Alheimur er mældur með ljósi sem gæti blekkt hugann

Fyrir aðeins fjórum öldum vorum við að byrja að skilja að jörðin snýst í kringum sólina. Við erum alin upp við að það sé staðreynd og að það hljóti að vera augljóst. Ef við hins vegar leggðumst út undir beran stjörnuhiminn þá er það engan veginn augljóst.

img-coll-0157Til að sjá það þarf maður að eyða nótt eftir nótt úti að horfa, skrásetja, miða út, reikna út, og horfa betur. Ekki bara örfáar nætur heldur tugi og jafnvel hundruði nótta.

Höfum í huga að þeir fyrstu sem þetta gerðu voru uppnefndir sem ónytjungar og letihaugar, skrýtnir ofvitar eða þaðan af verra.

Menn sem eyddu tíma sínum í slíkan óþarfa voru gagnrýndir. Sagan hefur þó gefið þeim verðleika sína en við nútímafólk erum enn að benda á ónytjunga og skrýtna ofvita og setja út á þá ef við skiljum ekki hugsun þeirra.

Ekki þarf langt að leita nema lesa bókina Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson sem fyrir um það bil öld síðan var gagnrýndur fyrir ónytjungshátt. Hver sá sem lesið hefur Þórberg veit hvers kyns snillingur hann var.

Þegar menn fóru að prófa þau skrýtnu reiknilíkön sem gerðu ráð fyrir að sólin væri miðjan og að jörðin ásamt örfáum öðrum himintunglum gengju í kringum hana fóru siglinga kort fyrst að verða nákvæm og áreiðanleg. Smám saman fóru menn að sjá að deplarnir á himninum voru ekki allt stjörnur heldur voru einnig til plánetur. Fyrirbæri sem aftur krafðist mjög smásmugulegrar rýni.

Þú horfir á depla á himni sem eru á við mannshár að breidd héðan séð og reiknar og fylgist með og reiknar aftur.

Smám saman opnast ný sýn. Sólin er ekki miðja alheimsins heldur í útkjálka risastórrar stjörnuþoku sem sjálf snýst! Það er minna en öld síðan E. Hubble rakst á þetta eftir margra ára þrotlausa *vinnu* við að rýna í risastóran stjörnusjónauka.

Í dag þykir þetta sjálfsagt. Ennfremur erum við farin að sjá hvernig alheimurinn í óravíddum tíma og ljóss er að þenjast út hraðar en ljóshraði og að hraðinn á útþenslunni eykst. Við erum búin að reikna út hversu gamalt fyrirbæri Alheimurinn er, hversu gömul sólin okkar og hversu gömul Mjólkurbrautin er.

En okkur yfirsést eitt lítið atriði.

Allt sem við erum að mæla er gert héðan frá okkar agnarlitla punkti. Allt er það reiknað út frá ljósbrotum. Við vitum ekki hvort það sem við sjáum sé filterað! Er það svo fáránleg athugasemd? Ef svarið er já, lestu þá greinina aftur.

Hvernig sem þú skoðar heiminn, hvernig svo sem þú lest þér til eða fylgist með, hvaða heimsmynd eða sannleikur það er sem þú aðhyllist; það er alltaf meira til að sjá og heyra og þriðjungur þess ögrar þeirri heimsmynd sem þú hefur valið.

Við erum ekki alltaf meðvituð um að við veljum heimsmynd og að oft er hún valin fyrir okkur. Besta dæmið er þegar hægt er að dæma fólk í fangelsi fyrir skoðun, sem er enn gert á vesturlöndum eða þegar hægt er að dæma menn úr leik fyrir að gagnrýna konur. Eins og Voltair benti á; finndu út hvern þú mátt ekki gagnrýna og þú finnur út hver ræður.

Allt sem þú heldur að sé satt gæti verið blekking og þú getur treyst því að utan áþreifanlegra og mælanlegra hluta, ef rætt er um hugmyndir, skoðanir eða viðburði, að þú veist ekkert hvaða ímyndir eru notaðar til að stýra skoðun þinni og vali fyrir en þú hafnar öllum þínum eigin gildum.

 

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.