Umræðan ytra og mystískur veruleiki

Ég þreytist seint á að vekja athygli á Chris Hedges. Af þeim sem vilja vekja „samræðu lýðræðis“ og hvetja fólk til að finna til eigin vægis er hann tvímælalaust einn sá færasti í málefnaflutningi.

img-coll-0302Afar virtur og viðurkenndur blaðamaður til langs tíma, vel menntaður og hugsandi. Ég er ekki nauðsynlega sammála öllu sem hann segir, enda skiptir það ekki öllu.

Samræða lýðræðis snýst einmitt um að heyra hvað aðrir hafa að segja, leggja eitthvað til málanna sjálfur, og vera sammála um lýðræðislega niðurstöðu en einnig að hún er ekki endanleg, því samræðan heldur áfram.

Lykill þessarar samræðu, og ástæða þess að hún er undirstaða Beins lýðræðis, er sú að ef við leyfum ekki þeim kjánalega að komast að finnum við aldri þann snjallasta.

Fulltrúa lýðræðið snýst um að sá sem *hljómar* snjallastur fái að meðhöndla vægi fjöldans, og um leið gefur til kynna að hinn almenni maður sé kjáni sem hafi ekkert við valdið að gera. En um leið er leiðin opin fyrir hinn siðlausa sem getur talað sig inn á hvern sem er og kemst upp með hvað sem er:

Tökum eftir að lýðveldiselítan hefur ritað 48. grein stjórnarskrárinnar þannig að lýgi stjórnmálamanna sé lögleg.

Þannig er þetta í öllum ríkjum sem byggjast á valdboði, hvort heldur einveldum eða fulltrúa lýðveldum, því atkvæði þitt hefur engin áhrif á elítuna heldur velur aðeins á milli siðlausra fulltrúa hennar. Þetta er ein ástæða þess hve mikið ég dreg fram hvaða umræða fer fram erlendis, því sama umræða er að fara fram alls staðar, eini munurinn er sá að bezta lausnin er fædd;

Lausn sem forfeður okkar nýttu í fjórar aldir! Lausn sem enn í dag er á undan hinum upplýsta samtíma. Lausn sem nær enginn veit um.

Ég hef nýverið átt í samskiptum við einn fremsta fræðimann heims um þessi mál og hann kannaðist ekkert við neinar heimildir sem segðu frá beinu lýðræði og samræðu lýðræðis á Þjóðveldisöld. Heimildir sem hann tók fagnandi að geta rýnt í nánar.

Eins og lesendur mínir vita er ég hrifinn af mystík og finnst að hún eigi vægi í mótun lýðræðis rétt eins og hún hefur vægi í mótun þjóðar. Ég sé mystík meira sem verkfæri til að opna fyrir sköpunarkraft en til að eltast við vættir og drauga.

Í veröld hins dulræna sér maður hvernig *valdakerfi* hafa visst hugarfar – eða vitund. Vitund þessi var hin sama fyrir átta öldum og í dag. Hugarfar sem vitandi vits hefur bælt hugmyndina um „samræðu lýðræðis“ og „beint lýðræði“ í átta aldir.

Tökum eftir hvernig sú sögurýni sem við höfum beitt undanfarið varpar nýju ljósi á þá sögu sem valdavitundin leyfði þjóðinni að muna. Reynt hefur verið að gera sem minnst úr lýðræðisvitund sögualdar okkar og frekar beint sjónum að fátækt sem reis í kjölfar þess tíma. Hver sá sem sér það tímabil með raunsæum augum sér þó að sú fátækt var afleiðing landshátta en ekki stjórnarfars.

Þannig sé ég skýrt, með augum hins mystíka úr þessari fjarlægð, hvernig vitund valdboðs sá beint lýðræði fæðast á afskekktri eyju úti í Atlantshafi.

Munum að menntaðir valdamenn Evrópu þess tíma, sem bjuggu að hirðir konunga og fursta og ennfremur valdamenn hinnar auðugu og valdamiklu Kaþólsku kirkju, vissu vel hvað vald* er rétt eins og menn vita það í dag.

Skammt þarf að lesa í fræðiritum fornalda til að sjá þetta skýrt, og auðvelt er að sjá hvernig sá kóngur sem auðveldast átti með samskipti við þessa hættulegu eyju var hvattur til að bæla þessa djörfu hugsun sem festi rætur á Íslandi.

Hugsun beins lýðræðis, skapandi hugsunar og samræðu virðingar sem okkur er eðlislæg, sem mun ekki aðeins brjótast fram undan klakanum hér, heldur bræða allan heiminn.

* Það er ástæða fyrir því að þér er lítt kennt um vald í skólum.

 

httpv://www.youtube.com/watch?v=iUKn19Sg0vo

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.