Flókin veröld

Við lifum í veröld sem er bæði flókin og einföld. Það er auðvelt að finna sér vinnu ef þú ert tilbúinn að vinna í hverju sem er, en flókið ef þú gerir kröfur. Að sama skapi er einfalt að móta sér viðhorf til nútímans ef þú fylgir fréttum, en ef þú lest þér til og kynnir þár málin flækist myndin.

Það er til hellingur af efni sem varpar hulunni af heiminum og sýnir hann eins og hann er. Hins vegar erum við samfélag. Samfélag sem vill ekki flækjur undir yfirborðinu.

Hver vill vita bankar skálda peninga úr engu? Allir vita að ekkert verður til úr engu. Alveg sama hvað Jóhannes Björn segir í Falið vald, eða aðrir sérfræðingar. Sumt er of ótrúlegt til að vera satt? Einu sinni vissu allir að jörðin var flöt.

Hvað veistu

Allir vita að Hitler var brjálað illmenni sem slátraði Gyðingum sem væru þeir sauðfé. Vill einhver vita að Nasistar drápu að meðaltali 650.000 manns á ári, allan sinn valdatíma. Að Rússneskir Kommúnistar drápu að meðaltali 1.100.000. Við seldum síld til Rússlands og fengum oliu í staðinn. Hver vill vita að á valdatíma Maós í Kína voru enn fleiri drepnir.

Vill einhver vita það að Hitler var almennt mjög dáður af fólki víða í Evrópu bæði fyrir og í stríðinu? Hann átti gríðarmikið fylgi í Frakklandi, Belgíu, Ungverjalandi, Rúmeníu og víðar: Því hann sagði hluti, og gerði hluti sem almenningur vildi.

Vill einhver vita að gyðingahatur var landlægt í allri Evrópu frá miðöldum og til dagsins í dag. Vill einhver vita hvers vegna það er ekkert gyðingavandamál í Evrópu síðan 1945? Vð vitum að Hitler var brjálaður fjöldamorðingi, og það dugar.

Við erum fávitar, ég líka. Við erum hinn almenni maður sem lifum okkar daglega lífi byggðu á einföldum viðurkenndum staðreyndum, sem eru hafnar yfir allan vafa. Við hlúum að okkar fjölskyldu, vinnum fyrir peníngum, kaupum fyrir það bíla, hús og annað.

Um þessar mundir er í tísku að eiga stór gasgrill á svölunum. Í fyrra voru það tjaldvagnar, og 2007 voru það stórir jeppar.

Við eyðum ekki tíma og þægindum í að skyggnast á bak við tjöldin. Við erum hinn nútímalegi upplýsti maður, með sjónvarp, útvarp, trúfrelsi, kosningarétt, og allir kunna að lesa.

Stórt er spurt

Hefðir þú gerst gerst sjálfboðaliði hjá Kólumbusi til að sigla fram af brúninni? Hefðir þústaðið með Niels Bohr þegar hann reifst við Einstein um skammtakenninguna? Á þeim tíma vissu allir að Bohr var sérvitur maður með skrýtnar hugmyndir.

Hefðir þú staðið uppi í hárinu á Rannsóknarrétti Kaþólsku kirkjunnar og fylgt liði með Lúther? Hefðir þú barist í andspyrnuhreyfingu Frakka gegn Nasistum eða hjálpað Abraham Lincoln að afnema þrælahald?

Tókst þú afstöðu gegn útrásarvíkingum meðan þeir rændu þjóðina?

Þessi vefur er fyrir þá sem hugsa út fyrir rammann. Þá sem eru sáttir við þá staðreynd, að þeim er boðið í færri partý. Þessi vefur er helgaður fólki sem skyggnist á bak við tjöldin, og þorir að taka afstöðu.

 

*

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.