Hildarleikir heimsmynda

Megin dáleiðsla lýðsins felst í því að beina trú fólks á hentugar brautir. Allir hafa hvöt til að trúa – hvort sem trúin snýr að hinu yfirskilvitlega eða áþreifanlega.

img-coll-0524Þegar þú trúir einhverju verður það að þinni innri lögbók og þegar hún hefur fest sig í sessi mótar hún afstöður þínar og farveg. Frá þeirri stundu sérðu ekki hvernig trúin er orðin eins og aktýgi á huga þinn því hún er orðin kredda.

Kredda er allt það sem í heimssýn þinni er hafið yfir allan vafa og þar með er ekki rýnd í og ekki endurmetin.

Þeir sem skilja þetta eðli og hafa tækifæri til að draga í tauminn á aktýginu geta leitt þig áfram veginn – eða þann lýðshóp sem þú tilheyrir – með einföldum fyrirsögnum og yfirlýsingum, eða frösum (one liners).

Galdurinn við trúna er að þegar þú hefur meðtekið hana – hvort heldur það hefur gerst meðvitað eða ómeðvitað – er að þú munt sjálfkrafa safna í reynsluheim eða þekkingarbrunn þinn þeim þáttum sem styðja við trúna enda verður hún hluti sjálfsvitundar þinnar og því þorir þú ekki eða getur ekki auðveldlega efast um hana því þar með efast þú um hver þú ert, sem er afar erfitt ef þú hefur aldrei spurt hver þú ert.

Hins vegar hefur umhverfið kennt þér að mæla nákvæmlega hvað þú ert.

Þetta er ástæðan fyrir því að við eigum að vera ósammála en í virðingu.Að vera sammála um að vera ósammála og eiga virk skoðanaskipti um þau atriði sem við erum ósammála um. Því þannig fáum við tækifæri til að brýna afstöður eða skoðanir hvors annars og læra að endurmeta okkar eigin innri viðhorf og læra að rýna í samfélagsástandið sem mótar okkur með nýjum augum eða sýn.

Þetta þekktu menn í Mið-Evrópu um miðja síðustu öld þegar þeir ræddu um heimssýn (Weltaanschaung) því þeir áttuðu sig á því að þeir tilheyrðu heimskerfi mótaðrar heimssýnar og vildu brjóta hana upp. Þeir sáu sér enga aðra leið en að gera það á kærleiksríkan hátt með vopnum (Liebe est krieg), því þeir töldu að færa þyrfti fórnir til að móta nýja heimssýn.

Það liggur í hlutarins eðli að sú heimssýn sem sigraði þann hildarleik sem af þessu spratt, leggur ofurkapp á að fela fyrir þér þær hugsanir og viðhorf sem hleyptu heiminum í uppnám. Hún reynir allt sem hún getur til að sannfæra þig um ágæti þeirrar heimssýnar sem stjórnar huga þínum og beitir til þess slungnum ráðum eins og sést á því að vald er falið á bak við rökræður á milli hægri og vinstri þvælunnar.

Einnig felur hún hughræringar þeirrar ungu heimssýnar sem vildi fæðast, en tapaði hildarleiknum, með því að taka einn lítinn anga hennar og blása upp eins og blöðru sem hylur það sem á bak við hana er, og sannfærir þig um að hata blöðruna svo þú skyggnist örugglega ekki í það sem á bak við hana liggur.

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.