Þegar ég heyrði fyrst um Benjamín H. J. Eiríksson var það í lítilli frásögu innan kunningjanetsins. Ég hef þá verið liðlega tvítugur. Spjallið var á þá leið að hann hefði verið merkur hagfræðingur, en hefði geggjast og áliti sig vera Jesú endurholdgaðan.
Ég var meðlimur Votta Jehóva á þessum tíma og að sjálfsögðu var þar litið niður á alla sem ekki voru sömu trúar og þeir.
Í dag er ég þeirrar skoðunar að Dr. Benjamín hafi verið merkasti Íslendingur síðust aldar. Myndin sem hér birtist er tekin af mér sjálfum. Dr. Benjamín sá mig taka myndina og gekk hann til mín.
Hann staldraði við hjá mér smástund og tók mig tali, spurði mig hverra manna ég væri. Sjálfur var ég bergnuminn, því ég fann á mér frekar en að ég vissi að þar væri stórmerkur maður á ferð.
Ég sá viðtal sem Bryndís Schram tók við manninn og birtist að mig minnir á Stöð tvö frekar en Rúv. Það var minnir mig á vottaárum mínum. Skildist mér fljótt á viðtalinu að þar færi heilagur maður. Þegar ég hitti hann og tók myndina, sannfærðist ég um að þar færi heilagur maður.
Síðar lenti ég í því – mér til mikillar furðu – að taka við skilaboðum frá hinum alvitra föður alheimsins. Það tók mig tvö ár að bæði taka við og miðla og var ég óvéfengjanlega þvingaður á þá braut s.s. fólk er þekkir þá sögu veit. Hún er aðeins sögð munnlega og persónulega.
Í kjölfarið hef ég lesið bók Dr. Benjamíns sem heitir „Hér og nú“. Ég ætlaði að lesa „Ég er“ en hef ekki enn komið höndum yfir. Í huga mér, eftir þann lestur, er ég fullviss að maðurinn var spámaður Guðs. Hann túlkaði vitranir sínar svo að hann væri Jesús endurfæddur og um það hef ég ekkert að segja hvorki með né móti.
Greinar hans um hagfræði eru óumdeildar og margir sem hafa nóg um þær að segja og hafa til þess menntun. Greinar hans um Guðfræði Biblíunnar og hvernig trúmál samtímans snúa að þeim eru ekki síður lærðar, þó leikar séu, og ég vitna um að sýn hans er bæði hárbeitt og afar djúpnæm. Hann er til að mynda eini maðurinn sem útskýrt hefur endurfæðingu og endurholdun – og Karma – á þann hátt sem mínar eigin vitranir og úrvinnsla opinberuðu mér árin 2011 til 2013.
Ég rita þessa ófullkomnu grein mína honum til heiðurs. Ég ítreka, þetta er merkasti maður tuttugustu aldar á Íslandi. Sorglega lítið er um hann ritað á Vefnum en ég set fáeina tengla hér til gamans.
Ef lesandinn veit um tengla er hér mættu sitja, bið ég um að láta mig vita.
Tenglar
Um andlát Benjamíns 25. júlí 2000.
Grein í Andríki, 28. júlí 2000.
Um bók eftir BHJE á Land og Saga.
Um bók HHG í Land og saga, og á netbokabud.is.
Um bók Dr. Benjamíns „Ég er“ á Land og saga.
Hluti greinar „Icelandic Friends of Liberty“ á nmh.is.
Rétt minnst á Dr. Benjamín í grein Gylfa Zoega, í „Markaðsvæðing og Markaðsbrestir“ hjá Seðlabankanum 2004.
Greinarstúfur á Vísindavefnum.
Íslenski Wikipedia – tóm grein en gæti stækkað síðar.
Ásgeir Jónsson, Bækurnar hans Benjamíns, Hagamál 2001.
Smágrein um „Hér og Nú“ á mbl.is 30. október 1991.
Myndatenglar