Hinn siðprúði múgur er stýrður lýður

Ef megnið af fólki hefur misst tökin á innihaldi siðferðis og er tilbúið að gefa öðrum vald yfir mælikvarða eigin siðferðis, og ef iðkendur frjálsrar hugsunar eru „útsendarar kölska“ þá sér enginn þegar nornaveiðar og dáleiðsla miðalda er enn að verki.

img-coll-0306Ef það er rétt sem trúarbrögðin segja beinlínis og Samsæris kennismiðir rökstyðja ítarlega, að samfélag fólks sé miðstýrt í gegnum blekkingar skuggavalds, þá væri rökrétt að efast um allan siðferðisboðskap og mötun meginmiðla.

Ég er persónulega á þeirri skoðun að meginþorri fólks sé siðblind og dáleidd sauðahjörð og mun sú yfirlýsing vafalaust reita ýmsa til reiði. Treysti ég mér vel til að rökstyðja þessa skoðun og að stórum hluta snýst bók mín „Varðmenn kvótans“ um mjög gott dæmi á hvernig fólk yfirfærir eigin siðblindu yfir á aðra og felur sig á bak við sjálfsheilagleika eftir á.

Í bókinni rek ég meðal annars hvernig Fiskistofu elítan bregst hlutverki sínu sem varðliðar kvótakerfisins á bak við faglegt orðagjálfur sem breiðir yfir skort á faglegri ábyrgð og sérstaklega dreg ég fram hvernig þáverandi Fiskistofustjóri – sem gefur sig út fyrir að vera mannréttindavörður – braut á mínum mannréttindum og réttlætti það með stofnanamáli sem ég hef ritfest.

Meðan ég vann hjá Fiskistofu gerðust atburðir í samfélaginu sem í daglegu tali nefnast Bankahrunið og Búsáhaldabyltingin. Í þessari svokölluðu byltingu man ég að samstarfsmaður gagnrýndi mig fyrir að standa ekki undir samfélagslegri ábyrgð – og borgaralegu siðferði – og koma með í mótmælin. Sami aðili gekk með veggjum þegar mannréttindi mín voru brotin.

Enginn úr hópi samstarfsmanna var tilbúinn að styrkja mig í baráttu minni til að halda starfsframa mínum og starfsheiðri þegar mest brann á en sama lið fær áfallahjálp vegna tilhugsunar þess að stofnunin verður flutt. Stéttarfélag okkar neitaði mér um aðstoð og réttlætti það síðar.

Þá er áhugavert hversu stór hluti þjóðarinnar reiddist stjórnmála elítunni og bankaelítunni fyrir að lánin hrundu í fanginu á þeim en hvergi sást fólk axla ábyrgð með setningu á borð við „ég tók of mörg lán“ eða „ég tók óþarfa lán“ eða „ég fjármagnaði einkaneyslu með lánum“ eða „ég keypti stærra húsnæði en ég þurfti.“ Nei, þetta var allt elítunum að kenna.

Ég man að landsþekktur og ástsæll tónlistarmaður sem var hatrammur í tali gegn elítunni á þessum tíma viðurkenndi fúslega ábyrgð á eigin fjármála ákvörðunum en var þó duglegur að benda á – og hafði rétt fyrir sér – að elítan neyddi þjóðina til að axla ein þungan af hruninu.

Síðar benti sami maður á að stór hópur þjóðarinnar mætti axla ábyrgð á eigin lánasukki en uppskar úldna tómata í athugasemdakerfum. Siðspilling er að mínu mati þegar maður sér flísina í auga bróður síns og fer mikinn en ekki bara lætur eins og eigin augnabjálki sé ekki til heldur reiðist ef hann er dreginn framundan leppnum.

Tökum klassíst dæmi af Nasisma. Allir hata Hitler og allir fyrirlíta Nasismann; því hinn sjálfheilagi hefði sko ekki tekið þátt í svona bulli og illsku!

Hve margir Íslendingar samtímans létu eins og dáleiddar hænur þegar þeir æddu í bankana haustið 2004 til að taka lán, selja íbúðina, kaupa stærri íbúð, bæta við einu herbergi og einum bíl, og röfla svo á kaffistofunni hversu mikið þeir hefðu grætt, því nýja íbúðin var að hækka í verði?

Ég hef ekki tölu á hversu oft ég neyddist í félagsaðstæðum til að hlusta á svona gegndarlaust rugl eða hversu erfitt var að reyna með yfirveguðum rökum að fá fjármálasnillingana til að reikna. Enginn þeirra virtist hafa lesið „Falið vald“ eftir Jóhannes Björn né skilja hafa lágmarks skilning á hvernig heimsbankakerfið virkar.

Árið 1930 var menntun í Þýskalandi síst minni en menntun á Íslandi er í dag. Fólk þar hafði áratug fyrr hafið endurbyggingu lands síns eftir verstu styrjöld sem mannkynið hefur séð. Menningarstrumar í milljónaborgum landsins voru þekktir að framúrstefnu hugsun, listir blómstruðu og höfðu gert árum saman.

Iðnaður landsins var aldir á undan því sem litla krúttland norður í Atlantshafi þekkir eða hefur innsæi til. Fólk vissi hvaðan það kom, hvað það stóð fyrir, og hvað skipti það máli. Þetta var fólk sem fylgdist með heimsmálum, lét til sín taka í samfélagsmálum, ferðaðist ef það gat og það var tilbúið í nýja heimsstyrjöld.

Ef þetta fólk var heimskara og siðspilltara en Íslenska þjóð samtímans þá er það ekki sama þjóð og Íslenzka þjóðin sem ól mig upp.

Tilefni þessa pistils er klippa úr kastljósi á Youtube rásinni ruslveitan. Þetta er stutt og áhugavert viðtal við sérfræðing í skilgreindri siðspillingu. Ég hvet lesanda minn til að horfa á það með gagnrýnum augum og spyrja sig hvað sé ekki sagt.

 

httpv://www.youtube.com/watch?v=qS6uyi8Y2Bk

 

Sérstaklega hvet ég lesandann til að hafa í huga að Akademían fullyrðir að spillta genið sé fundið en jafnframt að það sé ólæknanlegt. Mín skoðun er sú að verið sé að telja siðspilltum og innihaldslausum múgnum trú um að hann sá gull og gersemi – svo ég vitni háð Sölva Helgasonar.

Því hvað græðir elítan á þessum boðskap? Getur verið að einstaklingar sem eru atómíseraðir innan múgsins og hafa misst getuna til að rýna í eigin syndir séu leiðitamari neytendur en ella? Getur verið að auðveldara sé að æsa þá upp t.d. til að fara í stríð við lönd sem talið er að eigi gjöreyðingarvopn eða til að beita tiltekin trúarbrögð ofsóknum?

Ég sjálfur horfði þrisvar á viðtalið meðan ég hugleiddi þá þætti sem ég minnist hér á. Í þriðju spilun slökkti ég á hljóðinu og horfði eingöngu á líkamstjáninguna. Einnig tók ég sérstaklega eftir – við annað áhorf – tengingu viðmælandans við lögreglu og viðskipti.

Sérstaklega þótti mér áhugaverð líkamstjáning konunnar sem fólk vildi fyrir forseta og ekki síst hin skýru skilaboðum að nánast eingöngu karlar séu siðblindir. Því hver er skilgreining siðblindu og rökin fyrir henni – eða ástæðan fyrir að þessi skilgreining er til?

Fyrst siðlausir eru bara forstjórnar valinna fyrirtækja eða þeir sem eru í fangelsi, þá eru þeir tæplega starfandi á þingi eða við fjölmiðla?

Sjáðu samsærið, það er djúpt á því, en augljóst þegar þú sérð það. Aukinheldur, taktu eftir hversu auðvelt er að afgreiða fólk sem ómarktækt fái það á sig þennan vafasama stimpil. Ennfremur, hversu mikið er þessi stimpill notaður til að móta hugsýn þína

Ég átta mig á að ég tek stórt upp í mig varðandi skoðanir mínar á siðblindu og vissulega er dálítið skautað á hálum ís varðandi skilgreininguna. Ég leyfi mér ekki að tilgreina sérstaklega eða ráðast á hina akademísku skilgreiningu á siðblindu (psychopathy) heldur er ég fyrst og fremst að efast um forsendur þessarar skilgreiningar og hvernig niðurstöðu hennar er beitt.

Ég nefndi hér fyrir framan þá tillögu að um samsæri væri að ræða og skal útskýra það nánar. Því skilgreining á siðblindu er marklaus án þess að skilgreina fyrst hvað sé rétt eða rangt. Sú skilgreining er hins vegar ætíð og ævinlga háð meðalviðmiðum þess menningarsamfélags sem notar þessi viðmið.

Viðmiðin eru meðal annars notuð til að ákveða fyrirfram hugarfarslega staðla sem eru algjörlega háðir trúarlegri, tilfinningalegri og sálrænni dýpt þess samfélag sem á að nota skilgreininguna. Rétt er að benda á tvö dæmi til að útskýra þetta.

Er sá maður siðblindur sem fremur morð? Já myndu flestir svara, en gleyma því að okkar samfélag leyfir borgurum sínum að ráða sig til starfa hjá stofnunum þar sem morð eru starfsvettvangur. Því þó við köllum það herþjónustu þá er það starfi.

Einnig gætum við spurt hvort siðlaust væri að kæfa eða líknarmyrða fatlað barn sem fyrirfram væri ljóst að gæti ekki bjargað sér sjálft? Já, myndu flestir svara en vita þó ekki að þjóðflokkar flestra Regnskóga leyfa – og krefjast – slíks fyrsta ár barnsins.

Þar þykir það siðblinda að neita þessari framkvæmd því það setti lífsafkomu ættbálksins í hættu.

Ein þjóð í Afríku – nánar tiltekið í Nígeríu – er samsett úr milljónum einstaklinga og rekur sögu menningar sinnar mörg þúsund ár aftur í tímann. Þjóð þessi lítur svo á – og hún elur börn sín þannig upp – að sá sé siðblindur sem ekki sér við blekkingum annarra. Því er hluti uppeldis þar að reyna að blekkja aðra með svikum og prettum.

Margir upplýstir Íslendingar líta svo á að í Nígeríu búi mikið af siðblindu fólki en vita ekki að í því stóra landi sem telur um eitt hundrað milljónir manns eru yfir tvöhundruð þjóðir og ættbálkar með mismunandi siði og tungur. Ein þessara þjóða er sú sem ég vitna til og fólk innan hennar hefur gaman af að svíkja og pretta fávita á vesturlöndum.

Um leið og þú skilgreinir siðblindu og breytir henni í kreddu, verður hún að einu þeirra tóla sem hugmyndasmiðir nota til að móta huga þinn og lífsmynstur. Þetta er eitt öflugasta dáleiðslutól sem elítan ræður yfir; eða þar til þú fattar hvað syndafallið í Paradís táknar í raun og veru.

 

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.