverk. Mestur hluti þeirrar starfsemi var fólginn í því að banka á dyr hjá fólki og bjóða saklausum fórnarlömbum uppá samræður um Biblíuna. Þeim sem létu fanga sig, var boðið uppá Biblíunám. Eins og allir vita þá eru trúarbrögðin talin í okkar samfélagi uppspretta illsku, heilaþvottar, styrjalda og alls kyns forpokunar á borð við að bæla frjálsa … Lesa meira
Ímyndir og hlutverkaleikir
Ferli hins jákvæða vilja byggist umfram allt á tvennu. Annað er að ekki þurfi að muna langar og flóknar útskýringar frá einhverjum mislukkuðum gúrú eða uppskriftir í mörgum skrefum, heldur sé skrefið aðeins eitt. Hitt er að endurvirkja sinn eigin sköpunarkraft. Hluti þeirra aðferða sem Ferlið notar til að hjálpa manni að finna þennan kraft, verða hvati til umbreytingar frá kvalafullu lífi til sjálfskrafts og sköpunar. Þær byggjast á að … Lesa meira
Af vændi og nöfnum
Þegar elítan ræðir um vændi notar hún aldrei nafngiftina „Íslenskar hórur“ og hún forðast af alefli að skilgreina „Leyndardóminn um vændi.“ Í umræðunni (eða spunanum) þykir vill tvennt gleymast: Annars vegar hvar séu mörk þess að Valdstjórnin eigi að hafa algjört vald yfir persónu þinni og líkama? Hins vegar hvers vegna Valdstjórnin hefur nú þegar eignarhald á nafngift þinni? Þá mætti spyrja sig hvort kennitala og varnarþing Valdstjórnar sé skilgreint í Stjórnarskrá … Lesa meira
Þjóðfélag í hrunadans skoðanahórunnar
Fjölmiðlar voru stofnaðir í kringum 1605 og hafa síðan verið uppsprétta frétta, tilkynninga, auglýsinga, lesendabréfa, útskýringa og allt. Þeir sjálfir ásamt afþreyingar iðnaði – sem oft er í eigum sömu aðila ef klifrað er upp í pýramídann – viðhalda þeirri hugljúfu dáleiðslu að þeim sé treystandi og segi satt frá. Eitt áhrifamesta dæmið er Watergate spuninn þar sem tveir [rannsóknar]blaðamenn áttu að hafa flett ofan af spillingu hjá Ríkharði Njálgssyni. … Lesa meira
Egó er atóm í sameind rotnandi heims
Samfélag án innihalds veit ekki hvaðan það kemur, hvar það er, hvert það stefnir, né heldur hvers vegna. Það hefur enga getu til að skapa sér ríkan tilgang og ef það reynir það mun það valda meiri skaða en venjulega. Nóg er hve miklum skaða það veldur venjulega. Sem betur fer eru atóm slíks samfélags á sama róli nema dreift skipulega um greinar trésins, upptekin við að rífast um hver … Lesa meira
Alheimur er mældur með ljósi sem gæti blekkt hugann
Fyrir aðeins fjórum öldum vorum við að byrja að skilja að jörðin snýst í kringum sólina. Við erum alin upp við að það sé staðreynd og að það hljóti að vera augljóst. Ef við hins vegar leggðumst út undir beran stjörnuhiminn þá er það engan veginn augljóst. Til að sjá það þarf maður að eyða nótt eftir nótt úti að horfa, skrásetja, miða út, reikna út, og horfa betur. Ekki … Lesa meira
Tjáningarfrelsi og rannsóknarréttur múgsefjunar
Það sem er áhugavert varðandi lokun léns IS-samtakanna er þetta: Fjöldi fólks, þar á meðal fólk sem annars eru ötulir verjendur tjáningarfrelsis, hefur talað eins og það sé ekki bara sjálfsagt mál, heldur nauðsynlegt að loka svona vefsíðum. Ekki hefur hins vegar útskýrt með skýrum hætti hvaða lög eiga að hafa verið brotin með þessari vefsíðu. Aðeins hefur verið bent á grein í Almennum hegningarlögum að refsivert sé hér á … Lesa meira
Afstaða sannleikans
Eins og allir vita bjó Gandhi og starfaði í Suður Afríku árin 1893 til 1914 er hann samþykkti að flytja til Indlands þar sem hann hélt áfram baráttu sinni fyrir „afstöðu sannleikans“ sem hann nefndi á Indversku Sathyagraha. Það kann að bera í bakkafullan lækinn að nota tækifærið og segja fáein orð um þessa kraftmiklu afstöðu í dag, í minningu stórmennisins Nelson Mandela. Mér þykir þó upp á Íslensku, að … Lesa meira
Út fyrir garðshliðið
Í dag var ég eitthvað orkulítill og ekkert alltof jákvæður (já það gerist). Ég þurfti að sinna pappírsvinnu á bæjarskrifstofunni og ákvað að fara þangað fótgangandi. Það er jú hressandi „daufum huga“ að ganga daglega? Eftir að hafa viðrað hundana og fengið mér kaffi skellti ég mér af stað í bæinn. Ég þurfti ekki að fara víða en kom við á ýmsum stöðum auk bæjarskrifstofanna, bæði á leiðinni í bæinn … Lesa meira
Krabbamein hugans
Eftirfarandi er úr „Veikleiki verður að styrk“ úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“ … Ég hef fundið í fáeina daga að ég hef verið daufur í dálkinn. Þó er daufur í dálkinnkannski ekki réttnefni. Segjum frekar orkulítill og magnlaus. Meiri áhugi á að spila leiki frekar en starfa og fundið fyrir kvíða og hjartslætti. Ekki beinlínis verið þunglyndur en haft minni trú á sjálfan mig og verið vondaufur. Ekki haft sterka trú … Lesa meira
Hið einfalda viðhorf
Ferli hins jákvæða vilja er einfalt viðhorf til lífsins: Að áhyggjur, þunglyndi, þróttleysi og vanlíðan sé ávallt spurning um viðhorf. Að vera háður neikvæðri hugsun og vanlíðan er ávallt erfitt. Hið síðara er ekki alltaf augljóst þar sem um hugsun er að ræða og við erum ekki vön að gagnrýna hugsun okkar. Hið síðara er ávallt augljóst því tilfinningar stjórna allri okkar líðan og við erum háð líðan. Oft fer … Lesa meira
Fangelsi hjartans og Hjólfar hugans
Frelsi er eitthvað sem við öll elskum. Frelsi til að ferðast, frelsi til að trúa, frelsi til að kjósa, frelsi til að eiga okkar eigið. Við viljum vera frjáls og við viljum ekki láta hefta okkur í neinu. Við þolum ekki þegar aðrir binda okkur á klafa og þrengja að okkur. Við þolum ekki þegar við erum blekkt til að veita málstað brautargengi í stjórnmálum og vera lítilsvirt með sviknum … Lesa meira
Að kynnast sjálfum sér
Fyrst þegar ég heyrði þetta sagt – þú þarft að kynnast sjálfum þér – fannst mér það asnalegt. Hreinlega fáránlegt. Því ég þekki sjálfan mig. Ég veit hvernig ég vil hafa morgunkaffið mitt, hvað mér finnst gott í matinn, hvernig sjónvarpsefni ég horfi á og hvaða skoðanir ég hef. Hananú. Ég hlustaði þó á manninn og hann útskýrði fyrir mér að þú getur ekki þekkt aðra fyrr en þú þekkir … Lesa meira
Þunglynda sjónvarpið
Fólk sem upplifir þunglyndi sýnir einkenni þreytu, skorts á ímyndunarafli og minnkaða lífsgleði. Sést hefur að fólk sem horfir daglega á sjónvarp sýnir svipuð einkenni. Nýlega kom í ljós að sé sjónvarp og tölva tekin frá krónískum þunglyndissjúklingum, læknast 40% þeirra á tveim mánuðum. Sumt fólk hefur áhyggjur af að alls kyns rafbylgjur, frá símum, raftækjum, háspennulínum og fleiri galdraverkum, hafi áhrif á huga okkar. Jafnvel ELF bylgjur sem eru … Lesa meira