Ferli hins jákvæða vilja

Nútímalíf er skemmtilega einkennilegt. Þunglyndi er daglegt líf margra. Reiði tröllríður heimilum. Vonleysi er viðvarandi víða. Yfirborðsmennska hefur meira vægi en gömul gildi. Draumar breytast í vonbrigði. Dómharka sjálfsögð en fyrirgefning erfið.

Afar okkar og ömmur þurftu bréfaskriftir – sem tóku vikur – til samskipta við ástvini erlendis. Við höfum SMS og email. Fyrir einni kynslóð tók dagleið að ferðast frá Reykjavík til Akureyrar, á vondum vegum sem kallast þvottabretti. Í dag er þetta í skottúr. Lífið er auðvelt í dag, en við erum ekkert glaðari. Þvert á móti, fólki finnst lífið erfitt.

„Ferli hins jákvæða vilja“ táknar einfalt, kraftmikið viðhorf til sigurs og sáttar.

Árangur í íþróttum krefst ferlis æfinga og aga. Að líða vel og viðhalda jákvæðni sama á hverju gengur krefst viðhorfs. Að glíma við hvers kyns vanda, krefst vilja.

Að rísa úr þunglyndi krefst viljastyrks. Að mæta mótlæti með jákvæðni krefst viljastyrks. Að breyta vonbrigðum í drauma sem rætast, krefst trúar sem þarf að rækta. Allt þetta byggist á hugsanaferlum til sigurs. Þannig er nafnið til komið.

Að rækta jákvæð viðhorf, að sjá lausnir þar sem aðrir sjá hindranir, að breyta veikleika í styrk. Þetta er ekki gert á einni helgi, né með einni bók. Þetta er gert í styrku ferli.

Ferlið er einföld aðferð til að skapa samfélag venjulegs fólks. Koma sér í gott form, og halda því. Nýta sér jákvæðan vilja til að hámarka vellíðan og árangur. Eiga gott samfélag við gott fólk.

Ferlið er einfalt námskeið og bætir við með eftirfylgni. Ferlinu líkur seint, því vellíðan og árangur er ávanabindandi. Á námskeiðinu lærast mjög einföld viðhorf til að stjórna eigin vellíðan og sjá drauma þín rætast

Upplýsingar í síma 778-1296

Einfalt og skilvirkt.

 

 

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.