Sein í toppstykkinu

Þú veist aldrei hvaðan fólk er að koma. Ég fór inn í búð og stúlkan sem afgreiddi mig – ég var að biðja um ákveðna vöru – átti erfitt með að fatta hvað ég var að biðja um. Þangað til ég talaði hátt og skýrt.

Ég hugsaði með mér “er hún eitthvað sein?” Ég stimplaði hana, “hún er hægvirk í toppstykkinu”!

Svo þurfti ég eitthvað að spyrja meira og athuga vöruúrval því ég var að biðja um eitthvað sem ég hafði ekkert vit á. Í samtalinu, þegar hún var að útskýra hluti fyrir mér, þá kom í ljós að hún er með heyrnartæki. Hún er heyrnarskert.

Hún hafði ekki heyrt almennilega hvað ég hafði verið að biðja um. Ég hafði talað of hratt fyrir heyrnartækið. Stúlkan er alls ekkert sein, hún þurfti bara að heyra og skilja hvað ég var að biðja um.

Það er svo gaman að dæma!

 

*

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.