Mér er sama um hálfdanska fánann þinn, sem var saminn af kóngi til að villa þér sýn frá uppruna þínum. Síðan þetta var hefur Álandseyjum verið gefinn Hvítbláinn. Þjóðveldið er búið að taka hann heim aftur.
- Þú getur skoðað sögu Hvítbláans á Þjóðminjasafninu.
- Þú getur séð smá umfjöllun um Hvítbláann í bloggfærslum annarra.
- Þú getur lesið um skoðun okkar Þjóðveldisfólks.
- Þú getur kynnt þér söguna á Wikipedia.
- Skrif eftir Helga Pjeturss á Tímarit.is (önnur bls) (frá 1914).
- Eintak fánans sem fannst óvænt og Árbæjarsafn á nú.
- Stór mynd af Hvítbláanum á Wikipedia.
- Um fánamálið þegar Íslendingur var handsamaður fyrir að flagga Hvítbláanum í Reykjavíkurhöfn.
- Smágrein sem gefur til kynna að Konungur hafi ekki viljað rauða litinn heldur Íslendingur – en við þekkjum vel útlendinga- og valdasleikjur.
- Um Lýðveldisfánann – áður fána Konungsríkisins – sem oft er misnefndur Íslenski fáninn.
Sú gagnrýni sem ég held á lofti, að rauði liturinn hafi verið valinn af konungi Dana er ekki úr lausu lofti gripin. Tengingin er augljós þegar bent er á hana en lítið hefur varðveist af upplýsingum varðandi það atriði, af eðlilegum ástæðum. Þeir sem tóku þessa ákvörðun hérlendis og báru ábyrgð á varðveislu viðeigandi skjala vildu ekki styggja Dani um of, svo sem títt er um embættisfólk og atvinnu-stjórnmálafólk.
- Tengingin er þó til staðar.
Hér er tengill í útgáfu Endurreists Þjóðveldis á Hvítbláanum. Búið er að færa krossinn svo hann er miðjusettur.
Til hliðar sést hann í stílfærðri notkun sem myndmerki en fáninn sjálfur er í klassísku sniði.
Ástæða færslu þessarar er til að fræða fólk um að fáninn Þjóðveldisfélagið notar er ekki skrýtin hugmynd úr lausu lofti gripin heldur er Hvítbláinn það tákn sem Íslendingar drógu að hún í frelsis og sjálfstæðisbaráttu sinni.
Táknið er því þrungið djúpri merkingu.
Viðbót í september 2015.
- Fánalög Þjóðveldis.
- Stjórnarskrá Þjóðveldis, grein 35 og viðauki IV.
- Spjall um Einar Benediktsson, höfund upprunalega Hvítbláans.