Hvað virkar

Þegar ég fór fyrst til sálfræðings var ég að flýja sársauka, eða bara vanlíðan. Ég var þá ungur maður, um það bil þrátíu og fimm ára gamall, og blessunarlega vel makaður í sambúð.

Svo liðu fjögur ár og ég lærði margt, bæði um mig og aðra. Eitt af því fyrsta sem ég rakst á var að fólk heyrir ekki það sem sagt er við það. Ótrúlegt ekki satt?

Þegar einhver segir eitthvað við þig, þá heyrir þú orðin, en ekki merkingu þeirra. Því orðin, og setningarnar, sem berast þér skiljast með síum. Þú skilur merkingu orða í samhengi við orð sem þú hefur áður heyrt.

Þegar þú heyrir setningu á borð við “förum í bíó” þá heyrðirðu það í samhengi við þær aðstæður sem þú varst í þegar þú heyrðir það fyrst, eða við aðrar eftirminnilegar aðstæður. Þannig upplifir þú setninguna í samhengi við sömu tilfinningar og þá voru!

Ef setningin “förum í bíó” vekur tilfinningaleg viðbrögð sem þú hefur ekki unnið úr, og þar með skilið til fulls, þá stendur sú setning upp úr eftirfarandi klausu:

“Þar sem við erum svo góð saman, og gengur vel að ræða um heima og geyma, hvernig væri þá að víkka út hringinn okkar? Förum í bíó, og sjáum eitthvað nýtt, eitthvað sem kannski færir okkur nær hvort öðru.”

Hætta er á því, ef “förum í bíó” vekur sterk tilfinningaviðbrögð – til góðs eða vonds – að þú heyrir ekki hinar: “svo góð saman”, “hringinn okkar”, “eitthvað nýtt” eða “nær hvort öðru”. Manneskjan sem vakti samræðuna gæti lent í því að fá hjá þér dræm viðbrögð eða misskilin, og ástæðan sjálf farið fyrir ofan garð og neðan.

Dæmið hér er dálítið klént og mjög víðtækt. Ég sjálfur hef lært merkingarfræði og nota orð mín mjög hnitmiðað. Ítrekað hef ég lent í, og jafnvel hjá sálfræðingnum (sem er sérhæfður í merkingarfræði sálartjáninga) að merking skilst sjaldnast til fulls og innihaldsríkar samræður eru sjaldgæfar.

Ef eitthvað er þá hef ég lært að viðmælandi sem samsinnir helmingi orða minna, en gefur ekki til baka áhugaverð svör, hefur aðeins skilið þriðjung þess sem ég sagði. Jafnvel meðal lögfræðinga – sem eru sérhæfðir málafærslumenn í merkingarfræði og rökum – er best að segja minna, og fylgjast með hvað skilið sé.

Hvað myndir þú gera ef þú værir eina veran meðal Sjimpansa? Myndirðu ræða við þá um Guðfræðilegan skilning á heilagri þrenningu í afstöðu gegn Sóraster? Eitthvað sem allir kristnir menn lærðu fyrir fermingu.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.