Þrír ógleymdir stríðsglæpir

Dagana 13. til 15. febrúar árið 1945 flugu nokkur hundruð flugvélar yfir borgina Dresden í Þýskalandi og breyttu borginni í eldhaf. Yfir hundrað þúsund óbreyttir borgarar létust þessa dagana og þúsundir vikurnar á eftir.

img-coll-0271Hundruðir óbreyttra borgara báru örkuml fyrir lífstíð. Svo öflugt var eldhafið að margir köfnuðu úr hita og súrefnisskorti þó þeir væru í öruggu skjóli.

Engin hergagnaframleiðsla var í borginni. Nær engar loftvarnir voru við borgina né herbúðir – nema til málamynda – því borgin var ekki hernaðarlega mikilvæg.

Mannvinurinn Churchill hafði lengi barist fyrir því að geta lagt við jörðu þýskar borgir af þessu tagi og meðal annars vildi hann varpa sinnepsgasi á Berlín.

Hann hafði sitt fram aðeins til hálfs; og í dag er þér sama því þýskarar voru allt nasistar sem slátruðu gyðingum.

Þann 6. ágúst árið 1945 varpaði Bandaríski frelsisherinn Kjarnorkusprengju á borgina Hiroshima í Japan og þrem dögum síðar annarri á borgina Nagasaki. Báðar sprengjurnar að fyrirskipun mannvinarins Harry Truman. Annar mannvinur að nafni Franklin D. Roosevelt hafði fyrirskipað framleiðslu þessara sprengja en hann dó áður en þeim var varpað.

Allt að tvöhundruðogsextíu þúsund óbreyttir borgarar dóu í báðum borgunum samdægurs, af sprengingunni sjálfri, vegna hita og súrefnisskorts vegna elda í kjölfarið eða af völdum geislunar fyrsta sólarhringinn.

Tugþúsundir hlutu þar að auki ævilöng örkuml eða dóu af völdum eftirbrunasára og langtíma áhrifa geislunar næstu ár og áratugi.  Hvorug borgin hafði tilhlýðilegar loftvarnir eða hergagnaframleiðslu, herbúðir eða hernaðarmannvirki að neinu gagni, enda flokkuðust þær á sama hátt og Dresden.

En þetta er allt í lagi því Japan var í bandalagi með þýskaranaasistum og frömdu stríðsglæpi í Kína á stríðsárunum og voru svín þar til þeir fengu Fulltrúalýðræði. Þar að auki á bara Nató einkarétt á að ákveða hvað sé stríðsglæpur.

Í grein sem ég ritaði nýverið um ódæðisverkið gegn Charlie Hebdon í frakklandi, minntist ég á að um það bil fjórar milljónir þjóðverja hafi verið drepnir af Bandamönnum árin 1945 til 1949. Heilmikið er til af upplýsingum um þetta, en það efni er aðeins fyrir afdáleidda.

 

 

 

This entry was posted in Samsæriskenningar and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.