Lífskrafturinn

Trú er viðkvæmt umræðuefni í nútímanum og oft flókið. Þegar ég var í „12 sporunum“ hitti ég oft fólk sem sagði við mig „Ég get ekki notað þau, ég þoli ekki allt trúar kjaftæðið.“ Hvað á að segja við mann sem er stoltur af trú sinni á að enginn Guð sé til, svo hann nýti sér mátt trúar? Þú breytir ekki trú annarra, og virðing fyrir annarra trú er Ferlinu heilög. Ekki leyfi ég heiðnu fólki, né trúleysingjum, að rífa niður trú mína á Krist – þeir eiga sama rétt gagnvart mér.

Svo kemur trúarefinn. Allt trúað fólk kannast við trúarefann (Crisis of faith) sem er oft verstur þegar illa gengur. Hinn virti rithöfundur – Paulo Coelho – segir að margar bóka hans urðu eftir baráttu við trúarefann.

Kraftur Ferlisins – sem er umtalsverður – sprettur að hluta frá trú, en trú á hvað? Ferlið hefur enga trúarstefn. Það hefur engan áhuga á að vita hvað þú trúir á og þar er bannað að halda sérsniðnum trúarskoðunum að öðrum. Trú á svokallaðan „æðri mátt“ er þar tabú, svo og Óðinn, Þór, Drottinn, Kristur, Búdda og svo framvegis.

Við getum þó öll verið sammála um eitt, það er Lífskrafturinn. Þú veist ekkert hvaðan lífsviljinn sprettur í brjósti þér. Þú veist ekkert hvernig hann varð til, eða hvert hann mun leiða þig. Þú valdir ekki foreldra þína, né þeir þig. Enginn veit áður en hann fæðist „hver“ hann er og verður.

Þegar við lítum til baka sjáum við þó að við eigum feril eða lífsbraut (Path) sem við fetum okkur eftir. Margt það besta í lífinu birtist óvænt á lífsferlinum. Allir sem orðið hafa ástfangnir – trúleysingjar sem trúaðir – geta vottað þetta.

Í Ferlinu fór ég að treysta lífskraftinum í eigin brjósti. Þetta ógnarafl sem býr í öllu fólki, og umvefur alla mína persónu: Persónuleika, sál, undirvitund, tengingar við aðra, mótar lífsferil og svo framvegis.

Ég opnaði augun fyrir að lífskrafturinn getur bæði verið jákvæður og neikvæður, og ég sá umfram allt hve fyrnasterkur hann er. Það er kraftur sem býr í öllu sem lifir og stefnir í eina átt: Til lífs!

Dagana sem trú mín er veik, sný ég til Lífskraftsins, þessa máttuga óskilgreinda krafts sem í öllu býr. Ég biðla til þess jákvæða í honum og treysti til að fleyta mér áfram, til að styrkja mig í lausn minna mála. Sumir kalla það Guð, aðrir örlög, sumir bara Lífskraftinn.

Umfram allt, hef ég óbilandi trú – á eitthvað fyrnamáttugt sem hjálpar mér áfram og veitir mér meðbyr. Í átt til lífs. Jákvæðs, kraftmikils skapandi lífs. Þegar ég hef áhyggjur treysti ég honum fyrir þeim.

Ferlið er jú svo einfalt – stundum of einalt – en það einfalda virkar oft best.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.