Af Kverúlöntum og Trúskiptingum

Ég sá nýlega einhvern íslenskan ofurkverúlant slengja fram orðinu „Trúskiptingur“ í deilumáli á FB. Kverúlantinn er fulltrúi trúarbragða-stríðsins gegn Íslam og sá sem fékk í sig skyrið er fulltrúi hófsemi og yfirvegunar.

Hafði ég gaman af þessu orði, því frá mínum bæjardyrum merkir orðið Trúskiptingur eftirfarandi: Einstaklingur sem vaknað hefur frá þeirri dáleiðslu sem hann var alinn upp í eða heilaþveginn til að trúa og hefur valið sér nýja.

Þar af leiðandi, þegar ég sé trúskipting veit ég að þar er á ferðinni manneskja sem gæti einn daginn fullvaknað af dáleiðslu hinna sjö ofursannleika. Kverúlantinn veit ég af reynslu minni af öllum slíkum óþokkum, er of óheiðarlegur í sínu eigin innra sjálfshatri til að rökræða við.

Maður gefur kverúlöntum vitnisburð, helst opinberlega, til að trúskiptingar vita af manni og þori í samræður við mann. Hver veit nema þeir geti selt manni sosum eins og einn sannleik eða kannski blæbrigði á nýja hugsun.

Sjaldan hef ég séð kverúlant kynna til sögunnar nýstárlega hugsun.

 

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.