Þegar hugmynd er trúað þá stjórnar hún huganum

Eitt af því sem við erum ekki alin upp við, það er að spyrja spurninga. Þvert á móti erum við vanin við að fá svörin og að við séum skrýtin ef við spyrjum spurninga.

img-coll-0202Með hverjum áratugnum þrengist svo ramminn um hvaða spurningar séu innan ramma og hverjar séu utan.

Ég hef oft bent á að öll mannleg meðtekning (Perception) sé háð trú og að ómeðvituð trú okkar á veröldina skapi hana.

Einnig vek ég athygli á því að hugtakið trú táknar „sannfæringu um það sem eigi er auðið að sjá.“

Það liggur því í hlutarins eðli að Trú er sannfæring um hugmynd eða hugsun sem ekki liggur í augum upp eða er ekki auðveldlega mæld. Skiptir þar engu hvort við trúum að Guð sé til eða hvort við trúum að kisan okkar elski okkur eða hvort við trúum að Einstein hafi reiknað rétt.

Rétt eins og við trúum að bóluefni varni ókenndum smitsjúkdómum þegar við ferðumst til þriðja heimsins og við trúum að úti sé níu gráðu hiti, þá vitum við ekki hvað er í bóluefninu, við vitum ekki hvað veldur smitsjúkdómum í þriðja heiminum og við vitum ekki hvers vegna fjöður eða kvikasilfur mælir hitann úti né heldur hver ákvarðaði kvarðann.

Við trúum því sem okkur er kennt að treysta á og það er ekki svo auðið að sjá hvort þeir lugu eða skrumskældu eða sögðu satt. Við venjumst því hins vegar hvaða tilfinning það er að fara út með húfu og vettlinga þegar mælirinn segir níu gráðu hiti.

En sé norðan rok, þá viljum við bæta lopapeysunni við, þó sagði mælirinn ekkert um það og við höfum vanist því að hugsa ekki út í að mælirinn segir ekki alla söguna.

Taka mætti fjölmörg önnur, og hugsanlega einfaldari dæmi, en ég held að liggi í augum uppi hvað ég meina þegar ég nota orðið trú. Þó langar mig að útskýra hvers vegna ég legg svo mjög upp úr því að fólk sjái að öll okkar heimsmynd, frá hinu smæsta til hins stærsta, er grundvölluð á þessu hugtaki og eðli þess.

Ef við byggjum í ríki þar sem aðeins ein trúarbrögð væru viðurkennd, þá myndum við sjálfkrafa vera alin upp innan þess hugmynda- og regluverks sem viðkomandi trúarbrögð grundvölluðust á. Smám saman myndi öll okkar heimsmynd takmarkast af þeirri heimsmynd sem þar væri kennd.

Ef við síðan efuðumst um þau gildi eða þau sannleiksgrjót sem þar væru hlaðin upp, væri góðlátlega gert gys að okkur eða veist að okkur með háðgslósum og jafnvel reiði. Ef við þráuðumst við og færum að sækja í kennslu annarra sem brotist hafa út fyrir rammann yrðum við fyrir breiðsíðu háðsglósa og reiðigjósturs úr mörgum áttum, og helst þögguð (eða jöðruð).

Ef við myndum enn þráast við að fara út fyrir rammann og í þetta sinn nota okkar eigin rök, okkar eigin sannfæringu, auk þeirra raka og þekkingar sem við öflum okkur annars staðar frá, yrðum við ofsótt af því regluverki – eða forkólfum þess – sem ræður ríkjum innan trúarkerfisins.

Hið sama eðli á við í öllum greinum nútímalífs, óháð þekkingu og rökvísi þeirra. Best er að vísa til þeirra sem efast um – eða afneita – helförinni. Einnig má vísa ti þeirra sem voga sér að andmæla femínisma eða bólusetningum og öðrum læknisfræðum og þannig mætti lengi telja.

Hvert sem litið er, sjáum við skilgreind hugarkerfi sem byggt hafa upp regluverk hugsana og hugmynda sem tekin eru fram yfir allan vafa, og oftast nær fylgt í blindni. Mörg þeirra virka vísindaleg því þau eru hjúpuð í þannig búning, en sé grúskað ofan í kjöl þeirra kemur í ljós að þau öll byggjast á ætlunum (Assumption) en ekki ályktunum (Deduction).

Hver voru aftur rökin fyrir Kenntölu og Íslandslykli? Eru aðrar þjóðir með svona kerfi eða erum við tilraunaþjóð alþjóðaelítunnar?

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.