Heimskerfi óttans

Flest trúarbrögð kenna okkur að heimurinn sé á valdi hins vonda. Flestar heimspekikenningar taka undir þetta. Margar stjórnmálahreyfingar eru sama sinnis. Skoðanahópar, bækur, kennslustefnur, og annað hafarí af viðhorfum elur okkur á því í gegnum söguna að stjórnkerfi veraldar, að trúarbragðakerfin og alla jafna allir sem ráði, séu hluti af samsæri illrar orku, illra anda, eða hvaðeina sem vont er.

Á sömu stundu trúa því flestir að það sem þú trúir á það vaxi, og að það sem þú hugsar um það verði eða komi. Þess vegna hafna ég þessu svartsýna, gamla og óttakennda viðhorfi.

Mitt viðhorf er að valdakerfi “kerfisins” og heimsins sé ágætt, enda samsett úr okkur, sem erum öll ágætis fólk. Því ef við tryðum ekki á það væri það ekki til. Hins vegar lít ég svo á að skoðanir mínar, viðhorf og afstaða, sé vilji kerfisins til að breyta sjálfu sér.

Ég axla því mína ábyrgð. Ég berst ekki gegn kerfinu, ég snýst ekki á móti því, ég rakka það ekki niður. Því útmála ég þá hluti sem þar eru góðir, svo þeir vaxi. Hinir munu visna, og viti menn. Vilji “hins illa kerfis” er einmitt þess, að vaxa, dafna og skána, batna og betrast, svo það verði gott.

*

 

This entry was posted in Heimssýn. Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.