Tag Archives: Virðing

Segð og Orðræða í sögu hugsunar og málfars

img-coll-0266

Þegar Morgunblaðið íslenskaði enska orðið Browser sem Vafra, líkaði sumum vel og öðrum miður. Sjálfur var ég hrifnari af heitinu Gramsari en það kom frá manni sem notar Vafra mikið við að gramsa á Netinu. Ég reyndi um tíma að nota orðið Rápari því það var rétt orð samkvæmt Tölvuorðasafni Íslenskrar málefndar. Ég gafst þó upp á að reyna að ýta við lesendum Morgunblaðsins og áheyrendum þessara lesenda. Vafri er … Lesa meira


Brjóst eru bæði gleðigjafi og næring

img-coll-0197

Þegar maður er krakki er móðurbrjóstið bara búnga framan á mömmu. Þegar farið er í sund á þeim árum með mömmu sinni er tekið eftir hversu misjöfn þau eru. Til að lýsa því nánar þyrfti að rýna í þrjúþúsund milljón pör. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá herferðina um frjálsar geirvörtur var Einhver flaug yfir Gaukshreiðrið eða eins og vísdóms maður kenndi mér þegar ég var unglingur; … Lesa meira


Alsæla atvinnuleysis og brostinna vona

img-coll-0255

Atvinnuleysi er yndislegt, halda sumir, og virðast halda að auðvelt sé að taka fjórfaldri tekjulækkun og lifa á ölmusu. Lífsneisti heimila er margbrotinn, stundum þverbrotinn en lífið er ekki mælt í peníngum. Lífið  er betur mælt í trú fólks á sjálft sig og getu til að lifa sínu dags daglega lífi í virðingu, bæði við sjálft sig og aðra. Því miður er mikið af orðagjálfri manna, bæði í stjórnmálum og … Lesa meira


Samfélag heilagleikans og þaggaðir blíðusalar

img-coll-0653

Alþingi Lýðveldisspunans fremur ofbeldi á fólki sem vill selja hágæðaþjónustu af persónulegum toga. Fjölmiðlar og viss grasrótarhópur hefur komið því inn hjá þjóðinni að þetta fólk hljóti allt að vera fíklar eða undir áþján mansals. Engin raunveruleg rýni er til í þetta fag á meðan það er dæmt jafn harkalega og yfirborðsheilög elítan og nokkrir siðapostular halda þeim föngnum sem stunda fagið af faglegum áhuga og samviskusemi. Bæði fagfólkið og … Lesa meira


Virk samskipti við fólk eða tvívíða merkimiða

gudjon-img--0308

Áðan tók ég rútu í fyrsta sinn í tólf ár. Það var alveg eins og í fyrsa skipti og dálítið gaman að fylgjast með fólkinu raða sér um borð. Þar sem ég sat gat ég horft á fólk rétt áður en það kæmi um borð. Fyrir utan innganginn var par í faðmlögum og átti greinilega erfitt með að skiljast að. Hugurinn hvarflaði til þeirra skipta í fortíðinni sem ég hafði … Lesa meira


Að játa Guð sannleikans í orði og æði

img-coll-0294

Fyrir um það bil sex þúsund árum var par sem gekk í gegnum hræðilega erfiðleika. Elsti sonur þeirra var drepinn af bróður sínum. Sagan nefnir það ekki en margt bendir til þess að þeir hafi verið tvíburar, í það minnsta var stutt á milli þeirra. Þetta var trúað fólk sem datt niður á þá hugmynd að ekki bæri að trúa því sama og flestir trúðu á því landsvæði þar sem … Lesa meira


Ef frelsið er falt þá ertu þræll

gudjon-img--0048

Þegar þjóð sundrast má búast við að allt fari norður og niður. Venjan þegar þetta gerist er sú að engin samstaða sé um þjóðarhag og þeir sem stýra honum tapi stórfé. Þegar átt er við þjóðarhag er jafnan átt við efnahagslíf þjóðar. Þeir sem stýra þjóðarhag eru sjaldnast stjórnmálamenn og aldrei þjóðin sjálf. Málpípur stjórnmála vilja segja okkur annað og miðjumoð þeirra er þreytt. Síðast þegar þjóð okkar sundraðist voru … Lesa meira


Afplánun er auðveld

gudjon-img--0047

Fyrst þegar komið er til afplánunar er mætt á Skólavörðustíg 9 í Reykjavík. Þegar þangað er komið verður maður fyrir léttu áfalli. Aðstæður samrýmast í engu því sem nútíma Íslendingur á að venjast. Húsnæðið myndi kannski teljast lúxus fangelsi í Brasilíu eða Nígeríu. Nú vilja margir góðborgarar að fangar megi dúsa í sem verstum húsakynnum og lýsa þannig sjálfum sér vel. Það er rétt sem Páll Winkel segir í greinastúf á … Lesa meira


Mannréttindahugtak eða veruleiki

img-coll-1020

Fyrir sjö heilögum árum síðan var ég venjulegur Íslendingur sem vann mín störf, víkkaði smám saman út þægindahringinn, og undi sáttur við Guð og menn, aðallega Guð. Svo hrundi mín prívat veröld og hluti hennar var lagður í dóm götunnar, sem var sárt. Eins og allir vita getur vont orðið vani þegar skrápurinn þykknar og við vitum að oft þarf að bíta á jaxlinn, setja undir sig hausinn, berja sér … Lesa meira


Sein í toppstykkinu

ferlid-002

Þú veist aldrei hvaðan fólk er að koma. Ég fór inn í búð og stúlkan sem afgreiddi mig – ég var að biðja um ákveðna vöru – átti erfitt með að fatta hvað ég var að biðja um. Þangað til ég talaði hátt og skýrt. Ég hugsaði með mér “er hún eitthvað sein?” Ég stimplaði hana, “hún er hægvirk í toppstykkinu”! Svo þurfti ég eitthvað að spyrja meira og athuga … Lesa meira