Tag Archives: Kristin trú

Verkfræðin fjögur mörk, Mystíkin eitt

img-coll-0307

Stundum þegar lygasaga er sögð blasir við manni að að 22 punda laxinn var bara 11. Maður veit að gott fólk þarf að segja góðar sögur og engin væri sagan ef ekki væri salt í henni. Stundum er saga sögð til þess eins að breiða út mannorð þess sem segir og stundum endursögð af þeim sem líta á söguhetjuna sem sanna hetju og afbragð samtímamanna. Yfirleitt tökum við sögum sem … Lesa meira


Hin kristna menning tapaði sálu sinni og fangaði þína

img-coll-0256

Þegar fylgjendur Jósúa Maríusonar týndu lífi sínu fyrir trú sína þótti þeim það fagnaðarefni, enda hafði forsprakki þeirra sjálfur týnt lífi fyrir trú sína og þeir trúðu að sálarlíf sitt væri eilíft en egóið forgengilegt. Þegar Míþras dýrkandinn Konstantín keisari umbreytti Míþras trú sinni í ríkistrú og skipti um nafn á henni þá umbreyttist og útþynntist boðskapur spámannsins. Enda stendur boðskapur hans ekki fyrir það sem hin svonefnda Kaþólska Kirkja … Lesa meira


Heimsendir var daginn fyrir sjálfsmorð

img-coll-0292

Heimsendir hófst með iðnbyltingu og lauk með Tunglferðunum. Endirinn á heimsendi átti sér stað árin 1965 til 1975. Þessu spáðu Vottar Jehóva um árabil út frá Biblíu útreikningum. Þeir sjálfir misskildu hins vegar eðli, tilgang og framgang heimssendis eins og flestir Biblíu rýnendur. Með orðunum eðli, tilgang og framgang þá var átt við sýn. Þegar við lifum í persónulegri heimssýn en lítum á hinn ytri veruleika sem raunveruleika þá mun … Lesa meira


Foringi föllnu englanna fjötraður

img-coll-0484

Þegar ég var sex ára fékk ég mína fyrstu martröð. Hún var ljóslifandi draumur og ég mundi drauminn árum saman. Hann var svo skýr – og átti sér stað í götu í hverfinu heima – að ég eyddi talsverðum tíma næstu árin að ganga um hverfið til að finna götuna aftur en fann hana aldrei. Ég var alltaf sannfærður sem drengur að gatan væri til. Næstu tíu árin efaðist ég … Lesa meira


Þjófur kemur í hugarhöll eigandans

img-coll-0270

Endurkoma meistarans – ekki hans sjálfs sem einhvers konungs heldur í anda – gerðist fyrir fjórum áratugum og einu ári skemur. Undirbúningur þess hófst áratug fyrr og voru þá opnuð innsiglin sjö. Þessu var spáð fyrir tveim árþúsundum. Því var ennfremur spáð að endurkoman væri eins og þegar þjófur kemur inn í hús, sem hefur mun dýpri merkingu en fólk fær séð. Því það fyrsta sem þú hugsar er „ég … Lesa meira


Kreddan er útför hinnar lifandi trúar

img-coll-0208

Trú er í samtíma okkar jöðruð (marginalised). Manneskja sem er trúuð er séð sem þröngsýn og skammsýn sem lifi í takmörkuðum og gamaldags heimi. Hún hangi í tilbeiðslu á úrelta eða hálfúrelta hugmynd um yfirskilvitlega veru sem hafi dálítið öfgakenndar mannlegar tilfinningar á borð við litróf afbrýði og fyrirgefningar og margt þar á milli. Enn fremur er sýnin á gildi trúar orðin bjöguð, jafnvel af prestunum sjálfum. Kraftaverk fortíðar séu … Lesa meira


Skurðgoðadýrkun hefur lítinn styrk gegn hreinni trú

img-coll-0138

Níu milljónir kristinna manna – og kvenna – búa í Egyptalandi og aðal söfnuðurinn þar er jafnframt einn sá elsti í heimi. Hugsanlega sá elsti því Kristnir Egyptar telja að guðspjallamaðurinn Markús hafi stofnað söfnuð þar árið 40. Þegar Konstantin keisari reisti hina Kaþólsku skurðgoðakirkju sem síðar mótaði nær alla kristna söfnuði, þar á meðal hinn Íslenska voru valin og hreinrituðu fjögur rit sem sögðu frá spámanni Guðs að nafni … Lesa meira


Að játa Guð sannleikans í orði og æði

img-coll-0294

Fyrir um það bil sex þúsund árum var par sem gekk í gegnum hræðilega erfiðleika. Elsti sonur þeirra var drepinn af bróður sínum. Sagan nefnir það ekki en margt bendir til þess að þeir hafi verið tvíburar, í það minnsta var stutt á milli þeirra. Þetta var trúað fólk sem datt niður á þá hugmynd að ekki bæri að trúa því sama og flestir trúðu á því landsvæði þar sem … Lesa meira


Dómur krists

img-coll-1170

Guð einn veit, því ég tel það ekki, hversu marga ég hef hitt á ævinni sem vita hvað Guð er. Færri þeirra hafa þó sagt mér hver hann er, því fæstir þeirra ræða við hann. Þó hafa þau öll lesið um hann. Sérstaklega þykir mér áhugavert hversu mikið af yfirborðsfíflum þykjast vita hver vilji Guðs er, bara því þau hafa lesið hnausþykka bók sem þau telja að sé orð hans. … Lesa meira


Fjórir leyndardómar hins kristna heims

img-coll-0083

Orðatal er eina bókin um kristna trú sem útskýrir hvers vegna Djöfullinn eigi létt með að tæla mannshugann. Hún er eina bókin sem fullyrðir að Kristur kirkjunnar sé Andkristur og að boðskapur Jesú sé falinn fólki. Er þar fullyrt að prestastéttin séu „embættismenn trúarbragðanna“ og séu beinlínis fulltrúar andskotans. Fyrir leikmann kunna þessi orð að vera fullsterk og öfgakennd en rauði þráðurinn í Biblíunni er einmitt sá að Djöfullinn Satan … Lesa meira


Orðatal um leyndardóma Biblíunnar

2007-12des-jol-083

Ég hef nýlega lokið uppkasti að bók sem ég nefni Orðatal. Hún fjallar um Biblíuna út frá sjónarhóli hins kristna heims. Einblýnt er á rauða þráðinn í spádómum hennar og flett ofan af því hvað Jesús var og samsærið sem hvergi er útskýrt annars staðar. Sem stendur er aðeins um uppkast að ræða. Hér og þar eru mismælisvillur, aðallega hvað varðar nöfn, og upptökurnar eru mjög hráar. Því bið ég … Lesa meira


Benjamín, spámaður Guðs

1998-safn-084

Þegar ég heyrði fyrst um Benjamín H. J. Eiríksson var það í lítilli frásögu innan kunningjanetsins. Ég hef þá verið liðlega tvítugur. Spjallið var á þá leið að hann hefði verið merkur hagfræðingur, en hefði geggjast og áliti sig vera Jesú endurholdgaðan. Ég var meðlimur Votta Jehóva á þessum tíma og að sjálfsögðu var þar litið niður á alla sem ekki voru sömu trúar og þeir. Í dag er ég … Lesa meira