Tag Archives: Sálfræði

Af Kverúlöntum og Trúskiptingum

tviburar

Ég sá nýlega einhvern íslenskan ofurkverúlant slengja fram orðinu „Trúskiptingur“ í deilumáli á FB. Kverúlantinn er fulltrúi trúarbragða-stríðsins gegn Íslam og sá sem fékk í sig skyrið er fulltrúi hófsemi og yfirvegunar. Hafði ég gaman af þessu orði, því frá mínum bæjardyrum merkir orðið Trúskiptingur eftirfarandi: Einstaklingur sem vaknað hefur frá þeirri dáleiðslu sem hann var alinn upp í eða heilaþveginn til að trúa og hefur valið sér nýja. Þar af … Lesa meira


Þegar hugmynd er trúað þá stjórnar hún huganum

img-coll-0202

Eitt af því sem við erum ekki alin upp við, það er að spyrja spurninga. Þvert á móti erum við vanin við að fá svörin og að við séum skrýtin ef við spyrjum spurninga. Með hverjum áratugnum þrengist svo ramminn um hvaða spurningar séu innan ramma og hverjar séu utan. Ég hef oft bent á að öll mannleg meðtekning (Perception) sé háð trú og að ómeðvituð trú okkar á veröldina skapi … Lesa meira


Veikur er verndaður maður

img-coll-0425

Ég skammast mín pínkupons fyrir það sem ég ætla að skrifa en hugsunin vaknaði og mér finnst hún eiga rétt à að vera skoðuð. Það ríkti hér áður sú hefð og að miklu leyti ríkir hún enn, að einkalíf fólks í sviðsljósinu var látið vera. Þetta fólk gat verslað óáreitt svo dæmi sé tekið og reynt var að sneiða hjá því að kasta skyri í persónur þó fólk væri ósammála. … Lesa meira


Brjóst eru bæði gleðigjafi og næring

img-coll-0197

Þegar maður er krakki er móðurbrjóstið bara búnga framan á mömmu. Þegar farið er í sund á þeim árum með mömmu sinni er tekið eftir hversu misjöfn þau eru. Til að lýsa því nánar þyrfti að rýna í þrjúþúsund milljón pör. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá herferðina um frjálsar geirvörtur var Einhver flaug yfir Gaukshreiðrið eða eins og vísdóms maður kenndi mér þegar ég var unglingur; … Lesa meira


Virk samskipti við fólk eða tvívíða merkimiða

gudjon-img--0308

Áðan tók ég rútu í fyrsta sinn í tólf ár. Það var alveg eins og í fyrsa skipti og dálítið gaman að fylgjast með fólkinu raða sér um borð. Þar sem ég sat gat ég horft á fólk rétt áður en það kæmi um borð. Fyrir utan innganginn var par í faðmlögum og átti greinilega erfitt með að skiljast að. Hugurinn hvarflaði til þeirra skipta í fortíðinni sem ég hafði … Lesa meira


Kraftur hinnar fönguðu sálar

img-coll-0237

Til þess að fatta hvers virði þú ert, þarftu fyrst að henda verðgildi sjálfs þín og verða einskis virði. „Ég er ekkert, Guð er allt“ eða „ég er ekkert, lífið er allt.“ Fer eftir trúarlegri heimsmynd þinni. Heilinn í þér er lífrænt reikniverk, og það er vissulega rétt sem margir hafa bent á, að hann er líkari útvarpsmóttakara en framleiðanda. Hann vinnur úr upplýsingum sem hann fær. Hinn mannlegi einstaklingur … Lesa meira


Afleiðingar kynferðisofbeldis gætu hjaðnað

img-coll-0122

Ég sat fyrir framan sálfræðinginn og gapti. Hann horfði á móti og leyfði mér að vinna úr því sem hann hafði sagt. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann kom mér á óvart enda í fimmta sinn sem ég sat í stólnum hjá honum, og ekki hið síðasta. Í fyrstu heimsókn minni hafði hann sagt mér hluti um sálarlíf sem staðfesti fyrir mér að ég þyrfti fleiri heimsóknir. Ég … Lesa meira


Hvað virkar

img-coll-0205

Þegar ég fór fyrst til sálfræðings var ég að flýja sársauka, eða bara vanlíðan. Ég var þá ungur maður, um það bil þrátíu og fimm ára gamall, og blessunarlega vel makaður í sambúð. Svo liðu fjögur ár og ég lærði margt, bæði um mig og aðra. Eitt af því fyrsta sem ég rakst á var að fólk heyrir ekki það sem sagt er við það. Ótrúlegt ekki satt? Þegar einhver … Lesa meira