Lifandi Alheimur er persónuleg veröld

Lýgi sem er trúað, verður sannleikur. Sannleikur stjórnar huga þínum og hugur þinn stjórnar hegðun þinni. Allar hugmyndir sem þú tekur sem sannleika munu stjórna þér hvort sem þær eru þínar eða annarra.

Allar hugmyndir, án undantekninga, eiga mótvægishugmynd, og í sumum tilfellum þriðju og jafnvel fleiri.

Frjáls er sá hugur sem trúir öllu og engu eftir því sem hann vill sjálfur. Vilji er eina skýra leiðin til frelsis og þegar hún er vörðuð föstum, eða hikandi skrefum, byrja mörk og virðing að mótast í sál þinni; sem er forsenda kærleikans.

Kærleikurinn er þó enn ein hugmyndin, notuð til að minna þig á að eitthvað vantar en um leið til að dáleiða þig til að trúa enn einni lýginni; því orðið er án afstöðu og ástríðu. Ást er hins vegar alvöru, og hún fæðist úr vilja og virðingu.

Lífið getur ekki verið ópersónulegt, það þekkir ekki hlutleysi en elskar þó jafnvægi.

Ekkert fæðist inn í heiminn án ástar, hvort heldur hjartaástar eða hegðunarástar. Ekkert deyr án trega og depurðar. Ef þú heldur að vitundin sem innblés alheimi vilja til lífs og vaxtar sé ópersónulegur, þá hefur þú engann persónuleika né heldur alheimurinn sem er iðandi af lífi.

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.