Skurðgoðadýrkun hefur lítinn styrk gegn hreinni trú

Níu milljónir kristinna manna – og kvenna – búa í Egyptalandi og aðal söfnuðurinn þar er jafnframt einn sá elsti í heimi. Hugsanlega sá elsti því Kristnir Egyptar telja að guðspjallamaðurinn Markús hafi stofnað söfnuð þar árið 40.

Þegar Konstantin keisari reisti hina Kaþólsku skurðgoðakirkju sem síðar mótaði nær alla kristna söfnuði, þar á meðal hinn Íslenska voru valin og hreinrituðu fjögur rit sem sögðu frá spámanni Guðs að nafni Jósúa.

Jesú er borið fram Jósúa á Arameísku sem var móðurmál hans og Yehoshua á Hebresku. Orðið kirkja merkir söfnuður á Grísku sem var fyrsta opinbera mál ritninganna. Á tíma Konstantíns var Gamla testamentið þegar til á Grísku og hafði verið um sinn.

Hin svonefnda Septuagint þýðing var um það bil þriggja alda gömul og var notuð þar til Vulgata þýðing hinnar heilögu Rómversk Kaþólsku kirkju á gamla testamentingu leit dagsins ljós.

Á sama tíma voru til fleiri rit sem sögðu frá einum magnaðasta af spámönnum Guðs, en aðeins fjögur þóknuðust því valdakerfi sem Konstantín kom á fót. Eitt þeirra, Tómasarguðspjall, var einmitt vinsælt í hinu Koptíska Egyptalandi.

Ekki skilja mig svo að hin Egypska kristni sé minna smituð af skurðgóðadýrkun en hin Kaþólska, því Konstantín réði því sem hann vildi í Egyptalandi á fjórðu öldinni. Það sést best á eftirfarandi.

Árin 40 til 400 var sú trú er postular – eða nánustu vinir – Jósua Jóseps og Maríusonar hrundu af stað – svo mögnuð í hjörtum og sálum fólks að það hikaði ekki við að láta fleygja sér fyrir ljón frekar en að láta af trú sinni.

Þær tvær aldir sem liðu frá Konstantín til Múhameðs breyttist þessi trú og þynntist. Þegar Múslímar höfðu hertekið Egyptaland veittu valdhafar skattaívilnanir til trúbræðra sinna – og systra – sem sigraði hið kristna Egyptaland á rúmlega öld, að mestu.

Höfum hér í huga að Múhameð tók það fram í Kóran sínum að hin nýji innblátur frá Guði væri einmitt vegna hinnar kristilegu skurðgoðadýrkunar. Hann tók skýrt fram að Jósúa sonur Maríu væri stórfenglegur spámaður Guðs og að hann hefði unnið hlutverk sitt fullkomlega.

Síðan bætir hann við að síðari tíma fylgjendur hans hafi mengað og breytt boðskap hans og breytt í skurðgoðadýrkun. Sem stenst sögurýni sem nær enginn yfirborðskristin nútímamanneskja nennir að setja sig inn í. Enda nóg að gera annað við sjónvarpsgláp, skemmtanalíf, bíóferðir og skvaldur á samfélagsmiðlum.

Dáleiðsla múgsins og tilbeiðsla hins sjálfkvæma egó er orðin yfirgnæfandi í hugum og hjörtum fólks. Fólk er jafnvel  hrætt við að játa trú, því svo margir prestar og predikarar trúarbragða hafa eyðilagt hana með forpúkun trúarbragðanna.

Að lokum vil ég minna á að ég er ekki Múslími þó ég viðurkenni Múhameð sem spámann Guðs. Ég viðurkenni einnig Abraham, Móse, Daníel, Zoroaster og fleiri. Ég stend utan trúarbragða og hef ger síðan ég var 23 ára gamall. Ég var niðurdýfingarskírður kristinn og stóð þannig mjög lengi.

Nýlega endurskírði ég sjálfan mig með niðurdýfingarskírn; ég játa trú á einn skapara Alheimsins og engan guð annan. Ég þjóna engu né engum öðrum en honum. Trú mín er frjáls og óháð kreddum, útskýringum, fræðum eða öðrum hugmyndakerfum manna. Hún tilheyrir mér og því persónulega sambandi sem ég rækta við Guð, minn andlega föður.

Ég set hér til gamans tengil í Wikipedia grein um kristna Egypta.

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.