Hvítbláinn er fáninn minn

Mér er sama um hálfdanska fánann þinn, sem var saminn af kóngi til að villa þér sýn frá uppruna þínum. Síðan þetta var hefur Álandseyjum verið gefinn Hvítbláinn. Þjóðveldið er búið að taka hann heim aftur.

Sú gagnrýni sem ég held á lofti, að rauði liturinn hafi verið valinn af konungi Dana er ekki úr lausu lofti gripin. Tengingin er augljós þegar bent er á hana en lítið hefur varðveist af upplýsingum varðandi það atriði, af eðlilegum ástæðum. Þeir sem tóku þessa ákvörðun hérlendis og báru ábyrgð á varðveislu viðeigandi skjala vildu ekki styggja Dani um of, svo sem títt er um embættisfólk og atvinnu-stjórnmálafólk.

hvitblain-kort

 

Hér er tengill í útgáfu Endurreists Þjóðveldis á Hvítbláanum. Búið er að færa krossinn svo hann er miðjusettur.

Til hliðar sést hann í stílfærðri notkun sem myndmerki  en fáninn sjálfur er í klassísku sniði.

Ástæða færslu þessarar er til að fræða fólk um að fáninn Þjóðveldisfélagið notar er ekki skrýtin hugmynd úr lausu lofti gripin heldur er Hvítbláinn það tákn sem Íslendingar drógu að hún í frelsis og sjálfstæðisbaráttu sinni.

Táknið er því þrungið djúpri merkingu.

 

Viðbót í september 2015.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.