Auðvelt að dæma, aðra en sjálfan sig

Fyrir sjötíu árum logaði Evrópa í styrjöld. Þegar þjóðin þín á í stríði gengurðu í herinn, þannig er það alls staðar. Menn hlýða við slíkar aðstæður, ella eru þeir sjálfir skotnir. Auk þess standa menn með þjóð sinni þó hún sé hugsanlega að gera rangt við aðrar aðstæður.

Bandamenn frömdu sjálfir mörg hryðjuverk í stríðinu og er eitt frægasta dæmið af því þegar Dresden var jöfnuð við jörðu: Friðsöm borg sem aldrei var, og aldrei yrði hernaðarskotmark. Hve margir muna í dag að einnig voru tvær Japanskar borgir þurrkaðar út í einu vetvangi eða þegar hálf milljón Japana voru steiktir lifandi á einni viku?

Ekki gleyma því að Þjóðverjar yfirgáfu sögufræga borg á Ítalíu svo bandamenn myndu ekki eyða henni í átökum og hið sama á við um París.

Það er auðvelt fyrir nútímapakk sem aldrei hefur staðið fyrir framan byssuhlaup og aldrei tekið afstöðu í risastóru deilumáli, að kasta skyri á fólk sem það hvorki þekkir né veit neitt um. Ég hef séð ýmsar athugasemdir á Netinu í þar sem menn skrifa skítkast vegna orðsins Nasisti án þess að hafa hugmynd um hverju þeir lýsa.

Hve margir muna í dag að fyrir rúmlega öld var Bandaríski herinn að fremja þjóðarmorð á frumbyggjum Norður Ameríku? Til gamans má geta þess að allan sinn valdatíma drápu Nasistar að meðaltali 700.000 manns árlega, sé Helfarar mýtan sönn, en henni er skylt að trúa samkvæmt lögum margra lýðræðisríkja.

Hins vegar voru Sovéskir vinstrimenn að drepa 940.000 manns að meðaltali allan sinn valdatíma. Ert þú nokkuð vinstrimaður? Ef við nútímamenn ætlum að uppræta hatur, drápshvöt og ófrið í heiminum, verðum við að byrja heima. Þegar þú kastar skyri lýsirðu sjálfum þér best.

Auðvelt er að gleyma því að Húmanista samfélögin hafa framið margfalda stríðsglæpi og útrýmingar, samanborið við trúuð samfélög.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.