Tag Archives: Þekking

Verkfræðin fjögur mörk, Mystíkin eitt

img-coll-0307

Stundum þegar lygasaga er sögð blasir við manni að að 22 punda laxinn var bara 11. Maður veit að gott fólk þarf að segja góðar sögur og engin væri sagan ef ekki væri salt í henni. Stundum er saga sögð til þess eins að breiða út mannorð þess sem segir og stundum endursögð af þeim sem líta á söguhetjuna sem sanna hetju og afbragð samtímamanna. Yfirleitt tökum við sögum sem … Lesa meira


Leitin að plagginu mikla, stjórnarskrá Lýðveldisins frá 1944

img-coll-0757

Veturinn 2014 til 2015 kom upp sú spurning í Djúpköfun hjá FrelsiTV hvort Stjórnarskrá Lýðveldisins Ísland frá 1944 væri til sem raunverulegt plagg eða ekki. Vaknaði sú samsæriskenning að plaggið væri skáldverk sem hentaði elítunni. Axel Pétur Axelsson setti sig í samband við þær stofnanir sem líklegastar væru til að varðveita skjalið og eftir nokkuð streð fékk hann ljósmyndir af skjalinu. Í kjölfarið ákvað ég að gera slíkt hið sama. … Lesa meira


Umræðan ytra og mystískur veruleiki

img-coll-0302

Ég þreytist seint á að vekja athygli á Chris Hedges. Af þeim sem vilja vekja „samræðu lýðræðis“ og hvetja fólk til að finna til eigin vægis er hann tvímælalaust einn sá færasti í málefnaflutningi. Afar virtur og viðurkenndur blaðamaður til langs tíma, vel menntaður og hugsandi. Ég er ekki nauðsynlega sammála öllu sem hann segir, enda skiptir það ekki öllu. Samræða lýðræðis snýst einmitt um að heyra hvað aðrir hafa … Lesa meira


Að kenna er ekki hið sama og að mennta

img-coll-0263

Ég husa oft um menntun. Ég hef leitast við að mennta þessar litlu gráu síðan ég var polli og mér finnst það bæði gagnlegt og skemmtilegt, og oftast nær auðvelt. Sérstaklega hef ég áhuga á skapandi hugsun en ég veit ekki hvernig hún er skilgreind og ég er að átta mig á að það er af vilja sem meginstraumurinn hefur strokað slíka hugsun út, rétt eins og þú færð ekkert … Lesa meira


Sannleikar elítunnar þyrla upp moldviðri hugans

img-coll-0222

Ástæðan fyrir því að almenningur trúir fjölmiðlum er tvíþætt. Fyrri þátturinn er sá að fjölmiðlar segja frá viðburðum og atvikum. Viðburður er sumsé eitthvað sem gerist en atvik er eitthvað sem einhver segir frá s.s. tilkynningar stjórnvalda og annarra. Síðari þátturinn eru amerískar bíómyndir um blaðamennsku sem hafa dáleitt almenning til að trúa á hinn baráttuglaða rannsóknarblaðamann og hugrekki hans til að fletta ofan af spillingu. Við sem köfum dýpra, … Lesa meira


Að mennta í hugsun eða kenna hugsunarhátt

img-coll-0079

Ég var alinn upp í menntakerfi sem gerði hiklaust grín að þeim nemendum sem hugsuðu út fyrir þann ramma sem meginstraumur hinna krakkanna og kennarans þóttu við hæfi. Þetta kerfi mældi gáfur nemenda sinna eftir minnisgetu sinni á prófum sem í raun mældu aðeins tvennt. Annars vegar hversu vel var tekið eftir í leiðinlegri og niðurdrepandi skólastofu þegar áhugaverðara var að horfa út um gluggann og láta sig dreyma um … Lesa meira


Blekkingin í París sjöunda janúar

img-coll-0167

Veröldin er á hvolfi út af morðum 12 einstaklinga og fáir virðast taka eftir að morðingjarnir voru greinilega vel þjálfaðir sérsveitarmenn og hegðuðu sér á allan hátt eins og fagmenn Þeir skutu vopnaða öryggisverði sem komu ekki einu skoti að til varnar, eftir að hafa hlaupið með látum upp þrjár hæðir í gegnum vandað öryggiskerfi. Einnig skutu þeir vopnaðan lögregluþjón úti á götu eins og ekkert væri og óku síðan … Lesa meira


Hin kristna menning tapaði sálu sinni og fangaði þína

img-coll-0256

Þegar fylgjendur Jósúa Maríusonar týndu lífi sínu fyrir trú sína þótti þeim það fagnaðarefni, enda hafði forsprakki þeirra sjálfur týnt lífi fyrir trú sína og þeir trúðu að sálarlíf sitt væri eilíft en egóið forgengilegt. Þegar Míþras dýrkandinn Konstantín keisari umbreytti Míþras trú sinni í ríkistrú og skipti um nafn á henni þá umbreyttist og útþynntist boðskapur spámannsins. Enda stendur boðskapur hans ekki fyrir það sem hin svonefnda Kaþólska Kirkja … Lesa meira


Foringi föllnu englanna fjötraður

img-coll-0484

Þegar ég var sex ára fékk ég mína fyrstu martröð. Hún var ljóslifandi draumur og ég mundi drauminn árum saman. Hann var svo skýr – og átti sér stað í götu í hverfinu heima – að ég eyddi talsverðum tíma næstu árin að ganga um hverfið til að finna götuna aftur en fann hana aldrei. Ég var alltaf sannfærður sem drengur að gatan væri til. Næstu tíu árin efaðist ég … Lesa meira


Hugleiðing um sjálfshvatningu þjóðar

img-coll-0273

Við vitum öll að það er margt að hér hjá okkur – og margt sem er súper gott. Þegar ég horfi á umræðuna – og samræðuna sem er minni en hún er til – þá leita ég sífellt að rótinni; hver er rót vandans. Þá hef ég engan áhuga á hvort það er í stjórnmálunum, bankakerfinu, smáiðnaðinum, menningu og listum, menntakerfinu eða annars staðar, heldur hver sé rótin undir öllu … Lesa meira


Skurðgoðadýrkun hefur lítinn styrk gegn hreinni trú

img-coll-0138

Níu milljónir kristinna manna – og kvenna – búa í Egyptalandi og aðal söfnuðurinn þar er jafnframt einn sá elsti í heimi. Hugsanlega sá elsti því Kristnir Egyptar telja að guðspjallamaðurinn Markús hafi stofnað söfnuð þar árið 40. Þegar Konstantin keisari reisti hina Kaþólsku skurðgoðakirkju sem síðar mótaði nær alla kristna söfnuði, þar á meðal hinn Íslenska voru valin og hreinrituðu fjögur rit sem sögðu frá spámanni Guðs að nafni … Lesa meira


Menntunar holan

img-coll-0015

Íslenska þjóðin býr að bestu menntun í heimi – eða svo er sagt. Þó kemur hún illa út úr samanburðar rannsóknum. Læsi virðist fara hnignandi og kerfið er talið dýrt, jafnvel óskilvirkt. Víða heyrast viðtöl við sérfræðinga með ýmsar skoðanir en flestir tala þeir mest um kannanir og stefnur. Minna bólar á einföldum úrræðum til úrbóta, eða betrumbóta. Minna ber á þeim röddum sem ræða um hvað rétt sé gert, … Lesa meira


Áttavillt hugsun í tölvuveröld nútímans

gudjon-img-0021

Árið 1993 kynntist ég tölvum og forritun í fyrsta sinn. Það ár hóf ég útgáfu tímarits um tölvur sem hét ET-blaðið og gaf það út til ársins 1997. Þetta var skemmtilegt tímabil sem kenndi mér margt. Þegar ég hóf útgáfuna voru margir í tölvu- og hugbúnaðar bransanum sem fullyrtu að slík útgáfa væri ekki framkvæmanleg hérlendis. Það hefði verið reynt margoft áður. Mér tókst þó að gefa út 13 tölublöð … Lesa meira


Flókin veröld

050720123133

Við lifum í veröld sem er bæði flókin og einföld. Það er auðvelt að finna sér vinnu ef þú ert tilbúinn að vinna í hverju sem er, en flókið ef þú gerir kröfur. Að sama skapi er einfalt að móta sér viðhorf til nútímans ef þú fylgir fréttum, en ef þú lest þér til og kynnir þár málin flækist myndin. Það er til hellingur af efni sem varpar hulunni af … Lesa meira


Nafn Guðs

img-coll-0052

Almennt heldur fólk að nafn guðs sé Drottinn, og að drottinn sé Jesú. Enn aðrir halda það sama en rita guð sem Guð. Svo er til fólk sem veit að í gamla testamenti var nafn Guðs ritað YHVH, sem sumir túlka sem Jahve en aðrir sem Jehóva. Vafalaust eru til aðrir framburðir. Sjálfur trúði ég þvi áratugum saman að þetta skipti öllu máli; að vita hið rétta nafn Guðs og … Lesa meira