Ég elska Ísland og Íslenska þjóð, sem er hið sama í mínum augum og að elska sjálfan mig. Allt það góða og besta í sjálfum mér sprettur af sama meiði og Íslenska þjóðin. Ég er hluti af henni.
Allt sem er gott í minni þjóð er líka gott í mér. Það er eins með það sem er óæskilegt. Í mínum augum er ekkert sem er vont eða illt en sumt er óæskilegt.
Ég var eitt sinn reiðibolti og endaði í fangelsi það. Þar áttaði ég mig á að ég vil ekki vera reiðibolti. Þegar ég kom úr afplánun spurði ég sjálfan mig, tengslanetið og sérfræðinga: „Hvernig get ég hætt að vera reiðibolti?“
Ég leitaði mér aðstoðar og fann mikið af heilræðum, leiðbeiningum, kerfum og uppskriftum. Skref til að vinna bug á þunglyndi, skref til að lækna neikvæðni og svo framvegis. Bækur sem kenndu„líf í gleði“ og margt má telja fleira. Þetta var allt saman frekar flókið. Ég fékk að lokum á tilfinninguna að þessi kerfi snérust meira um tekjur höfundana en þá sem ættu að nota kerfin.
Svo ég ákvað að rækta bara gleðina og gera eitthvað einfalt. Reiðin hvarf. Ég þurfti ekki að vinna á reiðinni. Ég þurfti ekki að berjast við reiðina. Ég þurfti ekki að lækna reiðina. Ég þurfti bara að rækta gleði, mótvægi reiðinnar. Hafi ég verið reiður á skalanum einn til tíu, er ég núna glaður á skalanum fimmtíu til hundrað. Hvað ef heil þjóð gerir þetta?
Ég er alinn upp í samfélagi þar sem ákveðnir hlutir ganga á ákveðinn hátt. Smám saman hættir maður að taka eftir því. Þegar ég var reiðibolti tók ég ekki eftir því. Það er eins með fánann. Hann táknar Ísland og þú elskar hann. Hann er hins vegar ekki þinn og enginn hefur sagt þér það. Fáni Lýðveldisins táknar arfleifð dana á Íslandi og Íslenska lýðveldið. Hvítbláinn táknar frelsi Íslands og honum var hafnað.
Ég ók í dag framhjá lögreglustöðinni og þar var ríkisfáninn við hún. Ég horfði á ríkisfánann og hugsaði „hvers vegna eru þeir að flagga ríkisfánanum? Hvaða viðburður er í dag?“
Ég áttaði mig skyndilega á því að spurning er gild. Við erum vön að keyra framhjá opinberum byggingum og stofnunum, við sjáum að þeir gera eitthvað og þeir mega það. Við erum vön því að þeir mega gera allt sem þeir vilja, innan ramma laganna. Þegar þeir fara út fyrir ramma laganna er heilmikil barátta að stilla þá af aftur og oft hafa stofnanirnar mótað lögin um sig.
Ég hef alist upp í samfélagi sem hugsar þannig og er vant því að lýðurinn, eigandi valdsins, hafi ekkert vald yfir eigin stofnunum. Ég hef alist upp sem þegn Íslenska lýðveldisins. Íslenska lýðveldið má gera það sem því sýnist. Stofnanir þess ráða yfir mér. Ég ræð engu! Því vel ég að verða borgari Þjóðveldis. Ég vil frekar vera frjáls ríkisborgari en kúgaður þegn.
Skyndilega gaus upp í mér afleiðing þess að lesa mínar eigin greinar um Þjóðveldi. Það gaus upp í mér hugsunin „ég á þetta, þetta tilheyrir mér, ég er Íslenskur borgari, í Íslensku landi og það kemur mér við ef aðrir Íslendingar þó þeir séu í einkennisbúningi draga ríkisfánann að húni. Ég á jafn mikið í þessum ríkisfána og þeir. Þetta kemur mér við.“
Svo ég vitni nú annan Íslending sem ræddi sem sagði „við munum ekki geta gert þetta, þetta verður ekki hægt.“ Ég svaraði honum „ég veit að þetta er langsótt þó hugmyndin sé einföld.“
Hann svaraði „já hún er falleg en það er svo mikil spilling í kerfinu og mikið af fólki sem er fast í sofandahætti, eða fast í efnahagslegri lægð og dugleysi. Fólk trúir ekki lengur að það geti haft áhrif eða sameinast eins og í Þorskastríðinu.“
Ég svaraði „já það veit ég líka, en ég er ekki að berjast fyrir því hvort þessi skoðun eða hin nái fram að ganga. Það getur verið að Þjóðveldishátíðin hafni mínum hugmyndum!“ Hann leit á mig svo ég bætti við „ég er ekki að berjast fyrir að mínar hugmyndir nái fram að ganga. Ég vil ekki stjórna þessu samfélagi. Ég berst fyrir því að mín rödd sé jafn rétthá og fulltrúa hjá Alþingisómynd lýðveldisins.“
Þegar ég horfi á verk „Alþingis Lýðveldisins“ lít ég niður á það. Ef ég fyrirlít Alþingi þá er eitthvað að. Ég vil Alþingi sem ég get litið upp til og borið virðingu fyrir. Ég vil fá Íslendinga sem líður eins og mér til að hitta mig á Þjóðveldishátíð. Ég vil lýðræðissinnaða, frelsiselskandi Íslendinga sem kjark og dug í eigin brjósti til að hittast á Þjóðveldishátíð og ræða saman. Ég vil ræða um þau gildi sem móta okkar þjóð og skoða hvort þau hafi merkingu.
Ég bætti við „ég vil líka fá þig og þitt sjónarmið þangað svo Íslendingar sem vilja ræða hugmyndir geti skoðað málin. Ekki koma á Þjóðveldishátíð til að samþykkja mínar skoðanir, komdu til að leggja þínar fram og sjá svo til hvað kemur út úr því!“
Ég á tilkall til þjóðfánans, rétt eins og aðrir Íslendingar þó þeir séu í einkennisbúningi, eða í jakkafötum með bindi og segi „háttvirtur þingmaður.“ Ég hef kannað sögu þjóðfánans, farið á kaf ofan í gildin sem hann er mótaður eftir. Ég veit að Íslenska þjóðin vildi Hvítbláann og að danskur kóngur hafnaði honum. Ég veit að rauði liturinn táknar danska fortíð landsins, og þar með kúgun á lýðræðinu.
Ég hef þetta að segja um fánann og ég vil nýjan fána. Ég vil endurmótaðan fána sem táknar þau gildi sem Íslenska þjóðin stendur fyrir. Ég ber virðingu fyrir þessum gildum. Ég hef lifað eftir þeim og verið dæmdur eftir þeim. Ég segi við háldanska fánann, sem við höfum aldrei gefið nafn, þú út og annar inn. Ef þú hefur eitthvað um þetta að segja þá skiptir máli hvort þú talar af þekkingu og virðingu.
Þó viðmælandi minn hafi viðhaft efasemdir um þjóðveldisbaráttuna, þá er hann lýðræðissinni. Hann þráir það lýðræði sem endurreist Þjóðveldi boðar en hann efast um trú og dug þjóðar sinnar. Hann verður upptekinn á sumarsólstöðum vegna ýmissa atriði sem hann segir frá í hálfum hljóðum. Hann veit að þjóðveldishátíðin er það mikilvægasta sem gerst hefur á Íslandi síðan 1264. Hann veit að ég mun einn mæta og standa með þessum gildum. Íslenska þjóðin hefur fórnað gildum sínum fyrir fána sem ber ekki nafn!
Mér þótti mjög vænt um að skyldi koma og tjá mér efasemdir sínar. Það segir mér hvaða traust hann ber til þess málflutnings þjóðveldis. Hann treystir að hann geti sagt mér efasemdir sínar, vitandi að ég tek þeim vel. Þó ég sé ósammála öðrum þá virði ég skoðanir annarra og sérstaklega málefnalega umræðu, því sú virðing er hornsteinn raunlýðræðis.
Hann var því að tjá mér efasemdir sínar til að gefa mér færi á að bregðast við þeim. Sem ég gerði á eins jákvæðum forsendum og mér var unnt, með því að bera virðingu fyrir hans skoðunum og tjá honum mínar skoðanir á eins virðingarfullan máta og mér var unnt.
Mér er nefnilega sama hvaða skoðun aðrir hafa. Mér er sama hvort þú ert Þjóðveldissinni eða Lýðveldissinni. Mér er ekki sama um hvort þú takir afstöðu með ónefnda fánanum eða endurgerðum Hvítbláanum. Mér er alveg sama hver verður niðurstaðan í þessu gamla deilumáli Íslensks samfélags. Deilumáli sem er beitt svívirðilegri þöggun: Viljum við Þjóðveldi eða Lýðveldi?
Við getum ekki litið framhjá þessari spurningu. Við getum ekki litið framhjá spurningunni „ertu frjáls maður?“ Við getum ekki litið framhjá spurningunni „viltu lýðræði eða spillingu?“ Við getum heldur ekki litið framhjá grundvallar spurningunni „hvernig samfélag viltu og hvað ertu tilbúinn að leggja af mörkum til að skapa þitt samfélag?“ Þetta er grundvallar spurningin.
Ég áttaði mig á því fyrir löngu síðan að ég get ekki tekið afstöðu til sjálfs mín nema taka afstöðu til samfélagsins. Ég get ekki tekið skref til að endurbyggja eigin sjálfsviðhorf og eigin persónu eftir jákvæðum gildum nema gera með tilsjón til samfélagsins. Því allt sem ég segi og geri innan um annað fólk tekur þátt í mótun þess samfélags sem ég á með þessu fólki.
Ég hef endurmótað sjálfan mig til að geta tekið þátt í samfélaginu á eins jákvæðan máta og ég treysti mér til. Það er því grundvallar spurningin í mínum huga, hvernig samfélag viltu? Ég áttaði mig á því þegar ég svaraði þessari henni að ég gæti ekki sætt mig við að bíða í sófanum með fjarstýringu og bíða þess að einhver gerði þetta fyrir mig. Þess vegna fór ég að gera eitthvað sjálfur.
Í dag fékk ég tölvuskeyti frá Íslendingi sem ég hafði sent tölvuskeyti fyrir nokkru. Ég hafði beðið hann að íhuga hvort hann vildi taka að sér ákveðið verkefni í hag Þjóðveldis. Ég bað hann að íhuga hvort hann tæki að sér mjög vandasamt ólaunað verkefni. Ég átti ekki von á að hann myndi svara mér.
Hann svaraði mér kurteislega og ég brást við svari hans á jákvæðan máta. Mér þótti vænt um svar hans án tillits til þess hvað svarið inniheldur.
Rétt eins og ég nefndi fyrr að maður sýndi mér traust til að bregðast við skoðunum sínum með jákvæðni þó við værum ósammála.
Svarskeytið tók afstöðu og skiptir afstaðan ekki máli hér. Hann svaraði mér því honum fannst beiðni mín vera svara verð. Hann tjáði sig um erindi mitt af yfirvegun og kurteisi. Fékk hann sömuleiðis kurteist svar með þeirri virðingu sem honum bar.
Hver afstaðan sjálf er skiptir engu máli. Hver og einn tekur afstöðu til eigin tilveru um hvernig henni sé lifað og eftir hvaða trú. Ég ber virðingu fyrir þessu og ætlast til að aðrir sýni sömuleiðis virðingu fyrir mínu. Þetta er grundvallar sjónarmið raunlýðræðis og þar með Þjóðveldis. Ég er frjáls maður í frjálsu landi. Ég á rétt til að lifa mínu lífi á þann hátt sem ég grundvalla. Ég er reiðubúinn að sýna grundvallargildum samfélagsins virðingu.
Ég er þannig reiðubúinn að sýna skoðunum annarra og afstöðu þeirra virðingu. Það er til fólk í þessu samfélagi sem tekur afstöðu til lífs og þjóðríkis á þann veg að ég fyrirlít skoðanir þeirra. Ég fyrirlít ekki fólkið sjálft. Ég fyrirlít í raun engan mann.
Það eru allir velkomnir í Þjóðveldið og allar skoðanir eru velkomnar í Þjóðveldið. Þetta er kjarni málsins: Hvernig samfélag viltu og ertu tilbúinn að bera virðingu fyrir skoðunum annarra? Geturðu lagt reiði, ólund og nöldur til hliðar og taka upp málefnalegar samræður og virt niðurstöðu meirihlutans? Þetta er Þjóðveldið.
Þjóðveldið er þannig jákvæð og kraftmikil hugsjón til góðra gilda samfélags og einstaklinga.
Ég hef séð hjá fólki sem hefur tekið afstöðu til Þjóðveldis og hugleitt gildi þess að þau hafa áhrif á fólk. Ég sé hjá fólki sem notar þessi viðhorf sem Þjóðveldið stendur fyrir að það hefur jákvæð áhrif inn á við til styrkingar. Ég hef séð fólk byrja á að segja Já, síðan segja Nei, síðan segja Kannski og smám saman hefja jákvæð skref í eigin lífi til að umbreyta eigin samfélagi.
Þjóðveldisumræðan opnar þannig fyrir gildi á borð við virðingu, jákvæðni, samræður og traust. Gildi sem margir telja að séu víkjandi nú til dags.
Við, þú og ég, erum í samræðu. Ég er að segja þér skoðun mína, ég veit að þú munt taka afstöðu til hennar þó ég viti ekki hvaða afstöðu. Þú veist nú að þú getur haft áhrif á þessa þróun, haft samband og tjáð þín viðhorf. Að vera sammála er ekki það sem við stefnum að. Þjóðveldishátíðin er ekki fjöreggið sem við stefnum að.
Ég sjálfur vil að Þjóðveldi verði endurreist, að við yfirgefum Lýðveldið og höfnum okkar skuldbindingum þar. Afstaða til þessa verður tekin á Héraðsþingum og Endurreistu Alþingi þegar þar að kemur. Ég veit ekki hvenær það verður en ég veit að Þjóðveldi rís aftur.
Verði spá mín ekki að veruleika skiptir þó heldur engu máli: Hvernig samfélag viltu, hvaða afstöðu tekurðu, hvað vilt þú gera í málinu?
Umfram allt taktu afstöðu og sýndu virðingu. Mótaðu samfélag okkar til betra lífs fyrir aðra, eftir góðum Íslenskum gildum – innan Lýðveldis, Þjóðveldis, eða Evrópu – sem stoltur Íslendingur. Þú hefur efni á að vera stoltur af uppruna þínum, þú ert kominn af frábæru fólki.