Að kenna er ekki hið sama og að mennta

Ég husa oft um menntun. Ég hef leitast við að mennta þessar litlu gráu síðan ég var polli og mér finnst það bæði gagnlegt og skemmtilegt, og oftast nær auðvelt.

img-coll-0263Sérstaklega hef ég áhuga á skapandi hugsun en ég veit ekki hvernig hún er skilgreind og ég er að átta mig á að það er af vilja sem meginstraumurinn hefur strokað slíka hugsun út, rétt eins og þú færð ekkert að vita um Skammtalýðræði sem notað var hérlendis í fjórar aldir.

Þó leiddist mér í skóla því mér fannst leiðinlegt að láta mata mig og ég var ekki týpan sem sat kyrr. Sumum finnst ég vera þolinmóður í dag, en það er svo sannarlega lært.

Ég starfaði við að miðla þekkingu í átta ár og mér fannst það oftast nær mjög skemmtilegt, en ég missti hæfileikann til þess á áttunda ári. Langt mál væri að útskýra það en Oscar Wilde útskýrði það fullkomlega með setningunni „what is worth learning, no man can teach.“

Því meira sem ég hugleiði menntun samtímans í Iðnveldagettóinu; því meira sé ég í gegnum vonskuna í slíku kerfi. Hvernig sem á það er litið, þegar Valdstjórn skilgreinir skyldunám og býður það frítt, og þú hvorki bjóðast aðrar leiðir né hefur leyfi til að þróa þær, og þegar meginstraumurinn sér bara 5 gráður í slíkri umræðu; þá er innprentun í gangi og einhver er að græða á þessari innprentun og það ert ekki ég eða þú.

Tökum einfalt dæmi um þetta.  Allt sem þú þarft að vita um Íslamska Terrorista samtímans; var lýst í kafla átta af „Public Opinion eftir Walter Lippmann, árið 1922.  Innprentunarmenntun hefur ekki sagt þér að þessi maður var til, né heldur hvernig hann fletti ofan af dáleiðslu fortíðar, samtíðar og spáði að minnsta kosti fyrir henni öld fram í tímann.

Bókin finnst opin almenningi  á Librevox, Project Gutenberg og á Youtube. Líklega mun ofkenndur skríllinn velja frekar sápuóperu næstu kvöld og fara snemma í ræktina og láta sprauta kvikasilfri í æðarnar, eða röfla yfir ónýtri ríkisstjórn, frekar en að leggja sig eftir þekkingu og skilningi.

Ég læt þetta þó fylgja, því aldrei er að vita nema einhver vakni til vitundar um að við erum dáleidd og alin upp við tvívíða heimssýn sem drepur náttúru okkar með vaxandi þunga og elur á forheimskun og tuði.

Þessar biturlegu fullyrðingar eru settar fram í góðri trú á þá sem fatta hvað átt er við og vakna þar með til viljans sem efast um eigin gildi eigin hugsunar og leitast við að brjótast út úr eigin hugarfjötrum.

Augljóst er að sýna fram á gildi þessara fullyrðinga, því ef menntakerfið hefði gefið fólki sýn og vilja, ásamt því að kenna því sjálfsmenntun og skapandi hugsun, þá væri umræðan í landinu ekki einskorðuð við gagnrýni á stjórnmálaelítuna heldur upptekin við að endurskapa gott samfélag.

Meðan menntun byggist á innrætingu og gildi þess að falla í fjöldann en er ekki byggð á sjálfstæðri og skapandi hugsun þá er menntun okkar sefjun og dáleiðsla. Skapandi hugsun fer út fyrir rammann og er t.d. óhrædd við að fara óhefðbundnar leiðir og jafnvel að rugga bát samfélagsviðhorfanna.

Sjálfstæð hugsun hins vegar eefast og leitar. Hún veit að enginn endanlegur sannleikur er til og hún veit að ein aðferð er ekki heilagri en önnur. Hún leitast við að brjóta eigin mörk og vinna nýjar hugarlendur.

Tökum dæmi af spurningunni: Hvernig veistu að úti er fimm stiga hiti á Celsíus? Jú, mælirinn segir það. Hvaðan kemur mælirinn, hvað er í honum, hver er kvarðinn sem hann mælir eftir? Hvers vegna ekki annar kvarði eða annað efni?

Hvað er Kvikasilfur hver var Celsíus, eða er það stofnun? Hvaða máli skiptir að spyrja svona spurninga, á maður að taka því sem búið er að hanna og byggja svo ofaná það eða eiga bara skilgreindar vísindastofnanir að byggja ofaná?

Hver var t.d. Linnæus og hvaða máli skiptir framlag hans til nútímavísinda?. Í öllum þessum spurningum er ein spurning falin. Því allir sem gefið hafa mannkyni framfaraspor þorðu að sigla fram af brún hinnar flötu jarðar.

Fólki hættir til að gleyma því að Kristófer þorði að fara með þrjú fullmönnuð skip beint fram af diskinum og að meginþorri fólks var jafn sannfærður um að hann væri stórhættulegur maður og innrættum Íslendingum þykir Andrew Wakefield vera fáviti.

Hvað eru margir sem vita hvernig Kristófer beitti skapandi hugsun úti á miðju hafi þegar skipverjar skipanna þriggja gerðu uppreisn og 90% manna hans ætlaði að drekkja honum og snúa við? Hann fór út fyrir rammann og þeir skiptu um skoðun.

Allir skipverjar Kristófers vissu að uppreisn um borð í skipi þess tíma var sama og dauðadómur fyrir skipverja. Þeir vildu þó frekar láta hengja suma úr eigin hópi en að allir sigldu fram af brúninni. Hinn innrætti hugur er ófær um að setja sig í þessi spor; því hann heldur að hnötturinn sé augljóst mál. Enda hefur hann ekki kannað sjálfur hvers vegna það sé augljóst mál.

Hvernig hveturðu til forvitni og hvernig styðurðu viðleitni til að leita svara? Og að lokum, getur verið að innrættur hugur láti að stjórn þeirra sem temja hann? Hver bjó til hitamælinn? Hvaðan fékk hann hugmyndina?

Ég man, að þegar ég var þrettán og fjórtán ára eyddi ég ómældum tíma í að grúska í leysigeislum. Tók brotinn spegil úr traktornum og reyndi mikið að vinna með hann í þessu ljósgrúski. Það var gaman og ég efaðist aldrei um að ég gæti búið til leysigeisla. Þetta var að sumri til en um veturinn var þessi trú min og tilraunagrúsk strokuð út.

Því meir sem ég hugsa um menntun, því meir sannfærist ég um að banna eigi alla kennslu og alla skóla. Með einni undantekningu; að á aldrinum átta til tólf ára megi barn sækja eina önn í lestri, skrift, og samlagningu.

Er einhver sem fattar rökin fyrir þessu?

Náttúran agar, annars dræpumst við, en ég hef fylgst með hvernig dýrin ala upp ungviði, og það er ekkert líkt blekkiheimi. Ungviði sem er alið upp á náttúrulegan máta öðlast forvitni, sjálfstraust og verkfæri. Verkfæri til að afla sér þekkingar. Forvitni hvetur til þekkingaröflunar. Sjálfstraust til að vinna úr báðu og byggja þannig á.

Nær allir forkólfar vaxtar í menningunni voru sjálfmenntaðir. Ég held að ef fólk þyrfti að berjast fyrir þessum þáttum þá væru þeir meira virði og menningin væri ekki tóm tunna sem hátt bylur í.

Ég sé ekki víða í samfélagi okkar að fólk hafi vald yfir sterkum gildum eða skapandi hugsun, en mikið af innantómu skoðanagjálfri, neikvæðum fordómum, og sveiflukennd skjögri.

Því miður, því það er ekki elítan sem á að skapa samfélag okkar heldur við sjálf, og ef við hefðum afstöðu og sterk gildi þá hlýddi elítan, og við værum að mennta börn okkar til að verða meiri en við sjálf en ekki heimtufrekir og ofdekraðir mannapar.

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.