Tag Archives: Efi

Rísandi alda sársauka, falin undir sléttu yfirborði

img-coll-0772

Það er vaxandi vanlíðan undir yfirborðinu hjá fólki þessa dagana. Fólk er hætt að treysta ríkiskerfinu, það fyrirlítur stjórnmálin, efast um trúverðugleika fréttamiðla, sér í gegnum rétttrúnað menntakerfisins, er unnvörpun að opna augun fyrir vanheilindum vísindanna. Þó fólk taki ekki undir með þeim tugþúsundm okkar sem höfum jafnt og þétt stungið nálum í „sannleika meginstraumsins“ þá er fólk hvorki blint né heyrnarlaust. Þó fólk smelli á Like og Dislike t.d. á … Lesa meira


Virðing vekur virðingu.

img-coll-0277

Eins og við höfum flett ofan af, síðan Þjóðveldið var endurreist í júní 2013, þá hélt það velli til 1662, að því var vikið til hliðar af viðbjóðslegu og sönnuðu samsæri. Þegar ég samdi bókina „Endurreist Þjóðveldi 2013“ óraði mig ekki fyrir hversu mikla dýpt ég hafði dottið niður á, ég hafði fátt til hliðsjónar annað en draum Fjallkonunnar, örfáar fálmkenndar sýnir, sterka siðferðiskennd og hugmyndir um menningu okkar sem … Lesa meira


Auðvelt að dæma, aðra en sjálfan sig

tviburar

Fyrir sjötíu árum logaði Evrópa í styrjöld. Þegar þjóðin þín á í stríði gengurðu í herinn, þannig er það alls staðar. Menn hlýða við slíkar aðstæður, ella eru þeir sjálfir skotnir. Auk þess standa menn með þjóð sinni þó hún sé hugsanlega að gera rangt við aðrar aðstæður. Bandamenn frömdu sjálfir mörg hryðjuverk í stríðinu og er eitt frægasta dæmið af því þegar Dresden var jöfnuð við jörðu: Friðsöm borg … Lesa meira


Siðrof þjóðar eða mín fyrring

tviburar

Þegar maður hefur tuðað nógu lengi um eitthvað sem manni finnst vera augljóst og einfalt, en fær takmörkuð viðbrögð og eyðir í það mikilli orku, hlýtur að koma að endurmati. Er það þess virði að reyna að orða það sem ekki virðist hægt að bera fram? Margar hugleiðingar um ástandið í þjóðmálum enda á að sýna manni umræðan virðist stýrð í hrunadans penínga pælinga lýðs og elítu annars vegar og … Lesa meira


Hvíti og svartigaldur

img-coll-0121

Þeir sem lesið hafa Orðatal vita að ég henti mér út í dulheimagrúsk í kringum 11 ára aldurinn og hef verið á undarlegu andlegu ferðalagi síðan. Hvar ég iðrast ekki neinna skrefa hingað til en hef þó stigið fleiri feilspor en vert er að rita um. Eitt sem alltaf ruglaðist í mér var hversu mjög hinir ýmsu meistarar og sjálfskipaðir kennarar – sem furðu nokk öfluðu sér ævinlega misvitra lærisveina, … Lesa meira


Andaverur hins illa

gudjon-img--0010

Það má ekki lengur trúa því að ill öfl séu til, hvað þá að þau stjórni fólki, og enn síður að þau ráðist sérstaklega að fólki sem iðkar heiðarleika og heiður. Því ef hið illa er til, og ef það er rétt sem Biblían kennir, að til séu „andaverur vonskunnar í himingeimnum“ (svo ég vitni í Pál postula), þá er það virkt afl sem vinnur gegn einhverju góðu. Hið fyndna … Lesa meira


Lífskrafturinn

ferlid-006

Trú er viðkvæmt umræðuefni í nútímanum og oft flókið. Þegar ég var í „12 sporunum“ hitti ég oft fólk sem sagði við mig „Ég get ekki notað þau, ég þoli ekki allt trúar kjaftæðið.“ Hvað á að segja við mann sem er stoltur af trú sinni á að enginn Guð sé til, svo hann nýti sér mátt trúar? Þú breytir ekki trú annarra, og virðing fyrir annarra trú er Ferlinu … Lesa meira


Að snúa á hugann

ferlid-015

Úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“: … Ef þú gerir eitthvað sem þú gerir ekki nógu vel, þú hefur kannski oft gert einhver mistök, er algengt að hugsa „ég er svo ómöguleg.“ Þegar þú lærir að taka eftir þessum ómeðvituðu og vanabundnu hugsunum – en Ferlið kennir það – þá ferðu að stöðva þessa hugsun og snúa henni við. „Þetta voru mistök en ég er ekki ómöguleg.“ Fyrir vikið muntu fara … Lesa meira