Ég hef sagt ákveðinn grunnboðskap nokkuð oft, stundum upphátt svo einhver heyri og stundum í rituðu máli í von um að einhver lesi, oftar þó gefið í skyn.
Ósjaldan fæ ég á tilfinninguna að fáir fatti merkinguna, aðallega vegna viðbragðanna, svo mér hættir til endurtekningar. Þegar ég var kennari á tölvunámskeiðum byrjaði ég oft fyrsta tímann á „hæ ég er Gaui, ég endurtek mig aldrei.“
Ég þurfti fyrir vikið að endurtaka mig sjaldnar en aðrir kennarar.
Ég er hins vegar ekki í skólastofu að spara mér sporin, né heldur er hægt á Netinu eða við kaffiborðið að koma sífellt nakinn fram svo fólk veiti orðunum athygli. Auk þess er ekki nóg að heyra orðin, þau þurfa líka að meitla grjótið.
Það sem ég er iðinn við að benda á, og þykir erfitt að koma frá mér þannig að það skiljist, er í mínum huga verulega einfalt. Álíka og legókubbar; þú byrjar á einum og endar með Lególand:
Það skiptir engu máli þó þú berjist við dómstóla um gjaldeyrislánin eða um verðtryggingu. Það skiptir nákvæmlega engu hvaða fjölfasistaflokk þú kýst á Ríkisþingið. Það er út í hött að ræða Lekamálin, Víglundarmálin, Bankamálin, Lífeyrissjóðsmálin, yfirlýsingar Snorra eða skrípóið hans Gylfa, eða Verkalýðsbaráttuna, Launakjörin, Embættaveitingar eða nokkur annan þann spunaþvætting sem blessaður landinn – þú og hinir – er svo upptekinn af hverju sinni.
Stundum er sagt að enginn sé munur á kúk og skít, en það er rangt.
Ef þú borðar mikið af amerísku morgunseríal kúkarðu litdaufu og frekar blautu. Ef þú borðar mikið af unnum kolvetnum er það ómýkra límkenndara og þú þarft að lesa meðan það mjakar sér út. Ef þú ferð á trefjaríkt á borð við kjöt þá er það ofurmjúkt fyrstu tvær vikurnar (meðan þarmarnir hreinsa sig) og verður smámsaman harðara.
Ef þú borðar rétt er drellirinn svo heilbrigður að þú þarft varla að skeina þig og getur sparað pappírinn og farið að nota sértýnda steina eins og langamma notaði.
Lengi mætti áfram telja og ekki væri úr vegi að minnast á hvað þú drekkur með. Sem er svipað og umræðan um öll framangreind málefni. Rétt eins og ég hef marglýst, þá er stjórnkerfi elítunnar marghöfða skrímsli, svipuð og skrímslið í einum af þrautum Herkúlesar.
Jafnóðum og hann hjó í einn hausinn þá spruttu fram tveir í staðinn. Sumar útgáfur mýtunnar segja að hann hafi þurft hjálpara til að finna rétta hausinn til að drepa skrímslið aðrir segja (og það er mín uppáhalds) að hann hafi þurft að stinga spjóti í hjartað á því.
Það sem er dálítið merkilegt við þessa samlíkingu, auk þess að hún er rétt þó hún sé mýta, og minnir á hvernig mýtur voru notaðar til að koma þekkingu og skilningi á milli kynslóða fyrir daga Gutenbergs; er að nútímahugurinn er of steinrunninn til að túlka líkinguna. Þar sem þetta er mýta, þá er þetta Disney, þar með ævintýri á borð við Jólasveinana.
Rétt eins og með margt sem við Þjóðveldisfólk rekumst á þegar fólk er að byrja að setja sig inn í okkar ofureinfalda málstað; þar sem málefnið og undirstaða þess er ekki á borðum fjölmiðla og deildra vefsíðna, þá er það mýtuþvættingur og ekki þess virði að vera hugsað um.
Þetta er þó ekki algilt því til eru þjóðveldismenn – og ein trukkalesbía* – sem náðu þessu eins og að drekka vatn.
Öll málefni eru hausar á skrímslinu og öll eru þau blásin upp í fjölmiðlum með fyrirsögnum og öðrum hætti, beinlínis til að rugla þig í ríminu. Meðan þú ert ekki að lesa stjórnarskrá Lýgveldisins, meðan þú ert ekki að stofna Lýðræðissamræðu (frumforsenda héraðsþinga) og meðan þú ert ekki að fá fleiri til að vera með í samræðunni** þá færðu ekki breytingu á skrímslinu.
Því hjarta skrímslisins er trú þín á tilvist þess og viðurkenning þín á rétti þess til að ráða yfir þér. Réttur sem er hvergi skilgreindur og hvergi ræddur og öll dáleiðslan, og skólamenntunin, snýst um að beina hugarsjónum þínum annað.
Skrímslið þrífst á trú þinni og bindur þig við hausana. Þetta er ein af ástæðum þess að ég minni iðulega á að Forseti Íslenska Lýðveldisins ber ábyrgð á Hraunbæjarmorðinu. Það er skýrasta og besta brot Lýgveldisins á þeim sáttmála við þjóðina sem stjórnarskrá væri ef hún væri virkur samningur.
Hvað skilgreinir virkan samning á milli stjórnkerfis og þjóðar?
* Hún er hrikalega flott – gaman að sjá stráka með steingerða hugsun reyna við hana, á meðan allt í fari hennar öskrar „ég get náð kærustunni þinni.“
** Ekki var sagt „reyna að fá fleiri í hópinn“ né heldur „reyna að fá fólk á þitt mál.“