Andaverur hins illa

Það má ekki lengur trúa því að ill öfl séu til, hvað þá að þau stjórni fólki, og enn síður að þau ráðist sérstaklega að fólki sem iðkar heiðarleika og heiður. Því ef hið illa er til, og ef það er rétt sem Biblían kennir, að til séu „andaverur vonskunnar í himingeimnum“ (svo ég vitni í Pál postula), þá er það virkt afl sem vinnur gegn einhverju góðu.

Hið fyndna er að í hinum upplýsta nútíma má heldur ekki skilgreina hvað „hið góða“ sé, og þú heyrir sjaldan prestana þora því heldur.

Brandarinn sjálfur er þó mestur þegar maður lítur í kringum sig – á 21stu öld – og sér alla þá vanlíðan, þverpokun, þröngsýni, skammsýni, bölsýni, andlegan tómleika, firringu og kyrrðarleysi (streita og aðrar greiningar).

Mér dettur í hug enskur frasi „the joke is on you“. Veldur sá er vill.

Á sama tíma og heimurinn keppist við að upphefja huga sinn og þekkingarskilning – sem áður var lýst – á kostnað andlegs veruleika, þá er í gangi darraðardans af sjálfumglaðri tilbeiðslu á þann andlega veruleika sem er bannaður:

Óskir þínar rætast, Þú átt að vera sjálfið, Lifðu í núinu, umbera og fyrirgefa, alls kyns aðrar yfirborðskenndar klisjur en fæstir hafa þó skilning á því hvaðan koma.

Að þessu sögðu – því flestir trúa að til séu örlög – hvað myndirðu halda ef ég segði þér, að fyrir tveim vikum síðan hefði ég ég séð bregað fyrir sjálfum Urrði, Verðandi og Skuld?

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.