Tag Archives: Ímyndir
Hvernig Herkúles sigrar Hýdruna vondu
Ég hef sagt ákveðinn grunnboðskap nokkuð oft, stundum upphátt svo einhver heyri og stundum í rituðu máli í von um að einhver lesi, oftar þó gefið í skyn. Ósjaldan fæ ég á tilfinninguna að fáir fatti merkinguna, aðallega vegna viðbragðanna, svo mér hættir til endurtekningar. Þegar ég var kennari á tölvunámskeiðum byrjaði ég oft fyrsta tímann á „hæ ég er Gaui, ég endurtek mig aldrei.“ Ég þurfti fyrir vikið að … Lesa meira
Skyggnusýning hins tvívíða heims
Fyrir fáeinum vikum tók ég eftir því að ég var orðinn háður Facebook, ekki að ég yrði að vera tengdur og tékka á veggnum daglega, ekki heldur að ég yrði að tékka oft á dag; ég var með tvo prófíla opna allan daginn, annan í Chrome og hinn í Firefox. Allir vafrar leyfa í dag svonefnt Tabbed Browsing eða Flippað vafstur – svo notað sé slangur. Þú getur í dag … Lesa meira
Þrír ógleymdir stríðsglæpir
Dagana 13. til 15. febrúar árið 1945 flugu nokkur hundruð flugvélar yfir borgina Dresden í Þýskalandi og breyttu borginni í eldhaf. Yfir hundrað þúsund óbreyttir borgarar létust þessa dagana og þúsundir vikurnar á eftir. Hundruðir óbreyttra borgara báru örkuml fyrir lífstíð. Svo öflugt var eldhafið að margir köfnuðu úr hita og súrefnisskorti þó þeir væru í öruggu skjóli. Engin hergagnaframleiðsla var í borginni. Nær engar loftvarnir voru við borgina né … Lesa meira
Alheimur er mældur með ljósi sem gæti blekkt hugann
Fyrir aðeins fjórum öldum vorum við að byrja að skilja að jörðin snýst í kringum sólina. Við erum alin upp við að það sé staðreynd og að það hljóti að vera augljóst. Ef við hins vegar leggðumst út undir beran stjörnuhiminn þá er það engan veginn augljóst. Til að sjá það þarf maður að eyða nótt eftir nótt úti að horfa, skrásetja, miða út, reikna út, og horfa betur. Ekki … Lesa meira
Að totta sannleikann blandaðan spýtti
Ef Bandaríska byltingin er skoðuð ofan í kjölinn, forsendur hennar, aðstæður og sú stjórnarskrá sem var rituð í tilefni hennar, birtist eitt flottasta samsæri sem sagan á. Hrein og tær hugarblekking sem er augljós um leið og réttu punktarnir eru tengdir. Ég trúi varla að ég hafi komið auga á það, en útskýringin er flóknari en stöðuuppfærsla leyfir. Hins vegar, sé samsæriskenningin rétt, þá birtast önnur samsæri sem eru dálítið … Lesa meira
Með tillann á gikknum
Maðurinn er eina spendýrið sem lýgur til um siðferði sitt og beitir evklíðskri rökfræði til sjálfsblekkingar. Sem óbeint sannar að sem tegund erum við á gelgjuskeiði. Því miður er unglingurinn með hlaupið í túlanum og tillann á gikknum. Fyrir þá sem gleymt hafa Rúmfræði 101 (sem er rýmisfræði en ekki rúmafræði) þá er Evklíðsk lína dregin á milli tveggja punkta og er línan óendanleg í tvær áttir. Tvívídd er þegar … Lesa meira
Lifandi Alheimur er persónuleg veröld
Lýgi sem er trúað, verður sannleikur. Sannleikur stjórnar huga þínum og hugur þinn stjórnar hegðun þinni. Allar hugmyndir sem þú tekur sem sannleika munu stjórna þér hvort sem þær eru þínar eða annarra. Allar hugmyndir, án undantekninga, eiga mótvægishugmynd, og í sumum tilfellum þriðju og jafnvel fleiri. Frjáls er sá hugur sem trúir öllu og engu eftir því sem hann vill sjálfur. Vilji er eina skýra leiðin til frelsis og … Lesa meira
Lýgi sem er trúað verður sannleikur
Í áratugi hefur lýðurinn verið dáleiddur til að leita eftir afþreyingu og að eyða tíma sínum og hugsun í eftirsókn eftir vellíðan og ágóða sjálfsins. Í slíkum spuna hverfur grundvöllur samfélagsins úr augsýn og þar með úr hugsýn. Meðan hugur þinn sér ekki að stjórnarskráin er undirstaða eða sáttmáli þjóðar um hvernig hún mótar eigin samfélag þá ert þú ekki að eyða orku þinni í að móta samfélagið heldur þeir … Lesa meira
Kraftur hinnar fönguðu sálar
Til þess að fatta hvers virði þú ert, þarftu fyrst að henda verðgildi sjálfs þín og verða einskis virði. „Ég er ekkert, Guð er allt“ eða „ég er ekkert, lífið er allt.“ Fer eftir trúarlegri heimsmynd þinni. Heilinn í þér er lífrænt reikniverk, og það er vissulega rétt sem margir hafa bent á, að hann er líkari útvarpsmóttakara en framleiðanda. Hann vinnur úr upplýsingum sem hann fær. Hinn mannlegi einstaklingur … Lesa meira
Hugleiðing um sjálfshvatningu þjóðar
Við vitum öll að það er margt að hér hjá okkur – og margt sem er súper gott. Þegar ég horfi á umræðuna – og samræðuna sem er minni en hún er til – þá leita ég sífellt að rótinni; hver er rót vandans. Þá hef ég engan áhuga á hvort það er í stjórnmálunum, bankakerfinu, smáiðnaðinum, menningu og listum, menntakerfinu eða annars staðar, heldur hver sé rótin undir öllu … Lesa meira
Kreddan er útför hinnar lifandi trúar
Trú er í samtíma okkar jöðruð (marginalised). Manneskja sem er trúuð er séð sem þröngsýn og skammsýn sem lifi í takmörkuðum og gamaldags heimi. Hún hangi í tilbeiðslu á úrelta eða hálfúrelta hugmynd um yfirskilvitlega veru sem hafi dálítið öfgakenndar mannlegar tilfinningar á borð við litróf afbrýði og fyrirgefningar og margt þar á milli. Enn fremur er sýnin á gildi trúar orðin bjöguð, jafnvel af prestunum sjálfum. Kraftaverk fortíðar séu … Lesa meira
Frumskógur hugans villir og tælir
Meðan þú horfir á greinarnar á trénu er erfitt að sjá tréð í heild sinni. Meðan þú horfir á tréð í heild sinni er erfitt að sjá hin trén í kring nema sem skuggamynd. Þegar byrjað er að líta á skuggamyndirnar verður skógurinn yfirþyrmandi. Handan við skuggamynd trjánna glittir í fáfarinn stíg og til að komast á hann þarf að brjótast í gegnum beðjur og þungan undirgróður. Maður blóðgast á … Lesa meira
Einmana í mannfjölda
Allir sem hafa búið í borg vita hvað átt er við þegar sagt er „einsemd í borg“ því engin einsemd er verri en sú að vera einmana í mannfjölda. Þetta vita einnig þeir sem búið hafa í fámenni, hvort heldur þorpi, smábæ eða sveit, því þar er nánd oft meiri. Vissulega finnst mörgum vont í fámenni þegar allir vita allt um alla en þó er það betra en búa í borg og … Lesa meira
Eldfærin endursótt
Eitt sinn var sagt frá því að gömul norn sendi ungan uppgjafahermann inn í tré að sækja eldfæri. Síðan upphófst allskyns dirrindí fyrir dátann en sögulok fyrir skessuna. Það er eins með Íslenzka lýðveldið. Hvað sem það veltir sér upp úr orðagjálfri milli þingnefnda eða valdahópa ráðuneytanna. Innan þessa valdakerfis er ekki lengur neitt lýðræði, sama hvað háttvirtur þingmaður eða aðrir reyna að kveikja í með ónýtu tundri. Skessan hefur … Lesa meira
Hugarmynstur nútímans
Fyrir meira en tveim árum hætti ég að horfa á sjónvarp með öllu. Reyndar hef ég slakað örlítið á síðustu mánuði og lít á stöku bíómynd, líklega tvisvar til þrisvar í mánuði. Mig langar í kjölfarið að skauta smávegis út á hálan ís með kenningu sem kraumar í mér. Upphaflega átti þetta sjónvarpslausa tímabil aðeins að vara frá ágúst mánuði og til jóla. Ástæðan var einföld, mig langaði að lesa … Lesa meira