Barnavernd eða Barnavaldanefnd eða eitthvað annað? Hversu margar mæður, eða feður, eða bara fjölskyldur verða fyrir barðinu á yfirgangi og sjálfsréttlætingu valdstjórnar og hafa enga rödd?
Eru Meginmiðlar að standa vaktina? Er einhver grasrótarhreyfing að standa vaktina? Eða eru viðeigandi aðilar að boða fagnaðarerindi sín í Afganistan þar sem valmúinn grær?
Hver misnotaði barnið? Presturinn eða faðirinn, eða móðirin eða embættismaður ríkisins?
Þjóðarúrþvættið er sjálfdæmt og valdaskrímslið með. Ég bið lesendur velvirðingar á hörðum orðum en ef engin eru svörin, eða á eina bókina lærð, þá verður stundum að rugga bátnum. Satt að segja þykir mér bátur samtímans vera orðinn útblásinn bómull í vatnsglasi.
Hver hefur komið því inn hjá okkur að einungis tveir hópar fólks séu helstu misgjörðarmenn?
Ennfremur, ef Lýðveldin byggjast á framsali valds borgarans til ríkisins, en ef borgarinn hefur ekki vald til að ræna barni af heimili annars borgara, hvar fékk þá ríkið slíka heimild nema ríkið taki sér guðdómlega tign?