Ferli hins jákvæða vilja er einfalt viðhorf til lífsins: Að áhyggjur, þunglyndi, þróttleysi og vanlíðan sé ávallt spurning um viðhorf.
Að vera háður neikvæðri hugsun og vanlíðan er ávallt erfitt. Hið síðara er ekki alltaf augljóst þar sem um hugsun er að ræða og við erum ekki vön að gagnrýna hugsun okkar. Hið síðara er ávallt augljóst því tilfinningar stjórna allri okkar líðan og við erum háð líðan.
Oft fer það framhjá okkur að líðan og hugsun eru nátengdar. Við erum svo vön að arka í gegnum daginn án þess að gefa því gaum hvað við hugsum. Enda notum við hugsun okkar til að glíma við dagsins önn.
Við áttum okkur sjaldnar á því að hægt er að stjórna líðan og tilfinningum, sérstaklega því við erum vön því að líðan stjórni okkur.
Ferlið er því einföld aðferð til að tengja þetta tvennt og ná á því stjórn … meira um þetta síðar.