Heimsendir var daginn fyrir sjálfsmorð

Heimsendir hófst með iðnbyltingu og lauk með Tunglferðunum. Endirinn á heimsendi átti sér stað árin 1965 til 1975. Þessu spáðu Vottar Jehóva um árabil út frá Biblíu útreikningum.

img-coll-0292Þeir sjálfir misskildu hins vegar eðli, tilgang og framgang heimssendis eins og flestir Biblíu rýnendur.

Með orðunum eðli, tilgang og framgang þá var átt við sýn. Þegar við lifum í persónulegri heimssýn en lítum á hinn ytri veruleika sem raunveruleika þá mun sýn okkar á þann veruleika endurspegla hinn ómeðvitaða – eða afneitaða – innri veruleika.

Fólk sem er alið upp í heimi sem byggir sýn sína á mannlíf og veruleika í ótta, reiði, dómhörku, vantrausti, refsigirni, hatri og fordæmingu mun ætíð sjá það sem aflaga fer í því ljósi. Sem dæmi má nefna umræðuna um ástand stjórnmála.

Ekki er öllum ljóst þegar þeir skrifa eða tala í reiði um siðferðisástand stjórnmála, að þeir óbeint eru að lýsa sjálfs afneituðum veruleika. Svo við skulum taka dæmi: allir hata tiltekinn bankamann fyrir að hafa logið að fólki um leið og hann stakk nokkur þúsund milljónum inn í bankahólf í skattaparadís.

En myndi sá reiði vilja eiga þessar milljónir en ekki getað viðurkennt skuggahlið sjálf sín fyrir öðrum? Skyldi öfund ráða meiru af reiðinni en vandað og gott siðferði? Hversu margir Íslendingar hafa farið út á götu og staðið í vegi fyrir sýslumanni þegar nágrannar þeirra voru bornir út?

Þeir sömu væru vísir til að segja „Guð er kærleikur“ eða þá að „fyrirgefningin er æðst allra dyggða.“ Þeir gætu jafnvel vitnað í orð Jesú þegar hann sagði „allt verður mönnum fyrirgefið á himni og á jörð nema eitt.“ Þeir hinir sömu geta ekki fyrirgefið stjórnmálaelítunni, bankabjólfunum, Íslam eða pedófílum.

Ef mannvera er undirokuð heimssýn ótta og haturs en lifir í sjálfsblekkingu yfirborðsjákvæðni eða þóttafullum sjálfsheilagleika, þá missir viðkomandi af öllum sjóndeildarhringnum, sem er 360° því hann takmarkar sig við fimm gráður. Hann mun túlka orðið Heimsendir sem eitthvað neikvætt sem eyðileggur og tortímir.

Sé heimssýn þessi takmörkuð við ytri veruleika, sem hún hlýtur að vera, þá mun sá sem sér búast við heimsendi eyðileggingar og tortímingar, því það er vörpun hans á hinn eina veruleika sem hann þekkir, sem er sá ytri. Því sá sem ekki horfist í augu við ljótleika eigin sálar er ófær um það innra ferðalag sem óhjákvæmlega krefst þess að horfast í augu við dára innri veruleika og umbreyta þeim í dísir.

Sá heimsendir sem ég lýsti áður hlýtur því að vera óviðurkenndur af þegnum hins ríkjandi heimskerfis ótta og haturs, því þeir búast við hinni ytri umbreytingu tortímingar.

Rétt eins og sést á því þegar leiðtogi hins frjálsa heims lýsir því yfir að hann muni fara í stríð við fólk hinu megin á hnettinum vegna hugmyndar. Hugmynd hans er fulltrúalýðræði en hann lítur á hugmynd þeirra sem hann herjar á vara illa hugmynd, þó þeir trúi á Guð. Báðir eru þó að drepa fólk vegna hugmyndar.

Svo hver var heimsendir? Hvernig getur heimsendir verið ósýnilegur? Það liggur í hlutarins eðli að heimsendir hlýtur að vera endalok hugsunar eða heimssýnar. Til þess að sjá þann heimsendi þarf að sjá hann í gegnum tvenn nálaraugu. Annars vegar þetta „hvað myndi almætti fyrirgefningar og kærleika sjá sem heimsendi“ og hins vegar „hver er sú heimssýn umbreytingar sem læðist eins og þjófur á nóttu?“

Svipuðum hugleiðingum hef ég áður gert skil í bók minni „God’s Will“ í kaflanum um heimsendi og sömuleiðist á enskuvef mínum logostal.com undir greinasafninu „Seven Seals.“ Einngi hef ég drepið á hugarfari umbreytingar í „Ferli hins jákvæða vilja“ á ferlid.not.is og með endurskoðun í „The Process of Positive Willpower“ á process.not.is.

Aðal málið er, hverju sem þú trúir, að heimssýn sem er þér sönn byggist á hugmynd sem þú upphefur yfir allan vafa. Til að sjá það er gott að hafa í huga, hvort heldur heimsmyndin er á ytri veruleika, eða egósentrísk sjálfsmynd, eða heimssýn innri veruleika, að lýgi sem er trúað verður sannleikur.

Heimsendi þessum hefur verið spáð margsinnis í gegnum aldirnar en ein magnaðasta lýsing hans finnst í Opinberun Jóhannesar í Biblíunni. Þar er því spáð að brotin verði upp sjö innsigli sem muni verða merki umbreytingarinnar miklu. Því næst voru skilaboð til sjö engla sjö safnaða eða kirkna.

Í kjölfar þess að ég reit niður bókina God’s Will – sem ég tók niður undir mögnuðum þriggja daga innblæstri – fékk ég sýnir af tvennum toga. Önnur sýnin var að innsiglin sjö væru sjö atriði sem kæmu fram við lok heimsendis og að þessi atriði myndu – eins og þjófur um nótt – umbreyta heimssýn og viðhorfum fólks næstu áratugi.

Hin sýnin var sú að englar hinna sjö safnaða væru ekki eiginlegar kristnar kirkjur heldur væru sjö englar ábyrgir fyrir vexti og viðgengi hugarheima (mindset) sem stjórni mannkyni síðustu árþúsundir og í okkar nútíma. Gefið er í skyn að augu fólks muni opnast fyrir „hugmyndum þeirra sem sem stjórni og afvegaleiði fólk“ enda hinir sjö englar fylgjendur drekans mikla sem varpað var af himni.

Í kjölfar þess að ég fékk að sjá og útskýra allt þetta, sem var að gerast í árslok 2012 fékk ég þá sýn að drekinn hefði verið fangelsaður um líkt leyti, sem er bein vísun í Asteka spádómana, en bíddu nú við, því hér kemur öflug sýn sem lesandinn getur séð eigin augum.

Síðan 2012 hefur verið vaxandi ruglingur og hugarflækjur í heiminum, bæði innan samfélaga sem í heimsþorpinu sjálfu.

Stefnuleysi og ringulreið fer vaxandi og það má útskýra með því að foringi hinna sjö ráðandi engla sé ekki lengur við völd. Valdabrölt hlýtur að fylgja í kjölfarið og sé fólk vakandi og íhugult mun þetta brölt geta opnað augu þeirra sem vilja innsiglaðir verða.

En bíddu nú við, ástand náttúrunnar er slíkt, og ástand neytendadýrkunnar, að raunverulegur heimsendir virðist yfirvofandi en ég er ekki á því. Þær hörmungar sem gætu verið á leiðinni eru hörmungar sem við sjálf köllum yfir okkur, eins og mannkynið sé hafi einbeittan sjálfsmorðsvilja sem tegund, nema hún vakni á einni nóttu til umbreytingarinnar miklu?

 

Að lokum langar mig að deila myndskeiði af Youtube með viðtali Evu Maríu við Pál Skúlason. Efni þess tengist grein minni óbeint og bendir til atriða sem ættu að vera þjóðinni ljós en hún virðist þó ekki kveikja á. Sem er hið sama og að lýðurinn bíður endurkomu Frelsara síns en hafnar þó innihaldi hans.

 

 

httpv://www.youtube.com/watch?v=RS1_UUFUhGg

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.