Brjóst eru bæði gleðigjafi og næring

Þegar maður er krakki er móðurbrjóstið bara búnga framan á mömmu. Þegar farið er í sund á þeim árum með mömmu sinni er tekið eftir hversu misjöfn þau eru. Til að lýsa því nánar þyrfti að rýna í þrjúþúsund milljón pör.

img-coll-0197Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá herferðina um frjálsar geirvörtur var Einhver flaug yfir Gaukshreiðrið eða eins og vísdóms maður kenndi mér þegar ég var unglingur; fáránleg spurning kallar á fáránlegt svar.

Mér virtist að eina slagorðið eða röksemdafærslan fyrir fáránleikanum væri að „karlar mega bera sig að ofan, þess vegna við líka.“

Satt að segja er ég enn svo undrandi yfir að ofmenntaður skríllinn – og hvað þá vanþroska fjölmiðlar – landsins hafi keypt og kyngt þessum þvættingi að ég á erfitt með að koma upp orði. Ég tjáði mig smávegis um þetta við fólk í tengslanetinu og einnig á Feisinu og heyrði fljótt að meirihluti fólks sá þetta svipuðum augum og ég, svo ég ákvað að tjá mig ekki frekar.

Það breyttist þó í kvöld, eftir að hafa tekið eftir síðustu daga að hellingur af fólki sem hefur sig í frammi á samfélagsmiðlum og í bloggheimum er enn að reyna að moðast í gegnum fáránleikann. Fólk sem er vant því að tuða gegn ríkisvaldinu við vinsældir reiðra samlanda sinna reyna hver um annan þverann að totta vinsældirnar út á smekklausar vörtumyndirnar og augljóst innihaldsleysið.

Stór orð? Byrjum á rökleysunni um að karlar megi fara úr að ofan og þess vegna megi konur það einnig.

Setningin gefur í skyn að konur hafi engan kynferðislegan áhuga á að sjá karla bera að ofan. Hver einasta beinhneigð kona og beinhneigður karl sem komin eru til vits og þroska vita að konur horfa á karlmenn með ánægju þegar þeir fara úr að ofan.

Ef rökstyðja þarf það nánar þá kann lesandi minn ekki að lesa, hefur aldrei umgengist kynverur og er líklega ekki kynvera og ætti því að snúa sér aftur að nýjustu sápu sjónvarpsins eða tölvuleik.

Ég gleymi seint þegar Hérastubbur nokkur sagði mér frá því að stúlkurnar í vinnunni hjá honum flettu upp myndskeiði með greinarhöfundi og gelgjuðu upp; hann er ber að ofan!

Tökum næsta snúning á hinu sama. Hver sá sem sér þessa setningu sér umsvifalaust að hún er samansett af öfgafemínista sem hatar að karlar séu kynverur, hatar einnig að konur fíli að vera kynverur og vill frekar að beinhneigðar konur horfi á brjóstin á hvor annarri en körlum.

Eitt af því sem hinsegin öfgafemínistar hata meir en karla eru konur sem laðast að körlum. Þess vegna fíla slíkar forynjur að hræra upp í úngum og vanþroska stelpum til að haga sér eins og fávitar á Vefnum, með misvanþroska og kynþokkalausum myndum og yfirlýsingum, því þá er einhverju kvenpervísku markmiði náð.

Falleg brjóst eru augnayndi og það er fegurð að þeim þegar þau fá að vera hispurslaust í sínu náttúrulega veldi. Notuð brjóst eru líka augnayndi en ekki fyrir fegurð sína heldur sögu. Allt sem mannslíkama – beggja kynja – viðkemur hefur í sér virðingu og fegurð sem ekkert hefur að gera með hina helgu baráttu fyrir virðingu og jafnrétti beggja kynja.

Sumir gleyma í hita leiksins að síðustu ár hefur öfgafemínisminn farið yfir strikið og hallar mjög á rétt og virðingu stórs hóps karla í samfélaginu. Margt mætti týna til varðandi þann þátt og þekki ég margar tárasögur kynbræðra minna sem hafa verið bældir, niðurbrotnir, bugaðir og svívirtir í þeirri baráttu án þess að eiga neina rödd.

Vil ég frekar sjá til hvort ég safni slíkum sögum saman einn daginn, bæði úr ranni eigin minnis og ef karlar senda mér sögur sem ég má í nafnleynd setja í bing. Í þessu sambandi langar mig að benda á frábærar ábendingar Axels Péturs Axelssonar í nýlegri hugvekju á frelsiTV á Youtube.

 

httpv://www.youtube.com/watch?v=WJNXGibBTGo

 

Íslenzk hugsun hefur ætíð verið jafnréttissinnuð í eðli sínu og þroskaðir Íslenskir karlmenn hafa aldrei þóst vera húsbændur á eigin heimili nema þegar þeir segja brandara.

Á Þjóðveldisöld var iðkað hérlendis virkt jafnrétti og margar sögur eru til um það þó sagan sem Kirkjuvaldið og síðar Konunga- og Ríkisþingsvaldið hafi skrumskælt söguna.  Langt mál er að rökstyðja það í þessum pistli en vísa þess í stað á Bókasöfnin og bók mína Endurreist Þjóðveldi.

Fólki væri nær að iðka virðingu í samræðu og hugsun en að láta eins og fávitar á Netinu. Fjölmiðlum væri sömuleiðis nær að spyrja sig spurninga á borð við „hvenær verður málvaðall að menningarvita?“

Að lokum mætti lesandinn spyrja sig hversu margir innihaldslausir spunastormar hafa gengið yfir landið frá Fjölmörðunum síðustu mánuði; því næg eru alvörumálin sem ræða mætti, en hvernig er hægt að ræða saman þegar umræðan sturtar fyrir þjóðina bílförmum af bulli?

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.