Fimm skref til óhamingju

Fyrir mörgum árum kom út bók á ensku – sem ég held að hafi verið þýdd – og var titilinn svona: „Seven habits of highly effective people.“ Ekki er vonum að spyrja að bókin varð metsölubók.

Síðustu ár hefur efni af þessu tagi – eða sjálfshvatningar og sjálfsþróunar efni – verið afar vinsælt á Íslandi. Segja má að við séum fimm til sjö áratugum á eftir Bandaríkjunum hvað þetta varðar, og Evrópa er þar mitt á milli okkar og þeirra.

Tökum til gamans fleiri titla af samskonar efni:

 • The 21 Irrefutable Laws of Leadership
 • Awaken the Giant Within: How to Take Immediate Control of Your Mental, Emotional, Physical and Financial Destiny!
 • The One Minute Manager
 • Magic Of Thinking Big
 • Think and Grow Rich
 • The Success Principles(TM): How to Get from Where You Are to Where You Want to Be
 • The Power Of Positive Thinking
 • How to win friends and influence people
 • The Secret
 • Men are from Mars and Women from Venus
 • Emotional Intelligence
 • Þú ert það sem þú hugsar
 • listinn er í raun ótæmandi

Þá er ekki vinsæl eftirfarandi spurning „hvers vegna er svona efni vinsælt?“ Enda liggur í augum uppi að allir vilja skara framúr eða ná árangri. Að ræða það eitthvað frekar er bara leiðinlegt.

Sjálfur hef ég lesið eitthvað af þessum bókum – eða hlustað á hljóðbókar útgáfu þeirra – eða þær sem ég nennti að lesa. Allar bækur af þessu tagi eru löng og þurr lesning og ef maður tileinkar sér ekki efni þeirra fljótt og vel verða þær leiðinlegar. Þannig enda margar þeirra á því að segja þér hvers vegna þú sért ekki að slá í gegn og allt of mikið af smáatriðum sem er langsótt að muna og tileinka sér til árangurs.

Vinsældir þessa efnis heldur þó áfram og mikið af fólki slær í kringum sig frösum úr efni af þessu tagi og bylgjan heldur áfram. Undanfarin ár hefur sífellt sótt í sig veðrið svonefnd Markþjálfun sem gengur mest út á að sérkennslu frá aðila sem hefur lesið aragrúa sjálfshvatningarbóka, sótt óteljandi fyrirlestra, skyggnt í glærur, tekið glósur – jafnvel tileinkað sér – og lært Markþjálfun.

Fyrir rúmum tíu árum var mjög vinsælt að velta sér upp úr tímastjórnun, sem þá var heitust. Ég lofa þér að eftir tíu ár verður eitthvað annað í tísku. Ég lærði tímastjórnun á sínum tíma og hef nýtt mér hana á mörgum sviðum s.s. kennslu, bókaskrif, forritun, útgáfustjórnun tímarits og jafnvel í einkalífi. Einnig fékk ég að kenna tímastjórnun í fáein skipti árin 2000 til 2002.

Þú veist að þú kannt tímastjórnun þegar þú hefur náð jafn langt og Madonna. Eiginmaður hennar fyrrverandi lýsti því eitt sinn yfir að hann hefði bara fengið kynlíf klukkan 17:00 á fimmtudögum, og það frekar tæknilegt og innihaldslítið.

Nú veit ég ekki hvort framangreind fullyrðing um einkalíf Madonnu er rétt, en hún hefur feykdjúpt innihald:

 • Veistu hversu mikil streyta ríkir á toppnum?
 • Veistu hversu erfitt er að hafa innihaldsríka dýpt í lífi sínu þegar þú lifir eftir klukkunni?
 • Veistu hvers virði það er á dánarbeði að geta reytt af sér lista yfir allt sem þú hefur áorkað, en vita ekki hvort þú lifðir lífinu?
 • Hefurðu prófað að lifa eftir fjórum mánuðum í dagatalinu, í stað tólf?
 • Hefurðu upplifað djúpa kyrrð í þínu lífi, og samt komið markmiðum þínum í framkvæmd?
 • Eru draumar þínir að rætast? Veistu hverjir þeir eru? Þekkirðu muninn á táldraumum og sáldraumum?

Þegar ég nýtti mér tímastjórnun á sínum tíma var það út frá tvenns konar nálgun. Í fyrstu hafði ég lært hana af nauðsyn þegar ég stýrði tímarits útgáfu árin ’93 til ’97. Síðar sló í gegn bókin „30 ÁHRIFARÍK ráð sem bæta tímastjórnun og margfalda árangur“ sem út kom árið 1995. Um 2000 var hún mjög víðlesin og nýtt enda stútfull af hagnýtum ráðum.

Samlegðaráhrif þessara tveggja þátta í mínum reynsluheimi voru þó mun einfaldari en allur framangreindur bingur. Eins og allt sem kemur að „Ferli hins jákvæða vilja“ þá er sú nálgun bæði einföld og kraftmikil:

 • Gerðu tvenns konar markmiðalista, og lestu hann vikulega: Langtíma markmið og skammtímamarkmið/tossalisti.
 • Gerðu þriðja listann yfir langtíma markmið sem þú hefur strokað út eða náð, og lestu hann ársfjórðungslega.
 • Taktu þér hálfa til heila klukkustund hvern dag til að upplifa kyrrð og hafðu glósubók við höndina.
 • Lærðu að gera hugarkort í stílabók.

Ef þú vilt læra að skara fram úr þá skiptir engu hvaða bækur þú lest eða hvaða námskeið þú ferð á. Það skiptir heldur engu máli hvað þú nærð miklum árangri í augum annarra ef einkalíf þitt er ófullnægt.

Einkalíf þitt nær aldrei fullnægju ef þú veist ekki hvað býr í djúpum sálar þinnar og þú færð aldrei að vita hvað þar er nema þú náir tangarhaldi á kyrrðinni. Síðustu tvö skrefin í framangreindum lista er einmitt aðferðin til þess.

Þá er tilgangslaust að vinna að markmiðum ef þú sérð ekki smáu skrefin sem skila þér þangað. Því er marklaust að gera markmiðaskrá og yfirvinna hindranir eða styrkja fókus þinn í baráttu við lífið ef þú lítur ekki reglulega yfir farinn veg. Það er einfalda og áhrifaríka leiðin til að sjá sjálfan sig styrkjast.

Fyrsta skrefið er auðvitað augljóst: Þú veist ekki hvert þú stefnir ef þú hefur engin markmið, en mundu umfram allt: Það má vera markmið að hafa ekkert markmið. Frummenn mannkynssögunnar voru ekki óhamingjusamt fólk, lifandi í frumskógum og á sléttum úti alls óvitandi um önnur markmið en að sjá ættflokknum fyrir mat, húsaskjóli og sögum eða ljóðum.

Þó að þú búir í samtíma sem hefur selt þér hugmyndir um skilvirkni, árangur, og eitthvað háleytt sem enginn veit hvers virði er, þá ertu umfram allt andleg vera, hugsandi vera, og til hvers er framúrskarandi líf ef þú veist ekki hvers líf það er?

Að lokum vil ég koma á framfæri einni málsgrein sem í mínum huga segir allt framangreint: Allir bestu listamenn sögunnar voru letihauguar sem eyddu þriðjungi ævinnar í dróma, en létu ekkert stöðva sig þegar þeir vissu hvað þeir vildu.

Því sá sem hefur trú á sjálfan sig, veit hvert hann stefnir og lærir að koma sér þangað. Sá sem hefur keypt þann áróður samfélagsins sem sannfærir hann um að efast um sjálfan sig og sýna innri mystík, hann þarf að lesa margar bækur.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.