Tilgangurinn er enginn

Smám saman mótast tilgangur okkar út frá reynsluheimi. Fyrst mótast hann af skoðunum okkar, oft skoðunum sem við tókum í mót frá umhverfinu.

Umhverfið í fjölskyldum okkar, síðar skólum og félagslífi gefur okkur viðhorf og skoðanir sem við nýtum sem vind í seglin, þegar við höldum út í heiminn og leitum okkur frama.

Þegar frami finnst fara umhverfisáhrif – núningsáhrif – þeirra sem við lifum af að móta skoðanir okkar enn fremur. Smám saman kemur reynsluheimurinn, og viljinn, til sögunnar. Þá fara skoðanir okkar og viðhorf að fá enn meiri mótun.

Sumir fá aldrei það hugrekki að standa með því sem í sál þeirra ómar. Sumir ná því á gamalsaldri, að skilja að allt er í heiminum hverfullt.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.