Þjófur kemur í hugarhöll eigandans

Endurkoma meistarans – ekki hans sjálfs sem einhvers konungs heldur í anda – gerðist fyrir fjórum áratugum og einu ári skemur. Undirbúningur þess hófst áratug fyrr og voru þá opnuð innsiglin sjö. Þessu var spáð fyrir tveim árþúsundum.

img-coll-0270Því var ennfremur spáð að endurkoman væri eins og þegar þjófur kemur inn í hús, sem hefur mun dýpri merkingu en fólk fær séð.

Því það fyrsta sem þú hugsar er „ég sé hann ekki koma.“ Þrjár aðrar merkingar eru þarna á bak við, hið minnsta.

Sú fyrsta er sú að sé húseigandi ekki vakandi og á verði – andlega – þá mun hann sofa þegar þjófurinn kemur. Þessi merking er áberandi enda mikið notuð á liðnum öldum og aldatugum. Hún er einnig að dylja hina dýpri.

Sú þriðja er að ef eigandinn – eða egóið – er upptekið af eigum sínum – eða hugmyndakerfum og sjálfsþótta – mun undirstaða hans andlega lífs verða frá honum tekin á meðan sál hans sefur í dáleiðslu eða það sem verra er, í sjálfsdáleiðslu eigin egóisma.

Hann vaknar við að hann hefur ekkert andlegt innihald, sem minnir mann á okkar ofmenntaða samtíma.

Ofmenntað er hér notað í þeirri merkingu að maður getur hrokast upp af sjálfsþótta eigin vitneskju og ríkidæmi. Einnig er ofmenntun þegar hinn menntaði er uppteknari af mælanlegu magni vitneskju sinnar en hefur takmarkaða þjálfun í meringarfræði og samtengingu punkta sem fæða af sér nýjan skilning eða nýja þekkingu – oft nefnt skapandi hugsun.

Allar þessar þrjár merkingar eru augljosar hvaða meðal heimspekingi. Einnig flestum prédikurum, spekíngum og guðfræðingum, en þeir þrír eru leiðtogar húseigenda og oft húseigendur sjálfir. Allar merkingar eru notaðar í samtíma okkar á einn eða annan hátt og fela hina raunverulegu merkingu.

Áður en við skoðum hina raunverulegu skulum við kíkja á kjarna á bak við húseigandann eða hvað hann merkir, sem er einmitt snákurinn sem upprunalega töfraði Evu til að verða egó, og síðar bónda hennar.

Rauði þráður eingyðistrúarinnar, hvort sem útgáfan er sú Júðska, Zaraþústra, Hópí*, Kristin eða Íslömsk, er sá að andstæðingur skaparans – eða innblásturs skaparans – sé einn sona hans; sem Biblía Júða og Kristinna nefnir ýmist Satan eða Lúsífer, eða bara Djöfulinn.

Síðasta orðið er ritað hér með stórum staf í þeirri merkingu að einn djöfull sé höfðingi annarra djöfla. Stjörnumerkið við Hópí trúna er vegna þess að ég er á dálítið hálum ís að flokka hana með eingyðistrúarbrögðum og þyrfti sérfærslu til að rökstyðja þá fullyrðingu mína.

Það er sama hvar borið er niður í mítum og kennslu eingyðistrúarinnar að samkvæmt kjarna hennar tilheyrir trúarkerfi, viðskiptakerfi og stjórnmálakerfi mannkynsins Djöflinum; hann er húseigandinn. Þannig benti spámaðurinn mikli, Jósúa frá Nasaret, á að Satan í eigin hroka (og það fólk sem þjónar honum) mun ekki sjá þegar andi Erkiengilsins Mikaels kæmi og hrifi fólk með sér í leit að öðrum gildum en eigenda hússins (téðra kerfa).

Sem ber mig að hinni raunverulegu merkingu þjófsins á nóttu.

Því í öllum þessum spunum sem ég rek hér að ofan týnist þessi merking undir yfirborði hugarflækja eða hugarmynstra, raka og þekkingar, rökræðu og trúaráróðurs, eftir því hvaðan niður er borið. Þannig gerist öll blekking (illusion) að þú hrærir upp hinu augljósa, síðan því næstum augljósa og þannig koll af kolli þar til rauði þráðurinn týnist í vefnaði hugarteppisins.

Þegar þjófurinn kemur inn í hugarhöll eigandans um miðja nótt meðan eigandinn sefur – sem er þá ekki bara Djöfullinn heldur líka þú, því þú ert fangi egósrimla hans – þá vaknar þú upp við þruskið. Hvað gerir þú þegar þú vaknar upp við að þjófur er í húsi þínu? Þú ferð ekki til hans og segir velkominn, heldur annað hvort sigar þú löggunni á hann eða sækir hólkinn þinn og plaffar á skuggann í stofunni. Því þú ert gull og gersemi í eigin höll og hleypir þar engum inn.

Sjáðu nú til. Hafi ég rétt fyrir mér þá er mikill háski fyrir dyrum í veröldinni, mun meiri en þig órar fyrir. Ennfremur þá er næsta líklegt að þín andlega sýn sé háð sama moldviðri og gefið er í skyn hér fyrir framan.

Ég bendi áhugasömum lesanda á leiðir til að fá betri bakgrunn af því sem hér er drepið á.

  • Um Innsiglin sjö, á logostal.com (á ensku).
  • Um Englana sjö, á logostal.com (á ensku).
  • Um Heimsendi samkvæmt God’s Will (hljóðfærsla, á ensku).
  • Stutt viðtal á Youtube við hinn virta James Lovelock um hvernig mannkynið virðist staðráðið í að tortíma sjálfu sér.

Við erum öll að bíða eftir að einhver breyti ástandinu, en það gerist ekki; því við erum sjálf ábyrg sem einstaklingar. Meðan þú mengar og er t egóista neytandi – og á vissan hátt neitandi – þá heldurðu áfram að keyra fram af brún hinnar flötu tvívíðu jarðar nútímans.

 

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.