Orðatal um leyndardóma Biblíunnar

Ég hef nýlega lokið uppkasti að bók sem ég nefni Orðatal. Hún fjallar um Biblíuna út frá sjónarhóli hins kristna heims. Einblýnt er á rauða þráðinn í spádómum hennar og flett ofan af því hvað Jesús var og samsærið sem hvergi er útskýrt annars staðar.

Sem stendur er aðeins um uppkast að ræða. Hér og þar eru mismælisvillur, aðallega hvað varðar nöfn, og upptökurnar eru mjög hráar. Því bið ég væntanlega lesendur/hlustendur bókarinnar að hafa það í huga. Bæði að efnið er ekki fínpússað og því gæti sumt sem lesandinn hneykslast á verið eitthvað sem ég mun fjarlægja eða laga í loka útgáfunni.

Ekki er ætlunin – að svo stöddu – að bókin verði upprituð og gefin út prenthæf. Hún er eins konar fylgiefni, eða viðbótarefni, við eldri bók mína „God’s Will“ sem ég samdi á sama hátt. Það er að í fyrstu var gert hljóðuppkast sem síðar var fínpússað. Var uppkastið aðgengilegt á Vefnum á meðan loka handrit var fínpússað og hljóðritað.

Bókin er vistuð á „media.not.is

Orðatal

Efni bókarinnar er að mestu spjall um efni Biblíunnar, eftir þeirri sýn sem ég sé þetta efni og hvernig ég skil innihald þeirrar trúar sem Biblían boðar. Rétt er því að taka fram að ég er niðurdýfingarskírður sem kristinn maður og sé upplifi mitt innra trúarlíf í því ljósi, en einnig eftir þeim skilningi sem ég legg í God’s Will.

Nú má deila harðlega um margt sem fram kemur í báðum þessum bókum. Sérstaklega þar sem æði margt í þeim er bæði nýstárlegt og byltingarkennt í Eingyðistrúnni.

Með orðinu Eingyðistrú meina ég allar þær trúarstefnur sem byggjast á þeirri trú að einn skapari sé höfundur á bak við tilurð þess Alheims sem við teljum okkur tilheyra.

Handritið er tilbúið en það eru ýmsar villur í því en ég læt það liggja eins og það er.  Orðatal er spjall um Biblíuna og bæði útskýrir hennar andlega innihald, hvernig hún tengist öðrum eingyðistrúarbrögðum, og umfram all: Hvernig spádómar endalokanna eru, og hafa verið , að rætast.

Ég gerði fjóra kafla á dag, á einni viku. Ritunin var erfið. Að kaflarnir eru 24 vísar til öldunganna 24ra í Opinberunarbókinni.

 

This entry was posted in Annað efni and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.