Lýgi sem er trúað verður sannleikur

Í áratugi hefur lýðurinn verið dáleiddur til að leita eftir afþreyingu og að eyða tíma sínum og hugsun í eftirsókn eftir vellíðan og ágóða sjálfsins. Í slíkum spuna hverfur grundvöllur samfélagsins úr augsýn og þar með úr hugsýn.

img-coll-0007Meðan hugur þinn sér ekki að stjórnarskráin er undirstaða eða sáttmáli þjóðar um hvernig hún mótar eigin samfélag þá ert þú ekki að eyða orku þinni í að móta samfélagið heldur þeir sem halda um sáttmálann. Því þeir nenna að lesa hann og vita hvernig má sniðganga hann.

Þannig hefur uppeldi þitt og menntun verið kerfisbundið mótuð til að þú látir aðra um leiðtogahlutverk og vald lífs þíns.

Hinn dáleiddi veit ekki að hann er dáleiddur og því sérð þú það ekki heldur, nema þú ögrir eigin hugmyndum. Það er gert með því að efast um allt sem þú heldur að sé rétt.

Ertu kona? Ertu mannvera? Hvað ef þú værir karlmaður í kvenlíkama en héldir að þú værir kona því þú værir hommi?

Skyndilega liggur í augum uppi hvers vegna þú sem kona átt svo slæm sambönd við aðra karla; því þeir finna á sér að þú ert í rauninni karl, og þú finnur það líka því þú ættir að vera með öðrum hommum en til þess þyrftir þú annan líkama.

Hvað ef þú værir fallinn engill, heimsendi og dómsdegi væri löngu lokið og þú í dýflyssu með hinum djöflunum. Í óbærilegri dýflyssunni væruð þið búin að smíða afþreyingarkerfi þar sem þið lifið æviskeið eftir æviskeið í ímynduðum líkama mannveru sem felur illsku sína undir yfirborðsgæsku og flatri hugmyndafræði.

Báðar þessar hugmyndir standast heimspekilega rýni.

Til þess að geta notað slíka tækni þarftu að taka dáleiðsluhjálminn af huganum og ögra þínum eigin náttúrulegu viðmiðum. Ef þín eigin náttúrulegu viðmið væru þín eigin, sköpuð af þinni eigin sál, þá myndirðu þora þessu því þú hefðir innri styrk.

Sé hugarheimur þinn hins vegar mótaður utanfrá þá hefur egóvitund þín ekki þann styrk að móta sjálfa sig og þorir því ekki að ímynda sér að hún trúi öðrum veruleika, því hún óttast að hún myndi trúa honum og týnast í þeim hugmyndaskógi.

Ef við byggjum í lýðræðis kerfi þá myndi stjórnarskrá þín hafa eftir farandi klásúlu; þegar tiltekinn fjöldi borgara neitar að kjósa eða skilar auðu þá er kosningin ógild. Þú hins vegar sættir þig við, mjög nýlega, að stjórnmálatófurnar breyttu kosningum í skoðanakönnun.

Til eru í dag tvær stjórnarskrár á landinu. Slóðirnar á þær eru ekki leyndarmál en það kostar [áreynslu] að fá þær. Það tekur fimmtán mínútur að lesa þær báðar. En það reynist huga þínum ofraun að hugsa það til enda að gera það, hvað þá byrja á því. Samt heldur þú að þú sért ekki dáleiddur til að sleppa því.

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.