Kraftur hinnar fönguðu sálar

Til þess að fatta hvers virði þú ert, þarftu fyrst að henda verðgildi sjálfs þín og verða einskis virði. „Ég er ekkert, Guð er allt“ eða „ég er ekkert, lífið er allt.“ Fer eftir trúarlegri heimsmynd þinni.

img-coll-0237Heilinn í þér er lífrænt reikniverk, og það er vissulega rétt sem margir hafa bent á, að hann er líkari útvarpsmóttakara en framleiðanda. Hann vinnur úr upplýsingum sem hann fær.

Hinn mannlegi einstaklingur þorir ekki að fara út á þann planka, því hvað er þá egóið, sjálfsmyndin,, nafnið mitt, vitið mitt, þekkingin mín, rökin mín; viðurkenningin á mér?

Allt þetta heldur áfram að vera til staðar. En þú ert sál áður en þú verður egó og þú verður áfram sál eftir að egóið deyr. Þú lofar egóinu að þú varðveitir sögu þess og vittu til, það gefur vellíðan til baka, traust og virðingu. Því egóið er uppskrift hugans, hugarmynstur; blekking vitundar falin í reikniverki.

Sálin er hin raunverulega vitund sem fæðir hugann af hugmyndum, innsæi og sköpunarkrafti.

Til að styrkja sálina færir þú vægið af egóinu yfir á hana og varpar skoðunum þínum yfir í gildismat sem þú stendur með. Þannig endurtengist þú aftur sál alheimsins og upplifir hið sanna afl. En meðan þú viðurkennir ekki sál þína – sem líkaminn er inní – þá hleypir þú að vitund þinni andaverum vonskunnar í himingeimnum.

Það er ástæða fyrir því að þú ert alin(n) upp í veröld sem fjarlægir þennan skilning frá þér. Því það eru til aðrar vitundir sem nærast á sköpunarkrafti hinnar fönguðu sálar.

Ég hef fjallað meira um skyldar pælingar í The Process of Positive Willpower.

 

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.