Maðurinn er eina spendýrið sem lýgur til um siðferði sitt og beitir evklíðskri rökfræði til sjálfsblekkingar. Sem óbeint sannar að sem tegund erum við á gelgjuskeiði.
Því miður er unglingurinn með hlaupið í túlanum og tillann á gikknum.
Fyrir þá sem gleymt hafa Rúmfræði 101 (sem er rýmisfræði en ekki rúmafræði) þá er Evklíðsk lína dregin á milli tveggja punkta og er línan óendanleg í tvær áttir. Tvívídd er þegar önnur lína sker línuna þ.e. þær eru ekki samsíða.
Nútímastjórnmál eru evklíðsk lína með núll punkti í miðju og tvær áttir, hægri og vinstri. Engin tvívídd er enn komin í opinbera umræðu, og það endurspeglast í siðferðisumræðu samtímans, sem er ekki enn komin að punkti samræðu.
Hið sama á við um trúarbrögin, og oft um trú einnig. Eftir tíu þúsund ár munum við vonandi komast á það stig að kvarta yfir að komast ekki úr tvívídd í þrívídd, þegar kúlan er komin til sögunnar.