Að sjá rétt er val viljans

Við eigum það til að gleyma hversu lífið er gott. Við sjáum oft fyrst þá sem ullu okkur vonbrigðum og munum oft vel þá sem gerðu okkur mein. Svo stórt verður það í huga okkar að skuggi ber af og hylur hina.

Því þeir eru fleiri sem gera okkur gott, tala vel um okkur, og styðja við okkur á farvegi lífsins, en við gleymum að sjá það, gleymum að þakka fyrir það, og gleymum að láta skugga þeirra hylja hina.

Og í biturð gleymum við stundum að fyrirgefning, sem er mesti viljastyrkur lífins, færir hina fyrrnefndu aftur fyrir svo maður komist afram veginn með hinum síðarnefndu.

Stundum snúast öll vonbrigði lífsins um að kenna manni þetta þrennt. Að sjá rétt. Að fyrirgefa. Að iðka jákvæðan vilja. Eða fernt, að sjá lærdóm í hverri raun og þannig breyta lífsveg úr hrímstíg í rósagarð.

 

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.